Útlendingar í umferðinni utan umferðarlaganna

"Það vekur athygli að erlendir ökumenn bílaleigubíla skildu eftir sig ógreiddar hraðasektir fyrir um 50 milljónir króna í fyrra."

Mér skilst að fulltrúar þeirra sýslumanna sem eiga að sjá um þessar innheimtur segi að það sé bæði erfitt og flókið að ná þessum sektum í ríkissjóð. Svo erfitt að það svari ekki kostnaði.

Þarf það að vera svo? Er ekki hægt að skikka bílaleigurnar til að hafa klásúlu í samningum sínum við erlenda ökumenn, þar sem þeir undirrita yfirlýsingu sem heimilar ríkissjóði að færa sektir af þessu tagi á kort þeirra? Allir þurfa þeir að gefa upp kortnúmer við töku bílaleigubíls.

Hvernig lítur dæmið svo út þegar íslenskir ökumenn brjóta umferðarlög erlendis?

Sleppa þeir bara eins og útlendingarnir hér? Það efast ég stórlega um.

Ríkið munar alveg um 50 milljónir.

Hér þurfa einhverjir í kerfinu að hysja upp um sig brækurnar. 


mbl.is Hálfur milljarður í sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki hægt að leigja bíl á Íslandi í dag án þess að leggja fram viðurkennt greiðslukort. Ég spurði, þegar ég leigði mér einu sinni bíl, hvernig á því stæði. Því var svarað að það væri til að dekka m.a. svona pósta. Því vekur þessi frétt undrun mína.

Ég hef aðeins einu sinni fengið sekt erlendis, sem var þegar ég leigði mér bíl einu sinni sem oftar á Krít og lagði ólöglega. Á Krít skipti ég alltaf við sömu bílaleiguna. Frekar vilja menn reiðufé en kort á þeim bænum, skýringin er sögð að áhættan sé minni þannig vegna vaxandi kortasvika.

Ég framvísaði sektarmiðanum við leiguna þegar ég skilaði bílnum og borgaði þeim sektina. Sú ráðstöfun borgaði sig svo sannarlega, því þegar ég kom árið eftir og leigði mér aftur bíl í 20 daga þá mundi afgreiðslumaðurinn eftir mér, hafði orð á því og sagði að í þetta sinn greiddi ég aðeins hálft verð, sem varð.

Ég hef hvergi kynnst betra og heiðarlegra fólki en á Krít, nema ef vera skyldi á Kúbu. Í þessum löndum þarftu ekki að halda báðum höndum um verðmætin svo þeim verði ekki stolið, eins og á Spáni og víðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Axel Jóhann.

Björn Birgisson, 21.6.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband