Átta konur gegn einum karli

"Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, segir í yfirlýsingu, að heppilegt sé að mál, sem hafi verið haft uppi gegn sér, sé nú loksins komið í lögformlegan farveg."

Átta konur kæra,

karlinn vill verjast.

Í húfi er karlsins æra,

þá er þörf að berjast.

Hvaða séns á hann gegn þessu ofurefli?


mbl.is Heppilegt að málið sé komið í lögformlegan farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú nenni ég ekki sakir meðfæddrar leti að fjalla um guðsmanninn Gunnar, en kannast þú BB við sögu að vestan um karl sem átti í gamla daga Willys jeppa og var eitt sinn á sunnudegi niðri í bæ og keyrði óvart á Önnu sem var guðhrædd og góð kona sem hentist uppá húdd (ómeidd sem betur fer) og karlinn í jeppanum þaut út og sagði vð Önnu "Hvað í helvítinu ert þú að þvælast niðri bæ á sunnudagsmorgni Anna Björns" (þetta var á Ísafirði) ef ég man rétt, annars er ég svoddan asni að þetta gæti einnig hafa hent í Nassasúak.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 22:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar er ekki aldeilis einn á báti, með Guð sér við hlið. Lagði sá ekki svo fyrir að konan ætti að vera manninum undirgefin og enginn afsláttur veittur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2011 kl. 22:27

3 identicon

Axel maður á ekki að lesa Biblíuna með bundið fyrir augun.

Í versinu sem er talað um undirgefni konu er líka talað um að maðurinn eigi að elska konuna jafn mikið og Kristur elskar kirkjuna, þ.e. vera reiðubúinn að deyja fyrir hana, jafnvel þó hún formæli honum og hræki á hann á meðan hann þjáist fyrir hana.

AF (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 23:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blindir lesa Biblíuna vandræðalaust á blindraletri hvort sem bundið er fyrir augun á þeim eða ekki, AF. Þegar bundið er fyrir augun á mér þá les ég ekkert, hvorki Biblíuna eða annað þar sem ég kann ekki blindraletur.

Ég get ekki fallist á það, að lesa texta hvort sem hann er í Biblíunni eða Mogganum með fyrirfram ákveðinni ákvörðun um merkingu hans þó orðin segi allt annað. Slíkur lestur er merkingar og meiningarlaus og í raun sjálfmeðvitaður heilaþvottur.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2011 kl. 23:33

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka innlitin. Himnasmiður, þessa sögu þekki ég frá þér. Þú hefur nefnt hana áður. Góð er hún. Kærar þakkir.

Björn Birgisson, 5.3.2011 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband