Kúba norðursins, en langt um spilltari

Þannig að þeir sem tóku engin gengislán þyrftu þá að greiða hærri skatta til að standa undir þessari eiginfjáraukningu bankanna? spyr Mogginn, nú þegar bankarnir riða hugsanlega til falls öðru sinni á skömmum tíma.

„Já, og allir skattgreiðendur í landinu" svarar Gylfi Magnússon ráðherra.

Hingað til, eða fram að bankahruninu fyrir tæpum tveimur árum, hefur Ísland virst vera mikið gósenland. Gríðarleg velmegun, fín opinber þjónusta og þar fram eftir götum. Flestir Íslendingar hafa lifað eins og kóngar og drottningar og vakið aðdáun og öfund langt út fyrir landsteinana.

Nú er ljóst að þetta var bara leikrit sem hlaut vondan endi.

Velmegunin var öll fengin að láni frá erlendum gróðapungum, kannski þeim sömu og nú hatast út í dóm Hæstaréttar og sjá fram á gríðarlegt tap fjármuna.

Kannski má segja að ef Íslendingar hefðu haft "eðlilegan" aðgang að lánsfé væru lífskjör hér nú eins og þau voru fyrir tveimur til þremur áratugum. Verri en heilbrigðari.

Kannski líkari því sem er á Kúbu.

Ísland er Kúba norðursins - bara miklu spilltara ríki.

Ég vildi að við gætum stillt klukkuna á árið 1944 og byrjað upp á nýtt.

Auðvitað til að gera sömu vitleysurnar aftur.

Við erum bara þannig!


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, það er lang best að þetta hrynji alt saman, þá er hægt að byrja upp á nýtt.

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 20:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, skuldar þú mikið?

Björn Birgisson, 23.6.2010 kl. 20:56

3 identicon

Dugar það til? Hrundi ekki allt? Bankar, fjármálaeftirlitið óstarfhæft sökum lélegrar stjórnunar, menn þar á bæ virðast hafa verið með hugann allst staðar annars staðar en við vinnuna sína, seðlabankinn sjálfur, algjörlega úti að aka. Hvað gat meira undan látið?

assa (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Nei ,ekki eina krónu, Björn minn góður. Ég varð nú aldrei var við þetta  góðæri, nema hafa mikla vinnu á

lágu kaupi. Björn mig grunar að  þú sért skuld laus. ( frjáls maður ).

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 21:12

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Kveiktu á útvarp sögu

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 21:15

6 Smámynd: Björn Birgisson

assa, þetta lítur allt svo illa út að maður dauðskammast sín fyrir hönd allra þeirra sem treyst var. Hvílíkt bananalýðveldi!

Björn Birgisson, 23.6.2010 kl. 21:40

7 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, ég er frjáls, skuldlaus og ég hlusta aldrei á útvarp Sögu! Er eitthvað merkilegt þar á ferð? Ertu kannski að tala um Eirík vin minn Stefánsson?

Björn Birgisson, 23.6.2010 kl. 21:42

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þú gætir heirt í mér, þarna er tækifæri að segja sína skoðun.

Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 21:51

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Björn. Það þarf einungis að stilla klukkuna til 16 júní sl. Þá kom dómur Hæstaréttar um hvernig staða gjaldeyrislána skulu meðhöndluð. ÞAÐ KEMUR ENGIN VERÐTRYGGING 'I STAÐINN. Sjá dóm nr. 317/2010.

Hvernig ríkisstjórn og seðlabankastjóri ætla að "makka " með lögbrjótunum og hafa haldið samráðsfundi með "glæpamönnununum" sem gerðu ólögleglega gerninga, þá skil ég vel að þú talir um Kúpu norðursins.

Það er tóm lýgi að mínu mati að bankarnir fari á hausinn með dóm Hæstaréttar, og ég tel það lágmarks kurteisi hjá ráðamönnum að sína almenningi fram á þá hluti. 

Bankarnir byrjuðu að lána íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum  peninga sem þeir fengu að láni með LIBOR vöxtum upp úr 1995. Þessi millibankalán fengu bankarnir á MJÖG lágum vöxtum (1-3%) og endurlánuðu til okkar á 8-15% + verðbætur í 10 ár. Þeir hafa engu tapað og þessi dómur er einungis smágreiðsla til baka til  lántakenda.

Eggert Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 22:15

10 Smámynd: Björn Birgisson

Eggert, takk fyrir þetta. Látum þessa skoðun þína hanga í loftinu. Ég held mig við 1944.

Björn Birgisson, 23.6.2010 kl. 23:36

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við skulum berjast það er ekki annað í boði almenningur á móti flokksræðinu og bankakerfinu!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 00:12

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Var að lesa bloggfærslu hjá Marino um sömu frétt og ég mæli með að þið lesið öll hans pistil.

Eggert Guðmundsson, 24.6.2010 kl. 01:40

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Tek undir með Eggerti. Og varðandi 1944... eigum við ekki að stefna á eitthvað raunhæft, þ.e. ekki tímaflakk :)

Ég les úr færslunni að þér finnst ósennilegt að með betri vitneskju í farteskinu myndi okkur farnast betur ef við gætum fyrir eitthvert kraftaverk gefið upp á nýtt. Ég er kannski óforbetranlegur bjartsýnis maður (lolol) en ég leyfi mér að halda því fram að eitthvað yrði öðruvísi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 16:05

14 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka fyrir öll innlitin!

Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband