Nú hljóp Eva Joly á sig

"Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið."

Þeirri ágætu konu er auðvitað frjálst að hafa skoðun á þessu eldfima máli hérlendis, en hvort það er við hæfi að viðra hana með þeim hætti sem hún gerði er vægast sagt umdeilanlegt.

Eva Joly var hingað fengin, vegna reynslu sinnar, til að aðstoða vanmáttug yfirvöld við rannsókn á stærsta bankahruni Vesturlanda og þar hefur hún unnið gott starf sem ber að þakka.

Hún var ekki hingað fengin til að veita þjóðinni pólitíska ráðgjöf.

Hvorki um ESB né annað.

Hún hefði alveg mátt sleppa þessu innleggi, eða fresta því um alllanga hríð.

Á þessum tímapunkti var það ósmekklegt.

 


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Starfsemin hennar hérna hefur verið alveg flekklaus og því leiðinlegt að hún ætli sér að kveðja landið á þennan hátt.

Geiri (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Björn Birgisson

Geiri, svo sem enginn endir alls, en tæplega smekklegt. Hún veit að þjóðin virðir hana mikils og veit manna best að þessi orð hennar hafa pólitíska vigt hérlendis.

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 15:58

3 identicon

Hingað koma margir, mismunandi þekktir og áhrifamiklir, og eru látnir rökstyðja skoðanir sína á því hvort vegna við eigum annað hvort að ganga í ESB eða ekki. Öll þau rök eru áhugaverð innlegg í umræðuna hér sem annars einkennist um of af skotgrafahernaði fólks sem er að verja einhverja ákveðna hagsmuni hér landi, oft fremur þrönga. Er einhver ástæða til þess að ritskoða útlendinga með skoðanir?

Matthías (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 16:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Matthías, Eva Joly kom hingað mjög sérstakra erinda. Hún er fjarri því að vera eins og hver annar útlendingur á Íslandi, en eins og ég sagði, henni er auðvitað frjálst að hafa og tjá skoðanir sínar. Spurning um smekk.

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 16:33

5 identicon

Jú, Björn, rétt er það, en hún kom til að ljúka ákveðnum erindum og að því búnu virðist hún vera til í að ræða annað.

Einhvern veginn sýnist mér Eva nú ekki vera ein þeirra sem hefur mjög gaman af því að liggja á skoðunum sínum og Egill gaf henni gott færi til að tjá sig. Hún sagðist líka ætla að koma hingað nokkrum sinnum á ári í framtíðinni og ég reikna ekki með að það verði nú bara til þess að þegja.
Væri ekki skynsamlegra að rökræða það sem hún segir en að gagnrýna að hún skuli voga sér að segja það?

Matthías (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 16:48

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Væri ekki skynsamlegra að rökræða það sem hún segir en að gagnrýna að hún skuli voga sér að segja það?"

Góður punktur. Ætli það verði ekki gert hvort eð er?

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 17:02

7 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Var það ekki Egill Helgason sem hljóp á sig? Það var alveg fyrirséð hvernig Eva Joly myndi svara. Hún situr á Evrópuþinginu og undirbýr forsetaframboð. Auðvitað er hún fylgjandi aðild Íslands. 

Með því að spyrja Evu út í ESB aðildina var Egill að reyna að styrkja stöðu aðildarsinna en um leið dró hann úr slagkraftinum sem fylgir málflutningi Evu á hennar sérsviði sem eru efnahagsglæpir. Það var mjög óheppilegt. 

Guðmundur Guðmundsson, 17.10.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, takk fyrir þetta. Svo Egill Helgason er skúrkurinn í málinu?

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 17:25

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er búið að afnema mál- og skoðanafrelsi á Íslandi? Fór það líka í hruninu?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 17:30

10 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn minn, afnema? Ég spyr á móti: Hefur mál- og skoðanafrelsi einhvern tímann verið 100% virkt á Íslandi?

Ef einhver er að misskilja færsluna mína, þá skal upplýst að hún fjallar aðallega um smekk eða smekkleysi hinnar ágætu Evu Joly.

Ekki um mál- og skoðanafrelsi.

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 17:38

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Björn minn, athugasemd þín er mun betri en mín. Þar hitturðu naglann beint á höfuðið. Ég hins vegar varpaði þessu fram vegna þess að mér finnst menn gera úlfalda úr mýflugu, auðvitað vill Eva sjá ísland í ESB, það er löngu vitað. Allir útlendingar sem ég tala við vilja ísland í ESB. Ekki nokkur vafi. Auðvitað vill Eva sjá ísland í því umhverfi sem hún lifir í og þekkir best og treystir, skárra væri nú! Viljum við ekki sjá ESB í íslandi? Sjá sambandinu borgið  (sorrý mátti til)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 17:46

12 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Allt rétt sem Eva sagði ,auðvitað á að ganga í ESB og þó fyrr hefði verið,annað er heimska.

Árni Björn Guðjónsson, 17.10.2010 kl. 17:47

13 Smámynd: Björn Birgisson

Nú? Hvað sé ég? Eru ESB sinnar á Moggablogginu? Er það ekki verkefni fyrir Davíð að tækla? Ætli hann leggi ekki bloggið niður eins og Þjóðhagsstofnun forðum?

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 17:58

14 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rök hennar fyrir inngöngu okkar eru fáránleg - ESB græðir svo mikið á inngöngu okkar - það er rétt - er það okkar keppikefli -

hún lauk veru sinni hér með því að blanda sér í tvö deilumál - það voru mistök -

ég hefði viljað sjá eitthvað bitastætt - kærur - peninga - nöfn -

og svo líka á hvaða launum hún var og fyrir hve mikla vinnu - sem og hvort gerður var við hana starfslokasamningur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.10.2010 kl. 18:10

15 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég held við finnum skúrkana annars staðar en Egill gat bara ekki stillt sig um einfalda sölubrellu. "Birgitta Bardot notar þetta krem og allir sjá hvað hún er sæt." "Eva Joly styður inngöngu okkar í ESB og allir vita hvað hún er klár".

Guðmundur Guðmundsson, 17.10.2010 kl. 18:10

16 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, er Birgitta Bardot ennþá sæt? Hún var ansi fönguleg á blómaskeiðinu sínu og var það ekki fyrir tíma fegrunaraðgerðanna?

"Eva Joly styður inngöngu okkar í ESB og allir vita hvað hún er klár".

Djöfull er Egill Helgason klár sölumaður. Er hann á réttri hillu?

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 18:17

17 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Ingi, einhvers staðar sá ég að ekki hafi verið gerður við hana starfslokasamningur. Sel það þó á sama verði og keypt var á.

Undarlegur er pirringur hægri manna út í Evu Joly. Einhver skýring á því?

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 18:20

18 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sumir af þeim sem eru pirraðir núna eru það vegna þess að þeir eru á móti því að við göbgum inn í ESB af tilfinngalegum ástæðum. Hugsum rólega. Vegum og metum rök með og á móti málefni. Þetta er mín áskorun í dag.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.10.2010 kl. 19:57

19 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Halldór Guðmundsson, þín áskorun fyrir daginn í dag er góð. Gildir hún ekki líka fyrir næstu daga?

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 20:13

20 identicon

Ólafur Ingi segir:

"ég hefði viljað sjá eitthvað bitastætt - kærur - peninga - nöfn -"

Svoleiðis sammála. Og dóma...

Joly vann vonandi eitthvað sem leiðir þess til. En....Bardot er mun hrukkaðri :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:47

21 identicon

Æ, eins og bloggið þitt er oft gott þá detturðu stundum ofan í svona pytti. Hvers vegna í ósköpunum ætti Eva Joly ekki tjá sig um ESB sem hún gjörþekkir?

Eva Joly virðist hafa ýmsa yfirburði yfir mjög marga aðra, bæði hvað varðar gáfur, víðsýni, þekkingu, reynslu og hugrekki - og þess utan virðist mér hún vera vel innrætt og góð manneskja.

Ég treysti henni og hennar dómgreind svo miklu betur en mörgum sem þykjast allt vita um ESB - og hef einmitt sérstakan áhuga á að heyra hennar mat.

Hulda (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:24

22 Smámynd: Björn Birgisson

Hulda mín, kærar þakkir fyrir innlitið og hlýleg orð til afdalakarls frá virðulegu borgarbarni. Vitaskuld geta öll mín skrif ekki fallið öllum í geð, en pytturinn sem þú nefnir, er svo grunnur að ekki vatnar yfir gömlu svart/hvítu tékknesku gúmmískóna. Oft hef ég nú fallið dýpra, en aldrei þurft á björgunarsveitum að halda. Eigðu góðar stundir og forðastu að láta púðrið vökna í pyttum þessa lands.

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 22:35

23 Smámynd: Einar Karl

Já takk - kannski!

Með kveðju

Einar Karl, 17.10.2010 kl. 22:47

24 Smámynd: Björn Birgisson

Já takk - kannski! Einar Karl.

Með kveðju, Björn

Björn Birgisson, 17.10.2010 kl. 23:42

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kanski skilur Eva Joly að Íslendingar þurfa barnapíu í peningamálum. Og þess vegna eru þeir betur geymdir í ESB sem segir okkur síðan fyrir verkum...

Enn þeir sem kritisera mest þetta bankahrun ættu að fara að gefa kost á sér að laga þetta rugl á Íslandi. Ég mæli með útlenskum forstjóra sem er vanur rekstri stórfyrirtækis, sem hefur engar tengingar í landið eða neinn hérna og gefa þingi og öllum þreyttum þingmönnum frí frá störfum.

Óskar Arnórsson, 18.10.2010 kl. 08:40

26 identicon

Hver er þessi Eva Jollí?

Bravó (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband