Er ríkisstjórnin að styrkja sig í sessi þrátt fyrir allt?

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gagnrýndi bankana í stefnuræðu sinni fyrir að draga lappirnar þegar komi að því að leysa úr stöðu einstaklinga sem eru að komast í þrot.  „Við þetta verður einfaldlega ekki unað og stjórnvöld hljóta að fara fram á skýringar og úrbætur," sagði Jóhanna."

Ræður forystumanna okkar í kvöld voru allar athyglisverðar, hver á sinn hátt. Jóhanna Sigurðardóttir hefur aldrei verið beisin í ræðustólnum, en innihald orða hennar vega alltaf þungt. Það vita allir Íslendingar, sem ekki eru blindaðir að stjórnmálalegu hatri, að Jóhanna hefur alltaf barist fyrir litla manninn á Íslandi, eins og hún á kyn til. Það hefur greinilega ekkert breyst. Af orðum hennar á 68. afmælisdegi sínum er ljóst að engan bilbug er að finna á Jóhönnu. Til hamingju með daginn Jóhanna! Á RÚV klukkan 10.10 útilokaði Jóhanna alls ekki þjóðstjórn og hefur boðað formenn allra flokka til fundar á morgun.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er að öllum öðrum ólöstuðum langbesti ræðumaður Alþingis. Hann brást ekki í kvöld. Flutti þrumandi ræðu, að mestu blaðlausa. Þeir sem vilja saka þann mann um óheilindi gagnvart þjóðinni sinni þurfa á meðferð að halda, en slík meðferð mun ekki vera í boði. Viðfangsefni fjármálaráðherrans, sem hann fékk í fangið eftir hrunið, eru þau erfiðustu sem nokkur ráðherra hérlendis hefur fengið inn á sitt borð frá stofnun lýðveldisins. Steingrímur er sem klettur, sem brýtur á, en brotnar ekki. Hvað sem hver segir.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði margt ágætt, en var um margt hálf skömmustulegur í gagnrýni sinni á stjórnvöld, enda þekkir hann ágætlega þau spor og þá stigu sem hans flokkur fetaði árin fyrir hrun og hvað þau spor skildu eftir sig í þjóðarsálinni. Eitt stóð þó upp úr í hans málflutningi og það ber að virða. Hann talaði um atvinnulífið og öll tækifærin sem virðast vera að glatast vegna óskiljanlegra viðhorfa ríkisstjórnarinnar, eða einstakra ráðherra hennar. Bjarni er svo sannarlega ekki einn um að furða sig á ragmennsku og fælni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum þjóðarinnar. Ekkert minntist Bjarni á AGS og aðkomu samtakanna að efnahagslífi Íslendinga. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kom fram sem ört vaxandi stjórnmálamaður. Hann flytur mál sitt ágætlega, er ferskur og hefur oft aðra sýn á málin en kollegar hans í Framsóknarflokknum, nú eða aðrir þingmenn. Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegn um mestu endurnýjun allra fjórflokkanna og það er vel. Sigmundur Davíð sýndi pólitískan kjark þegar hann sannfærði flokkinn sinn um að vert væri að verja minnihlutastjórn vinstri aflanna falli. Það er augljóst hverjum manni sem sér, hugsar og hlustar að þessi ungi forystumaður Framsóknar er ekkert annað en gott innlegg í íslenska pólitík. Hans er framtíðin ef hann heldur rétt á spilunum.

Þór Saari, leiðtogi Hreyfingarinnar, flutti mál sitt ágætlega. Í ræðu hans var fátt annað en gagnrýni, eins og títt er um ræðumenn sem bera enga ábyrgð á stjórnmálum fyrri ára og þaðan af síður raunum stjórnvalda nú. Ræða Þórs var á engan hátt lausnamiðuð. Þá er alltaf hætt við að menn skjóti í allar áttir, með gagnrýni, sem léttvæg verður að teljast og oftar en ekki angar af ilmi lýðskrumsins, þeim ilmi sem ræðumaðurinn telur að fangi hlustendur. Þá hlustendur sem alltaf taka umbúðirnar fram yfir innihaldið. Með ræðu Þórs Saari í kvöld hefur Hreyfingin fest sig í sessi sem flokkurinn sem mun á komandi misserum berjast harðri baráttu við 5% múrinn. Að vera inni eða úti, en gangi þeim vel, margt ágætt hefur komið frá þeim, annað lakara eins og gengur.


mbl.is Bankarnir hafa dregið lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú hef ég þín orð fyrir því að ég þurfi á meðferð að halda ágæti bloggvinur. Ég kem til með að "fara vandlega yfir það mál og draga af því lærdóm" eins og ráðherrar Sjallanna forðum þegar þeir fengu dómana.

Ég hlýddi á eina ræðu sem ég hefð verið sáttur við að flytja. Hana flutti Þór Saari að sjálfsögðu. Margrét Tryggvadóttir flutt líka afar góða ræðu.

Flestir óbreyttir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna fluttu snörpustu ádeilurnar á ríkisstjórnina.

Óþarflega margir ráðherrar heyrðist mér vera að koma að vandamálum þjóðarinnar eftir hrun sem þeir hefðu ekki heyrt af fyrr en í dag en væru staðráðnir í að takast á við með hörku.

Árni Gunnarsson, 4.10.2010 kl. 22:17

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Herra Árni Gunnarsson.

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það vantar í könnunina Björn, að mínu viti,  möguleikann að ný meirihlutastjórn verði mynduð án kosninga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2010 kl. 22:31

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, láttu ekki svona, hver nennir að standa í svoleiðis vitleysu? Jóhanna ætlar hvort eð er að mynda nýja þjóðstjórn í fyrramálið. Samt auðvitað rétt hjá þér, eins og fyrri daginn!

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 22:51

5 identicon

Mér finnst þú vera auli..alveg rétt  og meira til...

Hver er svo vitlaus að hrossa lady gaga og skallagrím fyrir að stunda landráð með ice-slave ( helvitis svavar ) og svo esb  ( drullusokkar í samspillingu)..

svo ekki gleyma valdasjuklinginn  ommi ( herforinginn sem grét lengi til að fá aftur sættið )..

burt með ykkur  drullusokkar..

drullusokkar

Íslendingur (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 22:55

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég missti af öllum ræðunum en hlustaði á tunnuslátt. Er að vinna þetta upp núna

Sigurður Sigurðsson, 4.10.2010 kl. 22:59

7 identicon

Það á að taka Framsókn inn í stjórnina undir frosæti Steingríms og Guðbjartur verði fjármálaráðherra.  Sigmundur Davíð í eitthvað af því sem eftir stendur. Annað skiptir minna máli.

Að öðru:  Er er ekki kominn tími á að mála bankana?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 23:03

8 Smámynd: Björn Birgisson

Að kenna færslu #5 við Íslending er ekki hægt og höfundi hennar til ævarandi skammar. Líklega er höfundurinn bara venjulegur asni, sem alvöru fólki ber að fyrirgefa vegna vanþroska æskumanns eða einhverra alvarlegri kvilla, sem líklega verður ekki komist fyrir vegna niðurskurðar í Heilbrigðiskerfinu.

Sjáið þetta:

"Hver er svo vitlaus að hrossa lady gaga og skallagrím fyrir að stunda landráð með ice-slave ( helvitis svavar ) og svo esb  ( drullusokkar í samspillingu)"

Besti brandarinn sem ég hef heyrt í kvöld! Endilega meira svona! Kvöldið er enn ungt!

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 23:05

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Björn reit:

Ræða Þórs var á engan hátt lausnamiðuð. Þá er alltaf hætt við að menn skjóti í allar áttir, með gagnrýni, sem léttvæg verður að teljast og oftar en ekki angar af ilmi lýðskrumsins, þeim ilmi sem ræðumaðurinn telur að fangi hlustendur.

Hver annar en Þór boðaði einmitt lausnir. Hann taldi upp mörg frumvörp sem hann hyggist bera upp sem lausnir. Engir aðrir óbreyttir ræðumenn gerðu það. Hann var einmitt ekk  með lýðskrum heldur  hélt sig á þeim nótum sem hann og Hreyfingin eru þekkt fyrir. Þessi greining hjá þér Björn er skrifuð með of flokkspólitískum gleraugum að mér finnst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 23:36

10 Smámynd: Björn Birgisson

Svanur Gísli, ég þakka þér þitt innlit. Það skemmtilega við lýðræðið er að þér má finnast hvað sem þú vilt. Ég virði skoðanir þínar og hlusta á þær.

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 00:36

11 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, þessi stjórnarmyndun þín var allrar athygli verð. Fer þá Jóhanna bara á ellilífeyri?

Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 00:44

12 identicon

Úrræðin sem Jóhanna hefur komið með eru hver? Frysting lána, sem nú verða ekki meir, það kalla ég frestun ekki úrlausn. Frestun uppboða, sem nú verða ekki meiri, hvernig getur það kallast úrlausn? Greiðsluaðlögun, sem endar á þann hátt að seinni helming mánaðars skaltu svelta, og svo kýs hún að horfa fram hjá því að langflest uppboð eru að kröfu Íbúðarlánarsjóð! Sá sjóður keypti mína íbúð á 500 þúsund, matsverð á fasteignasölu er 24 milljónir, Það eru ekki bankarnir heldur Jóhanna og co.

Óheilindi Steingríms eru æpandi. Áður en hann settist í ráðherrastól, þá sagði hann að ekki kæmi til greina aðkoma AGS hér á landi. Nú beygir hann sig allan undir AGS og þeirra skilyrði. Steingrímur lofaði því fyrir kosningar að heimilin í landinu verði í forgangi. Þú þarft ekki annað en að skoða viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til AGS til að sjá að bankar og auðvald hefur allan forgang. Óheilindi Steingríms felast í því að ganga til samninga um greiðslu íslenska ríkisins á óviðurkenndri skuld. Þar ætlaði hann að skuldbinda ríkissjóð til að greiða þjófnað einkaaðila. Óheilindi hans felast í því að pína skelfilegan samning í gegnum þingið, og nokkrum dögum síðar bjóða samningsaðilar betri kjör. Viðfangsefni hans eru vissulega erfið, og augljóslega honum ofviða.

Þú þarft svo að fara betur yfir ræðu Saari ef þú tókst ekki eftir neinum lausnum í málflutningi hans. Hvort það eru góðar lausnir er allt annað mál, ein úrbætur hafði hann fram að færa.

Get tekið undir flest það sem um aðra er sagt.

Árni Halldórss (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband