Launahækkunar klikkun

"Kjararáð hefur ákveðið að hæstaréttardómarar og dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur skuli fá sérstakt tímabundið álag á laun allt til 31. janúar árið 2013 vegna tímabundins álags á dómstólunum."

Er kominn 1. apríl?

Álag? Heldur fólk að þessir dómarar vinni nú öll kvöld og helgarnar líka?

Þessi launahækkun er ekkert annað en klikkun. Eina rétta svarið við auknu álagi er að fjölga dómurum og það er einmitt verið að gera það. Kannski þarf þó enn að bæta við.

Þessi frétt kemur sem þruma úr heiðskíru lofti.

Átti frekar von á að dómararnir sem ógiltu Stjórnlagaþingskosningarnar yrðu reknir með skömm.

Nei, nei, þeir eru þvert á móti verðlaunaðir fyrir svívirðuna.


mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ætlar þú ekki að mæta í byltinguna? Mælirinn er fullur og það flæðir út úr honum.

Sigurður Haraldsson, 18.2.2011 kl. 16:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fá dómarar ekki aukabónus fyrir að skila séráliti? Það hlýtur að vera streituvaldandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2011 kl. 16:49

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða byltingu, Sigurður minn?

Björn Birgisson, 18.2.2011 kl. 17:43

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góður punktur, Axel Jóhann!

Björn Birgisson, 18.2.2011 kl. 17:43

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Björn byltingu sem kemur mjög fljótlega ég og þú ásamt þúsundum annarra reiðra samlanda okkar sem eru að missa allt sitt fyrir þessa mafíu sem hér stjórnar og ræður öllu í kerfinu þar á meðal dómstólum!

Sigurður Haraldsson, 18.2.2011 kl. 22:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, hæfir dómarar liggja ekki á lausu líkt og túnfíflar í sumarbyrjun.

Það er því ekki svo einfalt að fjölga þeim og auk þess jafnvel ódýrara að kaupa þá sem fyrir eru á yfirvinnutaxta. Þá leið fara atvinnurekendur oft þegar álag myndast í fyrirtækjum, í stað þess að ráða fleiri. Hagkvæmissjónarmiðið ræður yfirleitt alltaf.

Hitt sjónarmiðið, það pólitíska; að reka alla dómarana, er kjarasamningum alls óviðkomandi. Nema auðvitað þegar kemur að því að gera upp við dómarana í starfslokin...

Kolbrún Hilmars, 19.2.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband