Ósköp sætur Gnarr!

„Borgarstjórinn gat því miður ekki mætt sjálfur," sagði Jón Gnarr í fína kjólnum sínum og hárprúður í betra lagi. „Hvað ætli hann sé að gera. Kannski er hann í Múmíndalnum... Þetta höfum við upp úr því að kjósa trúð í kosningum."

Ha,ha,ha,ha .............

Frábært hjá borgarstjóranum. Hann gleymir reyndar því að mjög margir trúðar hafa hlotið kosningu til borgarstjórnar og Alþingis í gegn um tíðina.

Ég ætla að fullyrða hér að enginn í þeirri breiðu trúðahjörð hefði haft kjark, hugmyndaflug eða þor til að koma fram eins og Jón Gnarr gerði í gær.

Mér fannst hann bara nokkuð sætur!


mbl.is Uppátæki borgarstjórans vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kunningi minn bað mig um að skrifa eftirfarandi vísu hérna og geri ég það fyrir hann þótt mér sé það þvert um geð enda er vísan bæði illa ort og efnið út í hött.

Borgarstjóri við væl og víl
verður að glíma
og veður um í vetnisbíl
í villu og svíma.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.8.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax. "kunningi" þinn er ágætur og minnir mjög á þig sjálfan!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 18:12

3 identicon

Ekkert að þessum borgarstjóra en eftir kosningarnar í vor þá fór Dagur úr því að vera slepja yfir í að vera suck ass besta flokksins,  hann hreinlega sleikir allt upp no matter what það er sem jón g og besti flokkurinn gerir.  Manni hreinlega langar að æla að sjá svona.

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:13

4 Smámynd: Björn Birgisson

Vertu málefnalegur, prakkari, þá minnkar ælulöngunin bæði hjá þér og öðrum!

Ég hef ekki ælt í 27 ár!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 18:17

5 identicon

stundum þarf ekki að vera málefnalegur,  stundum nægir að horfa á viðtöl og viðtöl fyrir kosningar sýndu Dag sem slepju en viðtöl eftir kosningar sýndu hann sem suck ass á Jóni Gnarr svo að litla samfylkingin mætti nú vera með á leikskólanum :) 

prakkari (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða fyrirgangur er þetta, það er eins og borgarstjórar í Reykjavík hafi aldrei komið áður fram opinberlega í kjól, snyrtir og málaðir!  Var ekki síðasti borgarstjóri í dragi alla daga?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2010 kl. 19:00

7 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, og líka með varalit!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 19:19

8 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Og ekta kona!  

Auður Matthíasdóttir, 6.8.2010 kl. 19:32

9 Smámynd: Björn Birgisson

Auður, svo sannarlega. Hún sýndi fáheyrðan pólitískan kjark eftir kosningarnar, í mikilli vanþökk síns flokks. Ef hún byði mér í bíó mundi ég borga allt poppið og strætó fyrir hana heim!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 19:35

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Talað er um kjól og hvítt og er það klæðnaður karlmanna og kallast kjólföt. Kjólar og pils eru kvenmannsföt. Það er ekkert mjög langt síðan talið var óeðlilegt að konur klæddust síðbuxum. Einnig er nýlunda að karlmenn máli sig. Þegar kvenfólk tók að klippa sig stutt var það kallaður drengjakollur. Allt þetta þykir sjálfsagt í dag. Hingað til hafa borgarstjórar klæðst óaðfinnanlega. Mér finnst það einfaldlega vera mannréttindi að klæða sig og mála að vild. Það þarf að mínu viti ekki að hrópa húrra fyrir því að fólk geri það sem það langar til í þessu efni og skaðar engan.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.8.2010 kl. 19:54

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax. Stutt sagnfræði. Örstutt kennslustund í víðsýni. Þú ert minn maður, enda víðáttuvíðsýnn. Ég reyni að læra af mínum meisturum!

Að fá hugmyndir er að tína blóm.

Að hugsa er að flétta úr þeim kransa.

Ben.Ax. hugsar.

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 20:14

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Og að framkvæma hugmyndirnar er að steypa sér í sjóðandi hver...Hva..við erum orðnir svo assgoti skáldlegir hér..

hilmar jónsson, 6.8.2010 kl. 20:56

13 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Hilmar minn, bara þú og Ben.Ax. Við hin erum algjörlega jarðbundin!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 21:12

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hér inn hefur aðeins ein kona vogað sér að mæta;) Ég ætla að leggja mitt á vogarskálarnar. Ég vil heldur sjá konur með varalit en karla..SORRÝ..bara gömul og gamaldags. Mér finnst þetta ekkert sniðugt. Take it ore leave it!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.8.2010 kl. 22:31

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu með að dæma Sigurbjörg þangað til þú sér okkur Björn á korselettinu.....

hilmar jónsson, 6.8.2010 kl. 22:34

16 Smámynd: Björn Birgisson

Silla mín, Hilmar ætlar að lána mér korselettið sitt eftir helgina, hann er víst að nota það á morgun ............

Kjörkuð kona og falleg, það ert þú! Ávallt velkomin í heimsókn á þessa aumu síðu! Takk fyrir innlitið.

Er að fara í bað að ósk konunnar. Nú dugar ekki lengur að opna alla glugga!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 22:42

17 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jahérna, Björn og Hilmar ætla greinilega að vera "fínar" á morgun, hvort þeir deila korseletti sínu (eða konunnar) veit ég ekki en það er víst hægt að fá þetta allt leigt nú til dag skilst mér.

Guðmundur Júlíusson, 6.8.2010 kl. 22:51

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Topp borgarstjóri.

Brynjar Jóhannsson, 6.8.2010 kl. 23:01

19 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kæri Björn..Ég fann einhverja skrítna lykt hér á westanverðu nesinu:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.8.2010 kl. 23:04

20 Smámynd: Björn Birgisson

Silla mín, vonandi ekki ekki lengur. Nýrakaður og baðaður, búinn að máta korselettið hans Hilmars og það smellpassar, sérstaklega að westanverðu!  

Taktu eftir Hilmari á morgun í göngunni. Hann verður ótrúlega flottur! Algjör dúlla!

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 23:35

21 Smámynd: Björn Birgisson

Brynjar, sammála.

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 23:47

22 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, þú ert greinilega búinn að kynna þér leigumarkaðinn. Hvað fékkstu?  Í hverju verður þú á morgun í göngunni, dúllan mín?

Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 23:52

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er mjög sátt við Jón Gnarr og ekki má gleyma þeim stuðningi sem hann er að sýna samkynhneigðum með þessari uppákomu sinni!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.8.2010 kl. 13:36

24 identicon

Ég tek undir með ykkur körlunum og Jóhönnu.

Gnarrinn var flottur í dag :-)

Eva Sól (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 21:03

25 Smámynd: Björn Birgisson

Já, stelpur mínar, hann var sko flottur og réttlætti kosningaúrslitin margfalt!

Björn Birgisson, 7.8.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband