Nægur kjarkur?

Lilja Mósesdóttir segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um að segja skilið við þingflokk VG. „En ég er mjög hugsi eftir þennan flokksráðsfund, sérstaklega að hann skyldi ekki geta tekið undir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra" sagði Lilja.

Í sjálfu sér ágætt að þingmenn viðri skoðanir sínar og gagnrýni á forustumenn. Spurningin er nú þessi:

Er Lilja Mósesdóttir á förum úr VG?

Ég held ekki.

Held að hana skorti pólitískan kjark til að stíga það stóra skref.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún þoldi ekki að klappað væri vel og lengi fyrir Steingrími. Ég hefði klappað ennþá lengur fyrir Steingrími, hann er slíkur öðlingur.

En ég tel að Lilja sé að mörgu leiti góð líka. Hún hefur komið með góðar hugmyndir sem vert er að skoða.

Doddi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:15

2 identicon

Það er aumkunarvert hvernig er komið fyrir Steingrími J,eða þó.Össur hin illi Skarphéðinnsson og hin æruverðuga frú Jóhanna Davíðska Sigurðardóttir, hafa hreinsað svo um munar útúr heilabúi Steingríms J að hann veit varla hver hann er eða í hvaða flokki hann er,,verst að hann plataði mig til að kjósa sig,hann laug og laug og lýgur enn.Déskoti lék hann á mig.  ÍSLANDI ALLT  ALDREI ESB,,,,,,,,,,,,,,,,,hreinsum útúr Alþingishúsinu,,,,,,,,,með berum höndum..úff hve ég er illur.

Númi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hvert ætti hún að fara, ef hún hreyfir sig eitthvað?

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 15:16

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn: Lilja er farin úr flokknum. Það væri vægast sagt slepjulegt af henni að ætlast til þess að flokksfélagar hennar séu sáttir við hana eftir þessar vægast sagt skrautlegu yfirlýsingar.

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 15:19

5 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Númi, það er alltaf fúlt að láta plata sig, láttu það ekki henda aftur!

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 15:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ekki formlega. Það er það sem gildir. Þessi ummæli verða gleymd eftir viku, ef ekkert gerist í millitíðinni. Sannaðu til.

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 15:24

7 identicon

Heill og sæll Björn Ísfirðingur; sem gestir þínir aðrir !

O jæja; litlu Brezhnevarnir, þeir Sveinn Rosenkranz og Hilmar Jónsson teknir að ókyrrast, yfir sannleiks orðum Lilju Mósesdóttur (Geirmundssonar, stór vinar míns í Eyrarsveit (Grundarfirði).

Vantar bara; hinn glottuleita NATÓ- Björn Bjarnason, til þess að samsinna þeim Sveini og Hilmari.

Sjá; nyjustu færzlu mína - hvar; NATÓ Björn tekur Svavari Gestssyni, og þeim Steingrími fagnandi, inn í aðdáenda klúbb, mestu morðingja sveita Vesturlanda.

En; líkt og oftar. Litlu, verða Vöggar þessa heims fegnir - sem Björn litli Bjarnason og fleirri honum áþekkir, sanna svo glöggt.

Með kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:29

8 identicon

Björn ég er sammála, Lilja fer ekkert. 

Henni finnst gaman að baða sig aðeins í ljósi fjölmiðla, en þetta endar þar, hún hefur ekki kjarkinn til að taka skrefið..

Gulli (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:31

9 Smámynd: Björn Birgisson

Gulli, ertu að segja að hún sé lýðskrumari? Lýsing þín bendir til þess.

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 15:34

10 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, ég sé að þú ert hress að vanda. Það líst mér vel á. Ég ætla að kíkja á síðuna þína.

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 15:37

11 identicon

Ég held að Lilja gæti verið fín í Sjálfstæðisflokknum eða Hreyfingunni.

Annars eru þau nokkur svona hjá VG, kunna bara að vera í stjórnarandstöðu, meira að segja þegar þau eru ráðherrar í ríkisstjórn, þá hegða sumir flokksmenn VG eins og þau séu enn í stjórnarandstöðu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:54

12 Smámynd: Björn Birgisson

Bjöggi, kannski vill Lilja leita rótanna og endurreisa Kvennalistann sáluga! Sammála þér með stjórnarandstöðu syndrómið hjá sumum!

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 16:00

13 identicon

Björn, tha.. það er nú það.

Hún hefur aftur og aftur haldið fram hreinum þvætting, sem þó gengur í fólk sem ekki hefur skoðað málið á dýptina.

Þegar henni tekst best upp nær hún að skapa ágætan trúverðugleika með hagfræðifrösum og ágætu orðavali, þótt kjarninn í málflutningnum sé tóm þvæla.  Og aftur – málflutningur sem gengur í „lýðinn“.

Ég veit ekki. Maður ætti ekki að vera um of stóryrtur.  En hvaða orð á að nota? 

Gulli (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 16:01

14 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglissýki?

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 16:03

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála Bjögga nr 11. Sennilega er afstaða Lilju sennilega nær sjálfstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 18:31

16 identicon

Þú vanmetur Lilju , Björn. Líklega þjáist þú af staðalmyndum gagnvart konum, að þær séu kraftlausar og hafi enga leiðtogahæfileika. Lilja mun sýna þér betur. Hún ásamt Gnarr, sem tekur að sér með tímanum hlutverk eins konar andlegs leiðtoga Íslands, meðan Lilja mun sjá um stjórnkænskuna, og saman munu þau styrkja hvert annað, mun leiða þetta land. Lilja er nefnilega jafn dáð og elskuð af landsmönnum og Gnarr.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:23

17 identicon

Ég er rammskyggn og ég veit að Lilja verður næsti forsætisráðherra okkar. Hún býr yfir kjarki og styrk enn meiri en neinn þorði að vona. Og það er bein í nefinu á henni! x

Völvan mikla (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:41

18 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar, ég hef þvert á móti mikla trú á konum!

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 16:44

19 Smámynd: Björn Birgisson

Lilja forsætisráðherra? Fyrir hvaða flokk? Hvað segir Völvan mikla um það?

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband