Eru bændur Íslands að tapa glórunni?

"Að stjórnvöld kanni nú þegar afstöðu Evrópusambandsins til varnarlína Bændasamtakanna sé það ætlun þeirra að standa vörð um íslenskan landbúnað."

Eru bændur Íslands að tapa glórunni?

Hvort varðar þá meira um eigin hag, eða hag allra neytenda á Íslandi? Þeirri spurningu verður aldrei svarað af þeirra hálfu. Svarið liggur þó í augum uppi!

Þar sem minn réttur endar, þar byrjar þinn! Það á vel við hér.

Íslenskir bændur framleiða bestu landbúnaðarvörur í heimi og eiga kinnroðalaust að horfast í augu við starfsbræður sína handan hafsins.

Það gera hins vegar ekki reifabörn hinnar spilltu pólitíkur á Íslandi. Skilgetin afkvæmi Íhalds og Framsóknar.

Alltaf betra að blimskakka augum að ríkisjötunni og skattpeningun almennings.

Jatan sú er takmörkuð auðlind.

Nú er mál að linni!

Survival of the fittest.

Það er heila málið.

 


mbl.is Ítreka andstöðu við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsvirðing verður ekki metin til fé. Við eigum að vera sjálfum okkur nóg um alla hluti. Hér er nú verið að tala um að flytja meira að segja út tómata. Góð hugmynd. Aumingjar einir eru háðir öllum öðrum um afkomu. Við getum ekki lifað sem einhver aumingja-þjóð háð hvaða maðkéta-salonellu-sýkta viðbjóði sem Baugur vill pranga inn á okkur afþví hann getur keypt það ódýrara inn og rennur óskipt í vasa útrásarvíkinga. Að vera tilbúinn að selja sjálfsvirðingu sína fyrir ódýrara smjör er bara eitt form græðisvæðingarinnar, sem engir græða á til langstíma nema stórkaupmenn með sín bellibrögð og kúgun, líkir danskinum forðum.

Au (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 01:12

2 identicon

Svo er annað að Evrópa hefur aldrei getað lifað lengi í friði, og mun aldrei gera það. Samevrópski herinn verður bráðum til og það mun skella á þriðja heimstyrjöldin. Við munum ekki lifa hana af ef við verðum orðin háð þessum nýju "Rómverjum" sem hinir nýju "Barbarar" munu bráðum rústa, svo ekki mun réttast við um skeið, og þeir eyðast með sem eru þeim um allt háðir.

Au (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 01:14

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hver skyldi vera að tapa glórunni, Björn minn, bændur eða ESB-dindlarnir sem vilja fórna fullveldisrétti Íslendinga í löggjafarmálum sem öðru, vegna þess einkennilega prangara- eða spákaupmanna-hugsunarháttar að ganga beri í þetta ESB til að "fá hagstæðari kjör" – og er það þó fánýt von og tóm þvæla sem byggist ekki á neinum raunhæfum útreikningum. Smæð markaðarins verður ekki yfirstigin og heldur ekki fjarlægðin frá meginlandinu án þess að það feli í sér verulega aukinn tilkostnað og því hærra verðlag.

Svo má spyrja: "Fyrir hvaða gjaldeyri eigum við að kaupa landbúnaðarvörur?" (þ.e.a.s. allan þennan auka-innflutning sem kæmi með "aðild"), eins og Helga nokkur spurði á Útvarpi Sögu að morgni baráttudags kvenna. Vita menn ekki, að erlendur gjaldeyrir er dýrkeyptur? Neyzla á innanlandsvörum eykur hins vegar veltu landsmanna sjálfra ...

Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 01:45

4 identicon

Fyrir hvaða gjaldeyri  spyr þú Jón Valur. Nú eða hvaða peninga spyr ég. Jú, auðvitað fyrir peningana sem bændur gjóa augum sínum á í títtnefndri ríkisjötu og fyrir peningana sem bændur gjarnan seilast eftir í vasa annara neytenda, annara laundega og skattpeninga annara. Ég vil ódýrar góðar landbúnaðarafurðir frá Evrópu og í meiru úrvali en þekkist hér á íslandi. Annars held ég ekki að ég þurfi að svara fyrir Björn. Ég vil vera í ESB.

Lúðvík Hauksson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 02:16

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú veizt það, Lúvík, að þitt lið vill fleygja gjaldeyri í ólögvarða kröfu Breta og Hollendinga. Það þrengir að gjaldeyrisöflun, jafnvel Landsbankinn nýi lendir í vandræðum vegna risaskuldabréfs, um 310-320 milljarða, sem þrotabú gamla bankans á í honum, og verður eflaust knúið á ríkissjóð um að bjarga honum með gjaldeyri líka, ella hækkar bara Icesave-gerviskuldin. Þú vilt "ódýrar góðar landbúnaðarafurðir frá Evrópu" og gera íslenzka bændastétt atvinnulausa að miklu leyti – heldurðu að það verði gjaldeyrisskapandi?!

Ýttu á "rethink"-takkann.

Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband