Eigum við að setja ríkisborgararéttinn í útrás?

"Kanadíski lögfræðingurinn David Lesperance segir að það felist mikil vaxtartækifæri fyrir Ísland og Íslendinga að fá hingað til lands erlenda einstaklinga sem muni fjárfesta hér á landi gegn því að fá íslenskan ríkisborgararétt."

Þetta mál er allt hið undarlegasta.

Kannski er hér að verða til arðbær leið til að fá peninga í ríkissjóð.

Að setja ríkisborgararéttinn í útrás!

Selja hann á 10-20 milljónir. Auglýsa vel og vandlega um allan heim!

Sópa til okkar auðmönnum sem einhverra hluta vegna þurfa nýtt ríkisfang. Heiðarlegum jafnt sem óheiðarlegum!

Hugmyndin um að gera Ísland að fjármálamiðstöð floppaði illilega.

Hugmyndin um auðmannamiðstöð poppar upp í kjölfarið.

Er þetta ekki borðliggjandi snilldarhugmynd?

Eða hvað?

 


mbl.is Spurningar og svör um auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Auðvitað er þetta snilld.

Við Sjálfstæðismenn viljum gera allt sem við getum fyrir auðmenn. Skattaafsláttur og nýtingarréttur á jarðhita til 130 ára er alveg lágmark.

En gæta þarf þess, að Hannes Hólmsteinn og Finnur Ingólfsson hafi aðkomu að málinu og fái væna þóknun frá ríkinu þegar tekist hefur að koma þessu þjóðþrifamáli í gegn.

Sveinn R. Pálsson, 3.4.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég benti á það í bloggfærslu, að sé að auðmennirnir góðu fái Orkuveituna fyrir slikk. Við eigum að sjálfsögðu að launa þeim vel fyrir að vilja fá ríkisborgararétt og fyrir það að vera svona miklir auðmenn.

En líklegast er að KOMMÚNISTASTJÓRN HEILAGRAR JÓHÖNNU OG GUNNARSSTAÐAMÓRA þvælist fyrir í þessu eins og öðru.

Sveinn R. Pálsson, 3.4.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hehehehe

Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 14:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður er dæmigerði moggabloggarinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2011 kl. 14:21

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gott golfveður í dag. Margir á Bláfjallaleið og á skíðum. Hressandi blærinn að vestan. Kanadíski flugherinn kominn til að leggja blessun sína yfir landhelgina. Segjum svo að við séum ekki í góðu bandalagi.

Sigurður Antonsson, 3.4.2011 kl. 15:38

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst fyllsta ástæða að við stöndum á varðbergi gagnvart svona ævintýramönnum. Hvað býr að baki?

Kanadamaðurinn hafði okkur að fíflum með kaupunum á HS-Orku. Mjög margir töpuðu sparnaði sínum gegnum hlutabréf í Atorku og áður Jarðborunum. Geysir Green Energy virðist hafa verið stofnað í blekkingarskyni til að hafa fólk að fíflum og hafa eigur af hluthöfum Atorku.

Nú standa spjótin að Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun. Er verið að plotta bak við tjöldin að koma þessum opinberu fyrirtækjum í hendurnar einnig á erlendum aðilum með áþekkum bolabrögðum?

Það er mögulegt!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 00:23

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk, Mosi!

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 00:31

8 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Er þetta ekki út af því að BNA er að gera meiri kröfur um að gefa aflandsreikninga upp til skatts?

Sjá hér: http://knowledgebase.findlaw.com/kb/2011/Feb/276275.html

Þetta er góð ábending til Íslenskra stjórnvalda að herða skattalögin með tilliti til aflandsreikninga. Annað á ekki að gera í þessu máli.

Guðmundur Karlsson, 6.4.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband