Birtir aðeins, einum langa skugganum færra

"Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa samninganefndirnar nú komið sér saman um grundvallaratriði í nýju samkomulagi um Icesave. Það mun byggja á töluvert lægri vöxtum en áður var rætt um, eða um 3% vöxtum."

Það hefur alltaf legið fyrir að þjóðin þyrfti að taka á sig miklar byrðar vegna ævintýramennsku Landsbankamanna í Bretlandi og Hollandi. Bankamennirnir og hundléleg stjórnvöld sáu til þess á sínum tíma að lausir endar voru aldrei hnýttir og því verður þessi illa séði pakki okkar að greiða.

Miðað við fyrstu fréttir er þessi samningur langt um betri en fyrri drög. Sérstaklega vekja 3% vextir athygli, einnig að vaxtalaust tímabil á samningstímanum skuli vera 9 mánuðir.

Talað er um að Íslendingar greiði 40-60 milljarða, sem er verulegra lægra en svörtustu spár gerðu ráð fyrir.

Ríkisstjórnin var í tvígang gerð afturreka með eitthvað sem hún sagði vera það besta í stöðunni og nú verður hún að svara fyrir sín gönuhlaup, sérstaklega þá arfavitlausu ferð sem hún sendi Svavarsnefndina í. Sú ferð og það sem út úr henni kom, voru stórkostlegustu pólitísku axarsköpt sem þessi ríkisstjórn hefur framið.

Á næstu dögum munu þessi mál væntanlega skýrast betur. Til dæmis hve eignasafn Landsbankans  er talið verðmikið.

Sé þessu Icesave máli að ljúka, fækkar löngum skuggum sem leikið hafa um þjóðina um einn.

Það er vel.


mbl.is Vextir 3% í Icesave-samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Björn; æfinlega !

Þessi grein þín; hin nýjasta, er með því ömurlegra, sem ég hefi lesið - allar götur frá því, ég varð fluglæs, heima á Stokkseyri, hér fyrr meir (1966), Björn minn.

Sú auðsveipni; sem íslenzkir stjórnmálamenn sýna - sem og takmarkalaus hlífð, gagnvart einka rekstrar glæpa mönnunum (Landsbankans, í þessu tilviki) sannar enn og aftur, þá fullyrðingu mína, að samfélagið er 5. heims / ef ekki, þess 6.

Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt; þessi misserin, Ísfirðingur góður.

En; kunna það aðrir, svo sem ?

Ekki nema þau okkar; sem viljum koma illfyglum viðskipta svindls og stjórnmála pretta, fyrir kattarnef, í orðanna fyllstu merkingu !!!

Með; kveðjum, þó /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, leitt að valda þér öllum þessum vonbrigðum!

Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 22:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, ég er með hugmynd fyrir þig. Prentaðu þessa ömurlegu færslu út. Settu hana í ramma og sýndu öllum þínum gestum, og hverjum þeim sem þér þykir vænt um, ef það mætti verða til þess að undirstrika að vítin eru til að varast þau og einnig að læra að gjalda varhug við illmennum sem svona skrifa.

Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 22:46

4 identicon

Það er rétt Björn, nú fer að birta yfir hjá þjóðinni. Jólin nálgast með alla sína birtu, og eftir þau fer að styttast í vorið. Icesave ruglið mun að lokum taka enda með betri samningi en áður höfðu boðist. Gleymum ekki að íhaldið hafði áður skipað samninganefnd og var búið að samþykja miklu hærri vexti og miklu hærri upphæð.

Vissulega er lengra í jólin hjá rétttrúuðum, eins og Óskari. En annar hvor okkar ætti að bjóða honum í kaffi og með því sem fyrst, og reyna að hressa hann við. Hann mun að lokum fara að sjá ljósið, enda horfir allt til betri vegar, nú þegar heiðarlegt fólk stjórnar landinu.

Doddi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn minn, heldur þú að þú fáir nokkuð í skóinn eftir að hafa sagt þetta hér á Moggablogginu: Gleymum ekki að íhaldið hafði áður skipað samninganefnd og var búið að samþykja miklu hærri vexti og miklu hærri upphæð.

Er þetta hálfgert Guðlast?

Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:25

6 identicon

Sælir; Björn og Sveinn !

Getur verið; að ég þurfi að skrifa á Latínu - Sanskrít eða þá; Hebresku, til að koma meiningum mínum til skila, svo að þið náið að skilja, hvað að baki orða minna liggur ?

Að minnsta kosti; er útúrsnúninga listin, ekki mér tiltæk - og hefir ei verið, nema; þegar gamanmálin hafa verið uppi við, í orðræðu ýmissi.

En; kaffisopinn er ætíð til staðar, hér austan fjalls, ef þið ættuð leið um  - öngvu að síður !!!

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband