25 þingmenn í tvo til fjóra mánuði

Þingmenn á Stjórnlagaþingi eru: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir,  Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Inga Lind Karlsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson, Pavel Bartusek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

Svo verður fróðlegt að sjá listann yfir varamennina.

Ég kaus 25 manns á laugardaginn, allur pakkinn tekinn, 100 tölustafir skrifaðir skýrt og greinilega. Örugglega gildur kjörseðill!

Ellefu minna manna og kvenna náðu kjöri. Á ég ekki bara að vera sáttur við það?

Þorvaldur Gylfason, prófessor, fékk flest atkvæði eða 7192 talsins. Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður með meiru, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, komu næst þar á eftir. Þessi þrjú voru öll á mínum kjörseðli.

Ég tel að Þorvaldur Gylfason sé svo gott sem sjálfkjörinn forseti Stjórnlagaþingsins, kjósi hann að gefa kost á sér í embættið.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Pétur Gunnlaugs inn er auðvitað alveg súrealískt..

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 16:26

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er hann ekki jafn góður og hver annar? Ég sá ekki JVJ á listanum!

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Björn Birgisson

Ég kaus 25 manns, sýnist 11 þeirra vera inni.

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú, ekki er það slæm uppskera Björn..

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 16:35

5 identicon

Afsakið orðbragðið en Guði sé lof að JVJ komst ekki inn.

Kjartan (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:37

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kjartan, kannski ætlar Guð honum eitthvert annað hlutverk og merkilegra! Hver veit?

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 16:46

7 identicon

Get vel fallist á að honum sé ætlað annað hlutverk en efa stórlega að það sé merkilegt.

Kjartan (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:51

8 Smámynd: Björn Birgisson

Svona, svona .........

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 16:52

9 identicon

Ég kaus fimm, fjórir af þeim komust á listann :D ég er bara ágætlega sátt við þennan lista. Held að þau eigi eftir að vera landi og þjóð til sóma í þessu mikilvæga máli.

Íris Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:05

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón V. er að mörgu leyti mjög góður en ekki gallalaus, því miður. Hefði gjarnan viljað sjá fleiri prestlærða en Örn Bárð ná kjöri, t.d. Hjalta Hugason sem eg tel vera einn af okkar bestu guðfræðingum um þessar mundir.

Mestu vonbrigði mín voru að Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur og kennari náði ekki kjöri. Hann hefur stúdérað stjórnarskrármál a.m.k. í 30 ár og hefði átt að hafa góð áhrif á þessa ágætu samkomu með sinni hógværu rökfestu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.11.2010 kl. 17:08

11 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, við eigum eftir að sjá hverjir verða varamenn. Það munu fleiri koma þarna við sögu en þessir 25. Er það ekki nokkur víst?

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 17:14

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Aðskilnaður ríkis og kirkju virðist njóta fylgis meðal meirihluta þeirra sem kosnir voru. Hvað finnst þér um það Björn ?

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 17:57

13 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, þætti þér betra að ég hefði skoðun á því? Kannananir hafa leitt í ljós að meirihluti þjóðarinnar vill slíkan aðskilnað, en eitt er nú að svara í könnun og annað að standa frammi fyrir ákvörðuninni sjálfri. Ég treysti Stjórnlagaþinginu ágætlega til að finna þann grunn, eða þá brú, sem þarf til að lenda því máli í öruggri höfn.

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 18:25

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Hafa ekki allir skoðun á því ?

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 19:15

15 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, eins og þú veist hef ég verið þeim aðskilnaði hlynntur, en vil fara varlega. Mér er engin þægð í því að raska hér öllu, sem viðgengist hefur. Mikill meirihluti þjóðarinnar er kristinnar trúar og ég hef engan áhuga á að trampa á tám þess fjölda. Um þetta má semja. Um þetta getur Stjórnlagaþing komið með góðar tillögur. Þetta er viðkvæmt mál og því ber að fara varlega. Aðgát skal sýnd í nærveru sálar. Sérhverrar.

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 21:07

16 identicon

Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:24

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki einfalt mál. Ástæðan er að fyrir réttri öld eða 1909 gerði framkvæmdavaldið samning við kirkjuna. Flestar kirkjujarðir voru gerðar að þjóðjörðum gegn því að sóknarprestar voru launaðir af opinberu fé á móti. Fram til 1909 voru prestarnir n.k. „lénsherrar“, þ.e. þeir höfðu tekjur sínar af kirkjujörðunum auk þess sem þeir voru einnig bændur. Sóknirnar, brauðin, voru mjög misgóð, mörg rýr eins og í Grunnavík nyrst á Vestfjörðum. Oddi á Rangárvöllum voru hins vegar eitt besta og eftirsóknarverðasta brauð landsins og var fjöldi jarða í eigu Odda. Matthías Jochumsson sálmaskáld var einn síðasti lénskirkjuhöfðinginn þar.

Hvernig á að leysa þennan flókna hnút? Það verður ekki auðvelt.

Þá má geta þess að íslenska þjóðkirkjan er umburðarlynd og að mestu laus við hroka og yfirgang gagnvart einstaklingnum eins og einkennir ýmsa sértrúarsöfnuði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband