Ekki traustvekjandi

"Runólfur hefur starfað með Samfylkingunni, flokki félagsmálaráðherra. Ásta sagðist ekki vilja fullyrða að pólitík hefði skipt máli við ráðninguna. „Fólk verður bara að meta það sjálft."

Miðað við þessa frétt og aðrar framkomnar fréttir af þessu máli, meðal annars af fjármálum Runólfs Ágústssonar, sem ráðuneytið segist ekki hafa vitað af, virðist nokkuð augljóst að hann eigi að stíga til hliðar og afþakka starfið.

Þetta ferli er ekki traustvekjandi.


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þurfa því miður fleiri að stíga til hliðar Björn.. Árni Páll

hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alls ekki traustvekjandi, þetta mál er mjög afhjúðandi fyrir fúskið sem viðgengst á stjórnarheimilinu. Ég er ennþá að bíða eftir að vera tilkynnt hvort ég fái starfið eða ekki. Frétti reyndar af ráðningu Runólfs í fjölmiðlum eins og aðrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 13:37

3 identicon

Hvers átti Einar Karl að gjalda nú? 

Er ekki Runólfur með mestu reynsluna í skuldaniðurfellingum?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:28

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann er svo sannarlega með mikla reynslu í skuldaniðurfellingum.

En er ekki lágmarkskurteisi þegar búið er að ráða í starf, að láta aðra umsækjendur vita?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Björn Birgisson

"En er ekki lágmarkskurteisi þegar búið er að ráða í starf, að láta aðra umsækjendur vita?"

Algjörlega. Skárra væri það nú!

Björn Birgisson, 29.7.2010 kl. 14:41

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Algjört hneyksli þessi ráðning - og bíðum bara - næsta ráðning verður þegar Ingvi Örn Kristinsson verður gerður að framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.   Einn aðal spilagosinn í Landsbankanum !!!  Já og að sjálfsögðu gjörspilltur Samfylkingargosi.

Sigurður Sigurðsson, 29.7.2010 kl. 15:57

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ljótt er að heyra!

Björn Birgisson, 29.7.2010 kl. 16:00

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Núna er Árna Páli vandi á höndum, rétt einn ganginn.  Sé horft til hans verka allra, þá er fátt sem frá honum kemur, sem ekki orkar tvímælis. Það er eins og manngarminum sé fyrirmunað að komast skammlaust frá nokkru verki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2010 kl. 17:37

9 Smámynd: Björn Birgisson

Er hann ekki verðandi leiðtogi Samfylkingarinnar?

Björn Birgisson, 29.7.2010 kl. 17:51

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég hef hann grunaðann um að vera í röngum flokki.

hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 17:59

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, þú ert nú svo tortrygginn á allt og alla! Er til rangur flokkur? Er þetta ekki allt sami grauturinn í sömu skálinni þegar grannt er skoðað?

Björn Birgisson, 29.7.2010 kl. 18:21

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn: Já það er til rangur flokkur. Meira að segja tveir, og við vitum báðir hverjir þeir eru.

Já nannars segðu maður, ástandið í þjóðfélaginu hefur sannarlega gefið tilefni til alls annars en tortryggni síðustu misseri.

Gott ef ekki frekar tilefni til að fara flikk flakk niður Laugarveginn hrópandi lofgjörð um dásemdir stöðu Íslands í dag.

hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 18:28

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Árni Páll er það skársta sem menn sjá í framtíð Samfylkingarinnar, þá á hún ekki tilverurétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2010 kl. 18:57

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fann bréfið með tilkynningu um ráðninguna, það var í póstkassanum sem ég var ekki búinn að athuga í tvo daga. En það er dagsett þremur dögum eftir að þetta hafði verið tilkynnt opinberlega, sem mér þykir ámælisvert.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 602475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband