Enn einn stjórnarskrár farsinn?

Að sögn Þórhalls Vilhjálmssonar ritara landskjörstjórnar eru frambjóðendur til stjórnlagaþings á bilinu 400-450 talsins.

Já, það var ekkert annað! Verður þá ekki kjörseðillinn á þykkt við símaskrána?

Margir eiga eftir að draga framboð sín til baka ef að líkum lætur.

Er þetta ekki að verða dálítið farsakennt?


mbl.is Á fimmta hundrað í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Samt væri athyglisvert að sjá hverjir þessir 300+ eru sem skiluðu framboðinu í nótt og morgun....
Ef allir eru þarna til að koma sínum áhugamálum að þá líst mér ekki á blikuna Björn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2010 kl. 17:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Á næstunni mun dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, samkvæmt lögum, útbúa kynningarefni um frambjóðendur, sem verður dreift inn á öll heimili í landinu og birt á vefnum.

Nýtt jólabókaflóð í nóvember?

Björn Birgisson, 18.10.2010 kl. 17:37

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég bauð mig fram og er frekar bjartsýnn á framhaldið - hvort sem ég kemst inn eða ekki.

Ég skrifaði þessa stuttu lýsingu á eyðublað landskjörstjórnar (má vera 700 slög):

Ég tel að ný stjórnarskrá sé liður í því að sameina þjóðina á ný eftir sundrunguna sem fylgdi hruninu 2008. Ég vil að tillaga stjórnlagaþingsins að nýrri stjórnarskrá fari ekki eingöngu til Alþingis til framhaldsumræðu og ákvörðunar. Hún skal einnig send til umræðu meðal allra Íslendinga, á hvern vinnustað, hvert heimili og í allar skólastofur, svo að hún verði að lokum þjóðareign sem upplýsir þjóðina um sínar skyldur og sín réttindi. Leiðarjós mitt er virkt lýðræði og betra þjóðfélag á tveggja alda ártíð Jóns Sigurðssonar. Í því felst að stjórnarskráin innihaldi m.a. ný ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, jafnt vægi atkvæða og þjóðareign mikilvægra auðlinda .

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hjálmtýr, þú skuldar mér 100 kall fyrir þessa auglýsingu!. Gangi þér vel!

Björn Birgisson, 18.10.2010 kl. 17:51

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég sé að fléttingar á síðunni eru rúmlega 500 hjá þér. Þetta er hagstætt verð.

Þakka óskir um gott gengi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður Líndal gefur þessu stjórnlagaþings tiltæki ekki háa einkunn og hvernig að því er staðið. Ég óttast að hér verði hundruðum milljóna eytt í stjórnlagaþing sem engu skilar nema þrasi og þrefi. Svo var kannski aldrei ætlunin að neitt kæmi út úr þinginu og tilgangurinn aðeins sá að slá ryki í augu almennings.

Alþingi hefur svo síðasta orðið og líklegt að þar verði öllu draslinu á haug kastað, hvernig sem það lítur út. Enda líklegt, ef marka má umræðuna, að helstu breytingatillögurnar á stjórnarskránni verði að færa vald frá Alþingi til þjóðarinnar, á einn eða annan hátt.  Það verður ekki vinsælt á Alþingi Íslendinga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband