Frábær nauðgun hjá DV?

„Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðinni yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér," hafði blaðið (DV) eftir Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni Kynferðisbrotadeildar löggunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Það er nú það. Þetta hljómar ágætlega hjá Björgvini.

Ef ég gegndi ofurviðkvæmri stöðu eins og Björgvin gerði og DV óskaði eftir viðtali mundi ég neita. Ef blaðamaðurinn héldi þeirri þrábeiðni að mér og suðaði all nokkuð, væri hugsanlegur möguleiki að ég gæfi mig, en aðeins að einu skilyrði uppfylltu:

"Þú birtir ekki stafkrók eftir mér hafðan, án þess að ég fái að lesa hann yfir áður og samþykkja hann."

Það þekkja allir sannleiksást slúðurblaða fréttamanna. Komi þeir hengingaról á viðmælendur sína með góðu eða illu, skulu þeir dingla, jafnt saklausir sem sekir. Þessu liði er fróun og fullnæging í því að sjá fólk dingla. Opinberar aftökur fólks selja nokkur eintök. Það vita allir.

**************

Blindfullur strákur hittir blindfulla stelpu og segir henni að hún sé rosalega sæt og vill kyssa hana. Finnst þér það í alvöru, segir stelpan og kyssir gæjann á móti. Mér finnst þú líka frekar sætur, en ég er bara svo full að ég ætla að leggja mig aðeins. Viltu kannski kúra aðeins hjá mér sæti strákur?

Strákurinn, haugfullur sem hann er, þakkar gott boð, misskilur það illilega og skröltir eitthvað á mókandi stúlkunni, lýkur sér af og sofnar.

Morguninn eftir er hann kærður fyrir nauðgun og kemur algjörlega af fjöllum.

Stúlkan er hörð á sínu: Ég vildi bara kyssa sæta strákinn minn, en ekkert meira.

Strákurinn fær tveggja ára dóm og þarf að greiða stúlkunni tvær milljónir í miskabætur, auk alls kostnaðar við dómhaldið.

**********************

Ég er svo vitlaus að engu tali tekur. Mér finnst Björgvin Björgvinsson eingöngu hafa verið að vara kvenfólkið, ungt sem eldra, við þeim hættum sem það býr sjálfu sér með ótæpilegri drykkju og lyfjanotkun. Hann hvatti þessar elskur allar til að fara varlega í vondum heimi, svo þær yrðu síður skotmörk vondra manna.

Við hvetjum börnin okkar til að fara varlega í umferðinni.

Við hvetjum unglingana okkar til að forðasr vín og eiturlyf.

Við hvetjum til þess að allir í bílum noti bílbeltin.

Við hvetjum alla til að fara varlega í öllu sem að höndum ber.

Gerum við það ekki, bjóðum við hættunni heim.

Það var það sem Björgvin Björgvinsson, sá góði maður var að segja, ef ég hef skilið hann rétt.

DV, eðlis síns vegna, lagði málið upp á annan veg og Björgvin ákvað að víkja.

Nennti líklega ekki að taka slaginn við blaðið.

Það var miður.

Mál Björgvins minnir all nokkuð á Gylfamálin að undanförnu, þar sem flestu er snúið á hvolf og orðhengilshátturinn er í hávegum hafður.


mbl.is Björgvin hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Menn eru eindregið varaðir við því að læsa híbýlum sínum þegar þeir fara í reisu, til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara að hirða eigur þess. Menn verða að læsa bifreiðum sínum því annars borga ekki tryggingarnar það sem stolið verður. Yfirleitt eru menn hvattir til þess að hafa gát á eigum sínum og eins eiga stelpurnar að passa vandlega upp á pjötluna sína.....það kann ekki góðru lukku að stýra að drekka sig haugafulla á mannamótum, þær eru þá bara að kalla yfir sig vandræðin.

Baldur Hermannsson, 17.8.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, snöggur varstu með svarið, ég var ekki einu sinni búinn með færsluna!

Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vil annars geta þess að Ísfirðingar minntust þín fallega þegar ég var þar á dögunum. Þeir sýndu mér húsið sem þú ólst upp í.....biksvart hús í Neðstakaupstað.....og klökknuðu við. Ég spurði hvort þú hefðir ekki verið hrekkjusvín og þeir sögðu að þú hefðir verið galsafenginn......sem og þínir félagar......en allt toppnáungar.....varstu ekki í málningarvinnu hjá G. Sæmundsen eða ámóta fyrirtæki? Ég heyrði ekki nafnið nákvæmlega. Það var þarna spakvitringur...dálítið sér eins og sagt er.....og þurfti mjög að útskýra fyrir mér dularöfl tilverunnar og hvernig hann léki þá sem stríddu honum.

Baldur Hermannsson, 17.8.2010 kl. 23:23

4 identicon

þér er kannski greiði gerður með því að mbl (af sinni ævarandi visku) valdi að vitna ekki í það sem olli uppnáminu, heldur virðast þeir bara hafa valið einhverja setningu af handahófi (þetta sem þú feitletrar hérna efst).

Það sem Björgvin sagði sem olli þessu uppnámi var: "Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum."

gummih (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:27

5 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ertu að leggja drög að ævisögunni minni að mér forspurðum? En var ekki gamla húsið fallegt, hlaðið minningum um lítinn nútímadreng, sem fullorðnast hægt og sjaldan -  og svo langt aftur í aldir? Aftur í danska tímann.

Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 23:34

6 Smámynd: Björn Birgisson

gummih, ég sá þetta. Allir vita að sá sem er blindfullur er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Gildir jafnt um konur sem karla.

Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 23:38

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég fór á sjóminjasafnið og þetta er besta sjóminjasafn sem ég hef séð......sá þarna myndina eftir þá Erlend Sveinsson og þarna var hún í sínu rétta umhverfi. Það var svo margt að sjá þarna að húsin renna svolítið saman í minningunni......en hvað ætla þeir að gera við bernskuheimili þitt?

Baldur Hermannsson, 17.8.2010 kl. 23:40

8 identicon

"Menn eru eindregið varaðir við því að læsa híbýlum sínum þegar þeir fara í reisu" sagði maðurinn hér að ofan.

Af hverju vill maðurinn vara fólk við að læsa á eftir sér þegar það fer að heiman?

Er ekki réttara að minna fólk á að læsa og hvetja það til að loka á eftir sér frekar en að vara það við því ?

Segi nú bara si sona.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:42

9 identicon

Það er nákvæmlega ekkert að því að hvetja fólk til varúðar í öllum málum.

En það er þessi setning sem fær marga til að efast um heilindi Björgvins þegar kemur að nauðgunarglæpum: "...og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum."

Sama hverjir mannkostir Björgvins eru að öðru leiti, þá getur hann ekki sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar nánast gefið veiðileyfi á bjargvana einstaklinga.

Hulda (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:43

10 identicon

Og hvað, getur þá drukkin kona sjálfri sér um kennt?  Sökin er alltaf gerandans, alveg sama í hvernig ástandi þolandinn er.

Meira helvítis bullið, getur ekki stelapan í dæminu þínu Baldur einmitt bara hafa viljað koss?  Hver gaf drengnum leyfi til að "ljúka sér af" eins og þú orðar svo skemmtilega?

Það er EKKERT sem réttlætir nauðgun, EKKERT.

Kona (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:45

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Óskar, þakka þér fyrir þessa leiðréttingu..... ég hafði í huga eitthvað svona: "Menn eru hvattir til......", en það skolaðist til á lyklaborðinu hjá mér eins og þú bendir réttilega á.

Baldur Hermannsson, 17.8.2010 kl. 23:46

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hulda segir: "Sama hverjir mannkostir Björgvins eru að öðru leiti, þá getur hann ekki sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar nánast gefið veiðileyfi á bjargvana einstaklinga."

Gerði hann það? Veiðileyfi? Ekkert sá ég um það.

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 00:10

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo má deila um hver sé bjargarvana. Yfirleitt er þetta dót svo útúrdrukkið að enginn man nokkurn skapaðan hlut, hvorki karl eða kerling. Enginn veit heldur hvað er satt eða logið og dómarnir byggjast á duttlungum......"framburður hennar þótti trúverðugur" og þannig fram eftir götunum. Þetta er ófagurt mannlíf því miður.

Baldur Hermannsson, 18.8.2010 kl. 00:14

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki það að DV hafi í dag bætt á sig blómum trúverðugleikanns, sbr umfjöllun þess um mann grunaðann um aðild að morði.

En Björn : Býrð þú yfir upplýsingum varðandi viðtal DV við Björgvin sem við hin vitum ekki um ?

Mér finnst þú gefa í skyn að blaðamaðurinn sem viðtalið tók, hafi ekki farið að leikreglum...

hilmar jónsson, 18.8.2010 kl. 00:23

15 Smámynd: Dexter Morgan

Að fara í viðtal í DV og sjá það svo birt, er,,,- eins og að kaupa málverk í Gallerí Borg :)

Dexter Morgan, 18.8.2010 kl. 00:37

16 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, sem svar við #14, vísa ég í #15 , Dexter Morgans. Hefði ekki getað orðað þetta betur!

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 00:42

17 identicon

Óttaleg vitleysa er þetta. Hvað segir það um þig Björn að gefa þér að blaðamaðurinn hafi rangt eftir? Hefur eitthvað komið fram sem styður það?

Og þessi setning: "Það þekkja allir sannleiksást slúðurblaða fréttamanna. Komi þeir hengingaról á viðmælendur sína með góðu eða illu, skulu þeir dingla, jafnt saklausir sem sekir. Þessu liði er fróun og fullnæging í því að sjá fólk dingla. Opinberar aftökur fólks selja nokkur eintök. Það vita allir."

Þetta sýnir bara að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. Ég vann á DV frá í ársbyrjun 2007 fram að páskum í ár. Ég þekki flest það fólk sem þar starfar, utan þeirra allra nýjustu. Þessi orð þín eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Þú ættir að skammast þín fyrir þennan óhróður þinn, þennan rakalausa þvætting og biðjast afsökunar.

Brynjólfur Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 01:18

18 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, æskuheimilið mitt er friðað hús og í góðum höndum Ísfirðinga.

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 01:24

19 Smámynd: Björn Birgisson

Brynjólfur Þór Guðmundsson, fyrrum blaðamaður á DV. Ég virði baráttu þína fyrir DV, sem ávallt fetar línuna milli alvöru blaðs og sorpblaðs.

Minnist þó sjálfsvígs vestur á fjörðum í kjölfar óvæginnar umfjöllunar blaðsins á sínum tíma.

Minnist þó nafnbirtingar vegna morðs í Hafnarfirði um helgina.

Þú segir: "Þessi orð þín eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Þú ættir að skammast þín fyrir þennan óhróður þinn, þennan rakalausa þvætting og biðjast afsökunar."

Það er nefnilega það. Ég á að biðjast afsökunar!

Það geri ég ekki og er enn sannfærður um það að DV stílfærði viðtalið við Björgvin, honum í óhag.

Ég er reyndur blaðamaður og gaf út mitt staðarblað í 14 ár.

Björgvin var fullfljótur á sér að óska lausnar frá sínu starfi.

Ég bíð eftir handboltamanninum snjalla, hér á árum áður, Björgvini Björgvinssyni, að tjá sig nánar um þessi mál.

Ég treysti honum, en ekki DV. 

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 01:44

20 identicon

Ég var meðal hörðustu gagnrýnenda DV á þeim tíma sem Ísafjarðarmálið kom upp. Mikael Torfason hafði breytt blaðinu í nauðaómerkilegt sorprit og Ísafjarðarmálið var bara lokapunkturinn á sóðalegu tímabili. Það breytir því þó ekki að þú virðist ekkert hafa fyrir þér í þessum skrifum þínum núna. Svo get ég bent þér á að það er allt annað fólk starfandi á DV nú en þegar Ísafjarðarmálið kom upp. Ég held það sé einn innblaðsblaðamaður á DV í dag sem var þá starfandi auk eins prófarkalesara. Þannig að þó blaðið heiti sama nafni er ekki um sama fólk að ræða eða sömu ritstjórnarstefnu.

Þú komst með fáránlegar ásakanir í garð blaðamanna sem átti ekki við nein rök að styðjast. En ekki viltu draga orð þín til baka, eins fráleit og þau eru og þaðan af síður biðjast afsökunar.

"Það geri ég ekki og er enn sannfærður um það að DV stílfærði viðtalið við Björgvin, honum í óhag."

Byggirðu þessa setningu þína á blaðamennsku þinni? Það má alla vega skilja þetta þannig miðað við næstu setningu á eftir. Hvað segir það þá um hvers konar blaðamennsku þú hefur stundað? Hún hefur þá varla verið upp á marga fiska.

En þú virðist sáttur við að dæma fólk út frá ímyndun þinni, hversu mikið eða lítið sem hún kallast á við raunveruleikann. Það er því kannski best að ég kveðji bara núna og eyði hvorki tíma mínum né þínum í eitthvað sem engu skilar.

Brynjólfur Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 02:12

21 Smámynd: Björn Birgisson

"Það er því kannski best að ég kveðji bara núna og eyði hvorki tíma mínum né þínum í eitthvað sem engu skilar."

Brynjólfur, nákvæmlega.

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 02:25

22 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Stígamót ganga út frá að Björgvin telji að fórnarlambið beri ábyrgðina en blaðamaður DV Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem skrifaði greinina sem leiddi til afsagnar Björgvins er jafnframt starfsmaður Stígamóta og hefur líka fengið verlaun frá Stígamótum gefa blaðamanni DV hin bestu meðmæli.

"Stígamót eru stolt af leiðbeinandanum sínum fyrir ötul skrif í ýmsa fjölmiðla um fjölmargar hliðar kynbundins ofbeldis. Ingibjörg hefur af hugrekki og skilningi skrifað þrátt fyrir að tilraunir hafi verið gerðar til þess að þagga niður í henni meðal annars með dómi í réttarkerfinu sem nýtist okkar fólki svo illa. Megi hún ótrauð halda áfram!"

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 02:36

23 Smámynd: Billi bilaði

"...og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi..."

Þú skautar létt fram hjá ofangreindum orðum.

Billi bilaði, 18.8.2010 kl. 06:29

24 identicon

Það vita nú allir að með aukinni drykkju eykur maður líkurnar á alls konar óæskilegum hlutum og því er óæskilegt fyrir alla að verða mjög drukknir. Ekkert rocket science þar á ferð.

Hans orð voru hins vegar mjög skýr á þá leið að mjög drukkinn einstaklingur bæri ábyrgð á glæpsamlegri hegðun annars einstaklings. Hvers vegna í fjandanum eru sumir hérna að halda uppi vörnum fyrir svona fáránleg orð eða að reyna að lesa í 'hvað hann meinti'
Það skiptir bara engu máli, hann á bara að bera ábyrgð á sínum orðum og drulla sér í burtu frá þessum málaflokk (sem hann svo betur fer gerði)

Gerandinn ber alltaf ábyrgð á nauðgun, aldrei þolandinn! 

Hulda (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 08:07

25 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hulda, það eru ALLIR sammála um það, líka lögregla, dómarar, téður Björgvin og allir karlar. EN Stígamót gerði Björgvini upp skoðanir sem hann hefur ekki. Hann var að tala um drykkju og ábyrgð og blaðamaðurinn er á vegum Stígamóta.

Stígamót er með þá kenningu að karlaveldið reyni að koma ábyrgð yfir á þolandan. Öll ummæli sem falla að þessari skoðun verða að sönnum fyrir kenningunni. Björgvin er ranglega dæmdur af EINUM ummælum, hvorki blaðmamður DV / Stígamóta spurðu hann hvort hann teldi að ábyrgðin lægi hjá fórnarlambinu.

Stígamót slær á alla umræðu og gerir mönnum upp skoðanir og mun gera mönnum upp sakir í dómsmálum til að fá fleiri karla dæmda fyrir nauðaganir. Þeir sem efast um réttmæti þess að dæma menn án sannana eru að verja karlaveldið, goðsganir eða eitthvað álíka sem Stígamót notar til að hunsa rök og gagnrýni.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 09:42

26 identicon

Er fólk ekki að ná því að maðurinn var að tala um að ástand viðkomandi er á eigin ábyrgð. Hvergi í viðtalinu segir hann að þeir sem lenda í nauðgun beri ábyrgð á því heldur bera þeir ábyrgð á ástandinu sem þeir voru í.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:42

27 identicon

Ókey, svo fólk þarf að taka ábyrgð á eigin drykkju. En hvernig er það, geta þeir sem hafa yfirburða stöðu drukkið eins og þeim sýnist á meðan hinir þurfa að taka ábyrgð á drykkju sinni og passa sig? Já gott ef stúlkan var edrú, þá getur hún hlaupið í skjól! Sérðu ekki hrópandi ósammræmið þarna? Hvernig væri frekar að konur fengju njóta sín á djamminu og karlarnir þyrftu að taka ábyrgð á sínum gjörðum? Já hvernig væri það!

Mix (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:24

28 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alveg rétt Þóður Ingi. Það var það sem hann var að tala um. Þótt túlka megi orð Björgvins á annan veg eftir orðanna hljóðan er góð regla að gera ráð fyrir að fólk meini vel, vilji vel og komast að hinu sanna í málinu.

Nú er hættan sú efasemdir víki fyrir rétttrúnaði. Hættan er sú að ásökum verði að sönnun, öll tregða sem byggir á "saklaus uns sekt er sönnuð" hverfi enda er sú tregða túlkuð á sama hátt og orð Björgvins voru túlkuð. Hætttan er sú að dómarar dæmi án sannanna en í nánast hvert skipti sem dómstóll sýknar í kynferðisbrotamálum er dómnum mótmælt af Stígamótum og aktivistum á vegum samtakanna.

Reiði þeirra sem verða fyrir ofbeldi er skiljanleg en það má ekki fórna mönnum til að sefa þá reiði.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 10:29

29 Smámynd: hilmar  jónsson

Heyrðu Benedikt: Hvað ertu eiginlega að fara ? "Það má ekki fórna mönnum til að sefa reiði" ? Baðst ekki Björgvin sjálfur lausnar eftir þessi einkennilegu ummæli sín ? Hver fórnaði þá hverju ?

Aktívistar á vegum Stígamóta ? Ertu til í að útskýra um hvað þú ert að skrifa ?

Eru Stígamót einhvers konar pólitísk hreyfing í þínum augum ?

hilmar jónsson, 18.8.2010 kl. 10:43

30 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sæll Hilmar. Já, Stígamót eru pólitisk samtök en einnig hjálparsamtök. Á sama hátt og krikja getur rekið sjúkrahús eða hjálparstofnun, sannar það starf ekki tilvist Guðs.

Stígamót reka afar rótttæka stefnu sem ég tel að fáir myndu kjósa í kosningum.

Það má og á að gagnrýna alla pólitík, en það er skiljanlegt að fólk veigri sér við að gagnrýna folk sem er á kafi í hjálparstarfi.

Ég tek fram að ég er aðeins að gagnrýna pólitík Stígamóta, ekki hjálparstarfið.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 11:07

31 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Stígamót:

Nokkrar kenningar eru til um orsakir kynferðisofbeldis. Þær má flokka í þrjá aðalflokka. Fyrst er að nefna sálfræðilegar kenningar þar sem gert er ráð fyrir að skýringa sé að leita hjá einstaklingnum, bæði þeim sem beittur er ofbeldinu og þeim sem fremur það.

Í öðru lagi eru fjölskyldukerfiskenningar. Í þeim kenningum er skýringa leitað í samskiptum fjölskyldunnar, allir fjölskyldumeðlimir eru ábyrgir fyrir ofbeldinu. Loks er að geta kynjafræðilegra kenninga um kynferðisofbeldi. Í þeim kenningum er skýringanna fyrst og fremst leitað í samfélagsgerðinni, þ.e. í valda- og stöðumismun milli karla annars

vegar og kvenna og barna hins vegar.

Frá upphafi vega hefur starfið á Stígamótum byggst á hugmyndum kynjafræðinnar um kynferðisofbeldi. Þær kenningar falla best að reynslu þeirra sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og skýra jafnframt þá staðreynd að það eru, samkvæmt okkar tölum, fyrst og fremst karlar sem beita konur og börn kynferðisofbeldi.

Samkvæmt þessum hugmyndum er kynferðisofbeldi ógnvænlegasta form kynjasamskipta. Hvaða

kona eða barn sem er, á hættu á að vera beitt kynferðisofbeldi.

Við lítum því svo á að þeir sem beita ofbeldinu noti það sem stjórntæki til þess að ná valdi yfir fórnarlambisínu. Sú kynferðislega fullnægja sem ofbeldismenn kunna að njóta er nokkurs konar hliðarbúgrein, markmiðið er ávallt að lítillækka, ráða yfir og hafa taumhald og vald yfir þeirri manneskju sem beitt er ofbeldinu. Áhrif og afleiðingar kynferðisofbeldis eru ekki aðeins tengdar þeim sem því eru beitt. Vitundin m þetta form ofbeldis hefur áhrif á upplifun allra kvenna á því hvað það er að vera kona og tilvist þess

takmarkar einnig frelsi kvenna.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 11:15

32 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Stígamót: "Enn ein goðsögnin um kynferðisofbeldi er að konur beri ábyrgð á nauðgun meðal

annars með drykkju."

Þessi goðsogn er löngu dauð og engum heilvita manni dettur í hug að kenna drukkju um, ábyrgðin liggur að sjálfssögðu hjá árásarðaila en drykkja og aðrir þættir auka læikirnar á nauðgun,það hefur ekkert með ábyrgð að gera.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 11:22

33 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nauðganir eru víst mikið vandamál á heimavist í bandarískum háskólum og mikil drykkja kemur þar við sögu.

Eins og ég hef sagt er engin að snúa ábyrgðinni yfir á fórnarlambið. En vegna gamalla goðsagna sem Stígamót heldur á lofti og áttu við fyrir áratugum, er leitað að ummælum sem eiga að sanna tilvist þessarar goðsagnar.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 11:30

34 Smámynd: hilmar  jónsson

Benedikt: Það er varla að ég skilji baun í útlistingum þínum, eða sé nokkru nær varðandi spurningarnar til þín.

Upphaflega spurningin til þín senrist um Björgvin og sú síðari um ( kannski ekki orðuð nógu skýrt ) Aktívista innan Stígamóta..???

Þú hefur greinilega mjög neikvæða afstöðu til Stígamóta, af hvaða ástæðum sem það kann að vera, en að líkja samtökunum við pólitíska hreyfingu, ég bara get ekki alveg náð því....

hilmar jónsson, 18.8.2010 kl. 11:39

35 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Björn: Ég verð að segja: Eftir öll þau ömurlegu kynferðisafbrotamál bæði gagnvart börnum. unglingum og konum. Að koma með svona samlíkingu eins og þú stillir henni hér upp, er ömurlegt, í besta falli innsæislaust.

"Blindfullur strákur hittir blindfulla stelpu og segir henni að hún sé rosalega sæt og vill kyssa hana. Finnst þér það í alvöru, segir stelpan og kyssir gæjann á móti. Mér finnst þú líka frekar sætur, en ég er bara svo full að ég ætla að leggja mig aðeins. Viltu kannski kúra aðeins hjá mér sæti strákur?

Strákurinn, haugfullur sem hann er, þakkar gott boð, misskilur það illilega og skröltir eitthvað á mókandi stúlkunni, lýkur sér af og sofnar.

Morguninn eftir er hann kærður fyrir nauðgun og kemur algjörlega af fjöllum.

Stúlkan er hörð á sínu: Ég vildi bara kyssa sæta strákinn minn, en ekkert meira."

hilmar jónsson, 18.8.2010 kl. 11:50

36 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sæll aftur Hilmar. Það var leitt að þú skiljir mig ekki, þá hefur mér ekki tekist vel upp.

Ég tek fram að ég hef ekki komið við sögu í neinum kynferðisbrotamálum og fyrirlít allt ofbeldi, og hef alhyllst jafnrétti kynjanna frá því ég var 16 ára.

Björgvin sagði af sér vegna óvæginnar og ranglátrar umræðu sem Stígamót komu af stað og gengu út frá því að hann væri að meina að hann teldi að ábyrgðin lægi hjá fórnarlambinu. Það telur ENGIN að svo sé, engin.

Blaðamaður DV sem skrifaði greinina er jagnframt einskonar akvtisti á vegum Stígamóta.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 11:51

37 Smámynd: hilmar  jónsson

Benedikt: Voru það Stígamót sem komu af stað ranglátri umræðu ?

Ég veit ekki betur en að allt hafi logað strax eftir að viðtalið birtist, án þess að Stígamót kæmu þar að..

Værir þú til í að útskýra hvað þú átt við með " einhvers konar aktívisti "..

hilmar jónsson, 18.8.2010 kl. 12:30

38 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Biðst afsökunnar að nota þessa síðu eins og ég eigi hana en til að ítreka andstyggð mína á hverskonar ofbeldi en ég gef lítið fyrir skýringar og afsakanir, langar mig að birta pistil sem ég skrifaði löngu áður en eg hafði kynnt mér Stígamót.

"Illska

Fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Drullusokkarnir sem brjótast inn á heimili fólks, stela nánast í boði þeirra sem leggja sig fram um að útskýra hegðun þeirra. Fyrirsögnin, "fleiri sjá sér hag í innbrotum" er dæmigerð fyrir þá tilhneigingu að skilja illmenni sem leggja sig fram um að meiða aðra.

Innbrot inn á heimili fólks er viðbjóðsleg hegðun sem aldrei ætti að afsaka á nokkurn hátt.

Sú ákvörðun að níðast á samborgurum sínum með innbrotum og öðru ofbeldi er afsökuð með allskonar sjúkdómum, oft óviðráðanlegri fíkn sem breytir venjulegum borgurum í illmenni, æ, greyið hann þyrfti að stela til að eiga fyrir skammtinum sínum.

Ég bíð spenntur eftir fyrirsögn um að fleiri og fleiri sjái sér hag í nauðgunum eða að skera náunga sinn á háls."

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 12:36

39 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sæll Hilmar enn og aftur.

Eins og ég hef áður sagt hefur blaðmaðurinn sem tók viðtalið við Björgvin unnið fyrir Stígmót og fékk jafnréttisviðurkenningu Stígamóta árið 2009.

Stígamót álykta út frá viðtalinu að um Björgvin telji að konur beri ábyrgð á ofbeldinu sem þær verða fyrir. Það er einfaldelga rangt. Ég þori að fullyrða að hann telji ekki að svo sé þótt vissulega hafi orð hans orkað tvímælis.

Burt með goðsög Stígamóta að fólk telji að kona beri ábyrgð á nauðgun, ég tel að allt hugsandi fólk skilji réttlæti og ranglæti, og viðhorfin hafa tekið stakkaskiptum, ekki síst fyrir ötula baráttu Stígamóta en þeim getur orðið á í messunni eins og prestum og stjórnmálamönnum.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 12:51

40 identicon

Ísafjarðarmálið svonefnda er klassískt dæmi um íslenska massahysteríu.

Blaðamennskan í því máli var í öllum aðalatriðum fullkomlega eðlileg. 

Viðbrögð manna við því að upp kemst um Sveininn Tuma er algjörlega á þeirra ábyrgð.

núman (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 12:52

41 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, yfirmaður Björgvins, fékk aðgerðaviðurkenningu Stígamóta árið 2009.

Benedikt Halldórsson, 18.8.2010 kl. 13:06

42 identicon

Aldrei þessu vant er ég sammála Hilmari (og Mix). Mikið er dæmið sem þú tekuð ógeðfellt.

Menn sem vilja riðlast á brennivínsdauðum stúlkum eru í mínum augum náriðlar. Þeir eiga að kaupa sér uppblásna dúkku.

Það er lágmark að kona fái að samþykkja og taka þátt í samförum eða hverju því sem stendur til boða eða var ætlunin að gera. Um leið og stelpan lognast út af er boðið ekki lengur til staðar. Þetta ætti að kenna drengjum í kynfræðslu í skólum svo að þeir misnoti ekki aðstæður eins og þú lýstir svo frjálslega.

Eva Sól (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 18:54

43 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka ykkur öllum innlitin og fjörug skoðanaskipti. Ógeðfellt dæmi? Vitaskuld er það ógeðfellt, en gæti það ekki átt við um mörg tilfelli? Ef þið getið bent mér á geðfellt dæmi um aðdraganda nauðgunar og nauðgun, endilega upplýsið mig um það. Ég þekki ekkert slíkt, enda sem betur fer algjör rati í þessum ljóta málaflokki. Það er ekki hægt að fjalla um nauðganir þannig að öllu sé pakkað í bómull til að særa engan. Fórnarlömbin eru særð djúpum sárum og ég vorkenni engum að lesa þennan "saklausa" texta minn. Síður en svo.

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 20:55

44 identicon

Mig langar aðeins að hoppa inn í. Ég get ekki betur séð að það er enginn að segja að ef dauðadrukkinni stelpu sé nauðgað sé það henni að kenna, einfaldlega að benda á að í mjög mörgum tilvikum þegar fólk er kært fyrir nauðgun er það vegna þess að báðir einstaklingar séu fullir og miskillja hvorn annann. T.d. í dæmisögunni að ofan, ef stelpan hefði ekki verið dauðadrukkinn hefði nauðgunin aldrei átt sér stað, nú er ég ekki að segja þetta sé stelpunni að kenna. Auðvitað er það engin afsökun fyrir strákin, alls ekki, hann á skilið sinn dóm.

Hinsvegar eins og kom fram að ef stelpan hefði verið með meðvitund þá hefði þetta ekki gerst. Þú minnir fólk á að læsa þegar það fer að heiman. Ef þú skilur eftir útidyrarhurðina opna og ferð út, kemur heim og öllu hefur verið stolið er það ekki þér að kenna! En hinsvegar hefði þetta trúlega aldrei gerst ef þú hefði læst!!

Þar liggur þetta, hann er að benda á að þú minnkar líkurnar á því að þér sé nauðgað ef þú passar upp á að verða ekki blindfull!! Nákvæmlega eins og þú minnkar líkurnar á að öllu sé stolið ef þú læsir hurðinni þinni!!!

Hrikalega eru sumir fljótir í vörn!

Tryggvi (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 01:39

45 identicon

Þegar þú tekur dæmið hljómarðu eins og þér finnist þetta ekki tiltökumál - hljómar eins og ósanngjarnt sé að drengurinn borgi stúlkunni bætur. Það er ógeðfellt við dæmið. Hvernig þú setur það upp og hvað þú segir skiptir nefnilega máli í svo viðkvæmum málaflokki, eins og á líka við um margumræddan Björgvin.

Eva Sól (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 12:01

46 Smámynd: Björn Birgisson

"Þegar þú tekur dæmið hljómarðu eins og þér finnist þetta ekki tiltökumál - hljómar eins og ósanngjarnt sé að drengurinn borgi stúlkunni bætur."

Hljómar? Bara þín túlkun. Ekki mín.

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 12:05

47 Smámynd: Vendetta

Brynjólfur, mér finnst Björn enga ástæðu hafa til að biðjast afsökunar. Það sem hann hefur sagt um sorpblaðið DV er satt. Sorablaðamennskan varðandi sakamál hefur lítið sem ekkert breytzt hjá DV síðan Mikael Torfason tók pokann sinn. Það virðist vera ómögulegt fyrir þetta lið að skilja muninn á orðunum saklaus og sakfelldur, yfirheyrður og kærður, kærður og ákærður, ákærður og dæmdur.

Þetta nauðgunarmál var rætt á öðru bloggi og þar var bent á að kona ein, Sigurlaug a nafni, hefðu áður sagt það nákvæmlega það sama og Björgvin sagði um ábyrgð kvenna á sjálfum sér, en henni var þá hrósað af Stígamótum og öðrum. En þegar karlmaður segir það, þá er hann rekinn úr starfi. Þetta minnir mig á bannorðið ni**er, sem bara svartir mega nota en hvítir alls ekki.

Það er alvarlegur glæpur að nauðga annarri manneskju og á ekki að líðast. Mín skoðun er sú, að fórnarlamb ofbeldis og nauðgunar má aldrei gerast ábyrgt fyrir nauðguninni. Nauðgarinn er þar 100% ábyrgur. Hins vegar fylgir því mikil ábyrgð að kæra nauðgun og glæpsamlegt ef kæran er fölsk. Því að þessi nauðgunarmál eru þess eðlis, að það er oftast ómögulegt að færa sönnur fyrir neinu, þannig að það endar yfirleitt með mati á trúverðugleika. Það er ekki loku fyrir það skotið, að margir sem eru ákærðir fyrir nauðgun séu að segja satt um samþykki, þar eð það er ekki refsivert í raun að ljúga nauðgun upp á menn (sbr. dóm í þannig máli 2009), en hagnaðurinn af því að ljúga eru 600.000 sem fórnarlambið fær sjálfkrafa útborgað af ríkinu.

Hér eru mín ráð til allra karlmanna:

1. Farðu aldrei heim til konu sem þú þekkir ekki.

2. Bjóddu aldrei konu heim sem þú þekkir ekki.

3. Aldrei hafa samræði eða önnur atlot við konu sem þú þekkir ekki.

4. Aldrei villast inn á kvennaklósett á skemmtistöðum.

Það er alltaf betra að fyrirbyggja en að útskýra eftir á.

Vendetta, 19.8.2010 kl. 13:09

48 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég held að rannsaka þurfi samtökin Stígamót. Samtökin hafa of einsýnt viðhorf til vandasamra mála og geta held ég aldrei gegnt hlutverki sínu með því móti. Þvert á móti gert skaða. Ég veit um dæmi um óeðlileg afskipti samtakanna í sálrænum veikindum og tilraun þeirra til að þefa upp kynferðislegt ofbeldi sem fyrstu orsök allra ófara.

Fysta skref væri að fara fram á það skilyrðilaust að samtökin séu mönnuð jafnmörgum körlum og konum á öllum vöktum því kynferðisofbledi er ekkert einkamál kvenna.

Að auki að öll stærri mál séu yfirfarin af siðferðisnefnd ( einskonar kæruaðila) sem væri óháð samtökunum undir stjórn Dómsmálaráðherra.

Guðmundur Pálsson, 19.8.2010 kl. 16:46

49 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Pálsson, þakka þér fyrir þetta. Menntun þín gefur þessum orðum þínum enn meira vægi en ella. Geri heldur ráð fyrir að margir séu þér sammála.

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 17:09

50 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skil ekki hvað er svona flókið við þetta. Maðurinn sagði:

Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum.

Af samhenginu er ljóst að vandræðin sem um er rætt er nauðgun. Manneskja sem er dauðadrukkin og ratar slysalaust heim til sín hefur ekki lent í vandræðum, nema ef kalla megi timburmenn daginn eftir vandræði. Ég er viss um að enginn er að halda því fram að Björgvin hafi þarna verið að tala um þynnku.

Ef lögregluforinginn hefur sagt að nauðgun sé ábyrgð fórnarlambsins vegna drykkju eða eiturlyfjanotkunar á hann að sjálfsögðu að segja af sér eins og hann hefur gert.

Ef hann sagði eitthvað annað og vitlaust er haft eftir honum á hann að koma leiðréttingu við eða biðja um afrit af viðtalinu til samþykkis áður en það er birt.

Hinsvegar ef við heimfærum orð Björgvins upp á samskipti við óheiðarlegt fjölmiðlafólk gæti það verið á þessa leið:

Oftar en ekki eru viðtöl þar sem ranglega er haft eftir viðmælenda tengd hugsunarleysi og blindu trausti til fjölmiðlafólks og ekki á ábyrgð neins nema viðmælandans sem er útsettur fyrir því að láta snúa út úr orðum sínum eða leggja honum orð í munn. Blaðamaðurinn sem hefur rangt eftir ber hér enga ábyrgð á sínum gjörðum.

Theódór Norðkvist, 19.8.2010 kl. 19:30

51 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Lýðheilsustöð:

Hvað gerir áfengi?

Þrátt fyrir mikið tal um lyf og nauðganir er það engu að síður staðreynd að áfengi er oftast það vímuefni sem var haft um hönd þegar nauðgun er annars vegar.

Áfengi hefur ýmis áhrif á okkur en við verðum þó að bera ábyrgð á hegðun okkar undir áhrifum. Áfengi losar um hömlur og fólk notar það oft í þeim tilgangi að slappa af eða auka þor. Áfengi skerðir fljótt dómgreind og ekki þarf mikla neyslu til þess að rökrétt ákvarðanataka verði erfiðari. Eftir sem áður ber fólk ábyrgð á hegðun sinni.

Neikvæðar afleiðingar áfengis geta verið ýmsar.

  • Manneskja sem er mikið drukkin er ekki í ástandi til að veita meðvitað samþykki.
  • Manneskja sem er mikið drukkin á erfitt með að skýra frá tilfinningum sínum og ásetningi.
  • Skert hæfni/vilji til að taka því sem önnur manneskja segir (segir nei, snýr sér undan).
  • Skert hæfni til að standast þrýsting annarra um að ná sínu fram.
  • Manneskja sem er mikið drukkin getur átt erfitt með að átta sig á og bregðast við því að árás sé yfirvofandi.

Áfengi er aldrei afsökun!

Þrátt fyrir að algengast sé að áfengi hafi verið haft um hönd gerist það einnig að fólki sé byrlað lyfjum. Það er mikilvægt að fylgjast vel með glasinu sínu, fylgjast með vinum sínum og grípa inn í ef eitthvað virðist óeðlilegt.

Heimild. Lýðheilsustöð

Benedikt Halldórsson, 19.8.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband