Sparnaður og moskur

Eitt af því sem oft er rætt, en aldrei gerist neitt í, er aðskilnaður ríkis og kirkju, enda held ég að meirihluti þjóðarinnar hallist að núverandi skipulagi þeirra mála, þótt einhverjar kannanir hafi sýnt annað.

Auðvitað á kirkjan að spara eins og allir aðrir. Mér sýnist að hún ætli sér það. Sjá eftirfarandi frá aukakirkjuþinginu:

"Þriggja manna nefnd sem kjörin var af aukakirkjuþingi 2010 vinni með kirkjuráði að útfærslu áætlunarinnar í samræmi við niðurstöðu samninga við ríkisvaldið. Sparnaðaráætlunin komi í heild til umfjöllunar á kirkjuþingi í haust. Meðal þeirra atriða sem verða til skoðunar eru:

1. Endurskipulag prestsþjónustunnar og stofnana þjóðkirkjunnar.
2. Starfshlutfall starfsmanna Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar lækki og/eða starfsfólki fækki.
3. Námsleyfi verði 10 mánuðir árið 2011 í stað 36 mánaða árið 2009.
4. Fækkun prófastsdæma
5. Almennur 10% sparnaður í rekstri embættis biskups Íslands. 
6. Sala fasteigna. 
7. Framlag Jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs til prestsþjónustu, rekstrar og stofnkostnaðar. 
8. Tímabundin lántaka. 
9. Tekjuöflun með þjónustusamningum.
10. Efling sjálfboðastarfs í þjóðkirkjunni."

Hvort lendingin verður 5%, 7% eða 9% sparnaður er eitthvað sem enginn veit neitt um. Aðalatriðið er að þar á bæ leiti menn allra leiða til sparnaðar.

Við lestur þessarar fréttar skaut nokkrum sinnum upp í kollinn á mér spurningu sem kemur þessu sparnaðarmáli ekki nokkurn skapaðan hlut við.

Ef ákveðið yrði að aðskilja ríki og kirkju, þá væri nánast verið að einkavæða þá þjónustu sem kirkjan veitir og með því ykist frelsi á þessum trúmálamarkaði. Þá koma líka aðrir og segja sem svo að nú má ég og get.

Til dæmis mundi það ýta mjög undir vilja muslima á Íslandi til að festa sig betur í sessi hér með tilheyrandi moskubyggingum og aukinni starfsemi.

Viljum við það?


mbl.is Kirkjunni gert að spara um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kirkjan má eyða, sóa og sukka eins og henni best líkar þegar hún hefur verið af ríkisjötunni tekin. Það er mikill misskilningur að Jesú hafi verið lagður í ríkisjöruna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2010 kl. 13:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ef aðskilnaður verður, er þá ekki hætt við að allar verðskrár vegna kirkjulegra athafna stórhækki?

Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Vendetta

Ég er hlynntur því að "þjóð"kirkjan spari, ekki bara 9%, heldur allt að 100%. Ég vil algerlegan aðskilnað ríkis og kirkju, og að lúthersk-evangelíska kirkjan fái sömu fjárframlög frá ríkinu og önnur trúfélög. Þetta þýðir í raun, að prestar og biskup þessarar kirkju fái öll sín laun frá safnaðarmeðlimum. Ég hef áður skrifað á mínu eigin bloggi um velheppnaðan aðskilnað ríkis og kirkju í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Þetta er ekkert mál, það þarf bara viljann til þess að drífa í þessu og ekki hlusta á raddirnar frá gröfinni (kvein prestanna). Þeir fá grunnlaun allt að 600 þús. frá ríkinu fyrir að vinna (messa) einn dag í viku og öll vinna fyrir utan það er greidd sér.

Aðskilnaður ríkis og kirkju á Íslandi felur í sér sparnað upp á ca. 6 milljarða árlega af peningum skattgreiðenda, sem nú rennur ofan í svarthol bruðls og eyðslu, enda engin hagnýting af þessu. Aukinn sparnaður kemur svo til af að leggja niður guðfræðideild Háskóla Íslands, þá deild getur einkaskóli hæglega tekið að sér gegn greiðslu skólagjalda.

Vendetta, 8.8.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Þjóðaratkvæðagreiðslu

Magnús Gunnarsson, 8.8.2010 kl. 13:46

5 identicon

Hvað er að múslimum að festa sig betur á Íslandi?

Af hverju má ekki hver og einn predika sína "útgáfu" af alföður heimsins. Sýnist mér að sé í fínasta lagi á meðan við hinn borgum ekki brúsann fyrir það.

Ég er persónulega hlynntur að biðja til Jólasveinsins enda mun jákvæðari fígúra en alförðurinn en mér myndi ekki detta í hug að láta ríkið splæsa á það.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 13:59

6 Smámynd: Björn Birgisson

Trúmál eru mér ekki ofarlega í huga, en moskur vil ég ekki sjá á Íslandi.

Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 14:04

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvers vegna ekki? Er það arkitektúrinn sem fer svona fyrir brjóstið á þér? Ég get alveg bent þér á helling af ljótum kirkjum - sem við borguðum fyrir.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.8.2010 kl. 11:44

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hef ekki áhuga á að muslimar nái hér neinni fótfestu.

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 12:12

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Og hvernig verður aðskilnaður ríkis og kirkju til þess að þeir geri það? Telurðu að ríkiskirkjumeðlimir muni gerast múslimar upp til hópa ef kirkjan verður tekin af spenanum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.8.2010 kl. 18:07

10 Smámynd: Björn Birgisson

Láttu ekki svona kjánalega kona! Lestu bara færsluna:

Ef ákveðið yrði að aðskilja ríki og kirkju, þá væri nánast verið að einkavæða þá þjónustu sem kirkjan veitir og með því ykist frelsi á þessum trúmálamarkaði. Þá koma líka aðrir og segja sem svo að nú má ég og get.

Til dæmis mundi það ýta mjög undir vilja muslima á Íslandi til að festa sig betur í sessi hér með tilheyrandi moskubyggingum og aukinni starfsemi.

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 18:15

11 Smámynd: Vendetta

Ég er hlynntur því að allir viðurkenndir trúahópar auk Siðmenntar fái leyfi til að taka að sér giftingar og greftranir. Hjá Siðmennt hafa verið haldnar fermingar í nokkur ár og það hefur gefizt vel. Það eru ekki allir sem hafa áhuga á kristnum athöfnum og í mörgum öðrum löndum í Evrópu hafa bæði gyðingar og múslímar sína eigin grafreiti. Ég get ekki séð að þessir rumlega 500 múslímar sem búa á Íslandi geti gert neinn usla, þótt þeir fái að byggja mosku eða gefa saman eða greftra. 500 hræður af ca. 315.000 er aðeins um 0,16%. Til samanburðar eru allt að hálf milljón múslíma í Danmörku og það er tæplega 10% af íbúafjöldanum.

Athugaðu að það er ekki moskan sjálf eða bænahaldið í moskunni sem er slæmt, heldur hvort samkundurnar séu notaðar til hatursáróðurs. En þessu er auðvelt að fylgjast með, þar eð íslenzk yfirvöld eru hvort eð er með nefið ofan í hvers manns koppi.

Vendetta, 9.8.2010 kl. 18:38

12 Smámynd: Björn Birgisson

"500 hræður af ca. 315.000 er aðeins um 0,16%. Til samanburðar eru allt að hálf milljón múslíma í Danmörku og það er tæplega 10% af íbúafjöldanum."

Og allir Danir lukkulegir með þennan hatursfulla happafeng?

500 er bara alveg nóg, þakka þér fyrir!

Muslimar eiga ekkert erindi inn í okkar þjóðfélag. Trú þeirra á ekkert erindi hingað.

Engar moskur á Íslandi.

Sporin, meðal annars í Danmörku, hræða!

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 18:44

13 Smámynd: Vendetta

Björn, ég sagði aldrei að Danir væru ánægðir, enda hefur þessi mikli fjöldi múslíma þar skapað mörg vandamál. En hér eru 500 hræður, það er álíka fjöldi og vinna hjá meðalstóru fyrirtæki. Og það eru víst mjög fáir múslímar sem flytja búsetu til Íslands árlega. Ekki geturðu verið að agnúast út í svo lítinn fjölda, er það?

Hins vegar ef þú ert til í að ræða menningarárekstra milli múslíma og ekki-múslíma í Evrópulöndum, þá er ég til í það. Hins vegar breytir það ekki því að það er algjör timaskekkja, mismunun og bruðl út yfir allan þjófabálk að hafa ríkisrekna kirkju. Það er ekkert betra en að hafa ríkisrekna mosku, sem er líka út í hött. Og hananú.

Vendetta, 9.8.2010 kl. 19:16

14 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, tvennt ræði ég helst ekki á mínu bloggi. Trúmál og kynhneigðir fólks. Og hana nú!

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 19:41

15 Smámynd: Vendetta

Ha?

Vendetta, 9.8.2010 kl. 20:00

16 Smámynd: Björn Birgisson

Datt heyrnartækið út?

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 20:02

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fjallar þessi færsla sumsé ekki um trúmál?

Ég skil ekki enn hvernig aðskilnaður ríkis og kirkju ætti að verða til þess að múslimum á Íslandi fjölgi, né hvernig það skaðar þig eða þjóðina á nokkurn hátt að þessar fáu múslimahræður hér á landi fái að kaupa land og byggja sér mosku.

Það er hægt að færa rök fyrir því að aðskilnaður fjölgi kristnum söfnuðum, en slíkt getur eins átt sér stað þó ríki og kirkja séu samtvinnuð, þar sem mörgum kristnum líkar illa sú stefna ríkiskirkjunnar (stefna sem er tilkomin vegna tengslanna við ríkisvaldið og þá heimtingu að "þjóðkirkjan" þjóni allri þjóðinni) að breyta stefnu eftir því sem viðhorf þjóðfélagsins breytast, t.d. með því að vígja konur til prests.

Annað dæmi er auðvitað nærtækara, en þú ræðir það ekki á blogginu, frekar en trúmál.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.8.2010 kl. 20:21

18 Smámynd: Björn Birgisson

Tinna, nei þessi færsla fjallar ekki um trúmál. Hún fjallar aðallega um sparnað. Hvaða dæmi er nærtækara?

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 21:37

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hjónabönd samkynhneigðra hefur verið áerandi og umdeilt innan ríkiskirkjunnar.

Að þínu mati fela orðin

"Ef ákveðið yrði að aðskilja ríki og kirkju, þá væri nánast verið að einkavæða þá þjónustu sem kirkjan veitir og með því ykist frelsi á þessum trúmálamarkaði. Þá koma líka aðrir og segja sem svo að nú má ég og get.

Til dæmis mundi það ýta mjög undir vilja muslima á Íslandi til að festa sig betur í sessi hér með tilheyrandi moskubyggingum og aukinni starfsemi.

Viljum við það?"

sumsé ekki í sér neina umfjöllun um trúmál? Ekki heldur  það sem þú sagðir í athugasemdum 6, 8, 10 og 12?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.8.2010 kl. 22:27

20 Smámynd: Björn Birgisson

Tinna, drottinn einn og sannur, færslur mínar hér fjalla ekki um trúmál. Þær fjalla meðal annars um að ég vilji ekki moskur og múslima hér á landi, ekki frekar en Vítisenglana eða ítölsku mafíuna. Svo er fjallað um sparnað kirkjunnar. Hér er af minni hálfu ekki eitt orð um trúmál.

Sú umræða byrjar gjarnan svona: Er Guð raunverulega til? Svo fer allt í flækju og vitleysu af því að enginn veit nokkurn skapaðan hlut í sinn haus um meintan Guð á himnum, falinn á bak við skýin.

Björn Birgisson, 9.8.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband