Til hvers mun brúarsmíði Sjálfstæðisflokksins leiða?

Samfylkingin sokkin niður í 18% fylgi, en VG hangir í 18%, sem er viðunandi fyrir þann flokk. Þessi könnun er sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Hrun Samfylkingarinnar er farið að minna á Alþýðuflokkinn sáluga og hans pólitísku örlög.

"Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup hefur fylgi ríkisstjórnarinnar hrunið. Hún nýtur nú stuðnings 30% aðspurðra, en naut stuðnings 40% í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV."

Tilviljanir geta verið margar í pólitíkinni.

Þessi könnun birtist í dag og Sjálfstæðismenn birta einnig ítarlegt plagg um sínar áherslur á þeirri vegferð að leiða þjóðina til betri vegar, en það geta þeir alls ekki án samvinnu við annan flokk eða aðra flokka.

Öllum hefur lengi verið ljóst að ríkisstjórnin er með of mörg lík í lestinni til þess að nauðsynleg einurð og samstaða skapist, til þess virkilega að taka á stóru málunum með einhverjum árangri. Ekki ætla ég að nefna þau lík sérstaklega, en tel að ekki þurfi DNA rannsóknir til að þau þekkist.

Með tillöguflutningi sínum í dag er Sjálfstæðisflokkurinn kominn í brúarsmíði. Flokkurinn sá stendur á nýhönnuðum brúarsporðinum öðru megin við hyldýpið, en á hinum bakkanum stendur flokkurinn sem brúarsmíðinni er ætlað að ná til. Það er Samfylkingin.

Samvinna þessara flokka virðist í fljótu bragði fjarlæg, en í pólitíkinni er ekkert óhugsandi.

Það kunna að vera mikil tímamót framundan í stjórnmálum Íslands.

Tímamót sem fólk lengst á vinstri vængnum mun ekki fagna.


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, nei takk það held ég ómögulega. Það var ekki beysin útkoma úr samstarfi þessara flokka fyrir hrun. Góður vinur minn, áhrifamaður í Samfylkingunni sagði við mig í dag að Samfylkingin ætti eftir að gera hrunið upp. Það þýðir ekki að hlaupa frá ábyrgðinni. Kenna öðrum um. Hver og einn verður að bera ábyrgð á gerðum sínum. Það er enginn leiðtogi í flokknum og enginn sjáanlegur í næstu framtíð. Því þarf hvíld og uppstokkun.

Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að hreinsa betur út áður en þeir verða stjórntækir. 

Kannski fara Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn saman í stjórn. Jón Gnarr verður Utanríkisráðherra, þannig að enginn taki eftir að skipt hefur verið um grínara. Í Borginni verður Dagur borgarstjóri, og fer að segja brandara. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2010 kl. 23:23

2 Smámynd: Björn Birgisson

Úpps, eitthvað hefur farið fram hjá mér! Það líkar mér illa.

Björn Birgisson, 1.11.2010 kl. 23:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í mínum skilningi er Besti flokkurinn sá pólitískt óskilgreindi hópur sem krafðist þess að fá pólitískan fáránleika ódulbúinn. Besti flokkurinn er ekki stjórnmálaafl af neinum pólitískum toga. Eiginlega má miklu fremur kalla hann níðstöng gegn stjórnmálaflokkunum á Íslandi.

Sú spurning sem ég skynja að brennur mest á fólki í dag er hvaða hugmyndafræði verður okkur boðið upp á til að reisa við þetta hrunda samfélag. Og margir spyrja sig hvenær hrunið verði gert upp? Hér voru framin stærri rán en dæmi eru um í Íslandssögunni og þessi rán voru fjölmörg og þar komu við sögu allmargir þjóðkunnir einstaklingar. Að enginn þjófur sé í spilinu þegar rán er framið telja margir að muni vera einsdæmi í veraldarsögunni.

Nokkru fyrir hrun stálu nokkrir Framsóknarmenn 30 milljarða sjóði sem þeir höfðu hremmt án heimildar og leikið sér með óáreittir. Þetta mál er á allra vitorði og það er komið inn á borð hjá ríkissaksóknara það ég best veit.  Þessi sjóður sem kassinn Gift var smíðaður utan um endaði í 50 milljarða mínus. En allir þeir einstaklingar sem léku sér með milljarðana sprikla enn óáreittir í viðskiptalífi þjóðarinnar og láta bara heldur vel af sér að sögn kunnugra.

Og svona dæmi eru fjöl - fjölmörg hjá okkur í dag og þjóðin er orðin sljó. Enginn býst lengur við að nokkur verði látinn bera ábyrgð á neinu sem skrifast í hærri tölu en hálfum milljarði.

Var ekki bótasjóði Sjávár barasta stolið og enginn bar á því nokkra ábyrgð?

Árni Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

30% fylgi - ótrúlegt - kanski stafar það af því að fjölmiðlar hafa brugðist því hlutverki sínu að greina fólki frá innihaldi Viljayfirlýsingarinnar - látið hjá líða að kanna raunverulegar afleiðingar verðhækkana og víxlverkana þeirra - ekki skoðað ástæðu þess að atvinnuleysið er ekki meira en fram kemur í opinberum tölum og svo stafar þetta mikla fylgi stjórnarinnar væntanlega einnig af  fáránlegri þjónkum RÚV -  og  Baugsmiðla við stjórnina. Ef þetta kæmi ekki til væri fylgi hennar væntanlega mun minna.

Sjálfsagt hefur það líka áhrif að stjórnarandstaðan fær lítið pláss hjá fréttamönnum og í spjallþáttum hverskonar - ráðherrar eru teknir í viðtöl í fréttatímum og fá að hæla sér á meðan þjóðinni blæðir út.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar fá lítið að tjá sig nema hugsanlega lýðskrumarar Hreyfingarinnar.

Það er reyndar í samræmi við "fréttaflutning fáránleikans"  af athöfnum fyrrverandi borgarstjóra Jóns narr sem þarf hvergi að svara fyrir eitt eða neitt annað en drag - klámsíðunotkun - borgarmerkið sem hafnaði honum og andleg veikindi sín og almennt getuleysi.

Fjölmiðlar ( reyndar eru þeir flestir Baugsmiðlar ) Rúv og Mogginn verða að taka sig á- Rúv verður að rjúfa ástarsamband sitt við Sf -

Morgunblaðið verður líka að fara að setja fram rannsakaðar fréttir - Hversvegna er staða Haga eins og hún er í dag - í rauninni - hver er eignastaðabankanna ? Hversu mikið fé þarf/þurfti ríkið raunverulega að leggj bönkunum til ? Hver er raunveruleg staða Landsbankans í bretlandi ? Hvað kemur mikið upp í Icesave? Hversvegna er enn verið að tala um hundruðir milljarða sem ríkið eigi að greiða vegna þeirra þegar ekkert liggur fyrir um að við greiðum eitt eða neitt? Hversvegna er þjóðin skattlögð vegna kanskiútgjalda?

Hvar eru fjölmiðlarnir?

Stjórnin má þakka fyrir linkind þeirra - sennilega væri fylgi hennar 10% ef staðreyndir fengju að koma fram í fjölmiðlum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 04:20

5 identicon

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer að vinna með landráðamönnunum,  þá mun hann glata öllu fylgi sínu til frambúðar. Þá mun merkingin á X-D breytast allaverulega, því þá verður bara fyrrverandi Sjálfstæðisflokkurinn...Ef fólkið snýr sér á ný að Sjálfstæðisflokknum verður það út af sálfræðilegu aðdráttarafli sem felst í nafni hans, fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á föðurlandssvikurum. Og ef hann svíkur okkur þá líka, þá fer það illa að liðsmenn hans munu verða að flýja land, því það yrðu tvöföld svik.

7 (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 07:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

8,5

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 08:50

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Ingi. Er það misminni að ríkisstjórn Geirs H. Haarde (þessi sem ætlaði að græða á daginn og grilla á kvöldin) hafi átt viðræður við AGS og skrifað undir einhvern fjandann í tengslum við ábyrgð á skuldum Icesave?

Árni Gunnarsson, 2.11.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband