Alkul íhaldsins

Sjálfstæðisþingmenn segjast ekkert eiga vantalað við þingmenn Samfylkingarinnar, eins og þau Helga Hjörvar, Skúla Helgason, Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Mörð Árnason.

Þau verði sniðgengin og haldið úti í kuldanum. Þau verði ekki einu sinni virt viðlits.

Sama er upp á teningnum gagnvart framsóknarþingmönnunum Birki Jóni Jónssyni, Siv Friðleifsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur.

Ekki veit ég hvort þetta fólk leggst í kör vegna þessara orða eða hlær sig máttlaust yfir barnaskapnum.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem sagt farinn í 40 ára fýlu, sem er óheppilegt því að varaformaður flokksins var að heimta kosningar í haust. Nú liggur fyrir að Sjálfstæðismenn vilja ekki vinna með því pakki sem sendi Geir fyrir Landsdóm og eru því ekkert á leiðinni að stjórnarborðinu næstu misserin samkvæmt því. Ekki er hægt að túlka þetta á annan veg.

Mín vegna er það í góðu lagi, en ég hef meiri áhyggjur af einstaka þingmönnum, nú þegar þetta alkul íhaldsins skellur á.

Þarf ekki forseti þingsins að endurraða þingmönnum til sætis til að fyrirbyggja upphlaup og jafnvel slagsmál í þingsalnum þegar heiftin og hatrið hafa náð þessum áður ókunnu hæðum?


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki fulldjúpt í árina tekið að nefna meirihlutann pakk?

Það standa öll spjót á Geir enda var hann „kallinn í brúnni“ þegar allt fór fjandans til haustið 2008. Af hverju aðhafðist Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn ekkert þó margar aðvaranir höfðu borist? Fyrir vikið töpuðu tugir þúsunda Íslendinga ævisparnaði sínum í formi hlutabréfa og lífeyrissjóðir sennilega ekki minna. Eigum við að sætta okkur við það þegar um vísvitandi kæruleysi er um að ræða?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.9.2010 kl. 11:18

2 identicon

Sammála Guðjon Sigþór.

Það er staðreind að Sjálfstæðismenn voru með í hruninu og kanski höfuðpaurar, en þeir voru fleirri og Geir getur ekki verið skipstjóri þegar hann heldur ekki einn í stýrið í brúnni. Það er ekki hægt nema með meirihluta á þingi eða hvað. Hinir studdu Sjálfstæðisflokkinn í þessari helja för sem lagði landið í rúst.

Einelti gerist i leikskólum lansins og fylgir þessu liði á þing en það er ekker minna einelti að nota þessa takttík að fá Geir einan felldan. Það litur óneitanlega út að þetta hafi verið samráð en það þarf ekki að hafa verið það samt sem áður.

Þegar endurskoðendur skrifa undir aðrar eins fjarstæður er ekkert skrítið að allt og allir falli í gildru. Og svo ætlar VG og nokkrir SF menn eyða peningum sem væru betur varið i sjúkrahus , leikskola eða aðra opinbera starfsemi.

Er ekki nógu mikið farið í súgin í öllu þessu þrasi um tvíræð réttarhöld. Lögfróðir menn eru óvissir og með líka margar skoðanir sem þeir eru margir.

Allir fjórflokkarnir eru meðsekir og ættu heldur að leiðrétta og setja ný lög sem koma í veg fyrir svona svindl gangi endalaust upp. Stefja græðgisvæðinguna og flytja hana nær heilbryggðri skynsemi.

Setja lög sem gætir eingra tvímæla og henda út þessum lagaprófessorum sem eru að skrifa lög sem fáir skilja.

Stundum dettur manni í hug að þeir gera í mörgum tilfellum flókin og erfið lög til að gera réttarkerfið flóknara og þar með verður það dýrara sem sagt tekur leyngri tíma = x verð lögfræðitíma. Veit ei hvað þeir taka á tímann og langar ekki að vita það. Og jafnvel til að hafa hol sem þeir geta notað í eigin þáu þegar þörf krefur fyrir skjólstæðinga sína til að flækja mál og ruggla anstæðinginn.

Áfram Ísland…Einga fílupokastæla. Reynum heldur að ná í eins mikið og hægt er af stolnu fé..!!!! ..Með lögum skal land ”byggja” en ekki  ”leggja í rúst” eins og verið hefur.

Ingolf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband