Umræður í túnjaðri öfundarinnar

Umræður um arðgreiðslur hérlendis eru yfirleitt algjörlega úti á túni og einkennast oftar en ekki af fáfræði og hreinni öfund.

Hver á að fá arð ef ekki eigendur vel rekinna fyrirtækja?...

Eru þess einhver dæmi að hagnaði sé skilað til viðskiptavinanna þegar vel gengur?

Hver vill fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja ef engin er vonin um arð?

Hugsum okkur mann sem á 50 milljónir sem hann þarf ekki beinlínis að nota. Vinnur þær jafnvel í happdrætti eða fær arf!
Hvað getur hann gert við þessar millur?

* Sett þær vaxtalaust í bankahólf.
* Gerst okurlánari í gegn um fjölda smálána.
* Lagt þær inn á vaxtalítinn bankareikning.
* Fjárfest í húsnæði og leigt út.
* Komið þeim fyrir undir koddanum.
* Gefið afkomendum og til góðgerðarmála.
* Fjárfest í hlutabréfum vel rekinna fyrirtækja.
* Ýmsir möguleikar í stöðunni.

Málið er að allir fjármagnseigendur vilja koma sínu fjármagni í vinnu!

Þess vegna er það eftirsóknarvert að eiga hlutabréf í góðum fyrirtækjum - vegna vonar um góða arðsemi ef og þegar vel gengur. Hlutabréfakaup eru áhættusöm iðja. Arður gleður en tapið drepur.

Lífeyrissjóðir landsins eiga einhverja gommu af hlutabréfum í fyrirtækjum landsins og hafa borgað fyrir með "okkar" peningum, okkar lífeyri.

Þeirra ávöxtunarkrafa er 3,5% að lágmarki.

Hvernig á að mæta þeirri kröfu - ef aldrei má greiða eigendum arð?

Arður og vextir eru tvíburar sem vaxa mishratt.

Markaðurinn ræður þeim vexti.

Gæfan og gjörvileikinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínu mati er arðgreiðsla algjörlega réttmæt og ekki nokkurn skapaðan hlut út á það fyrirbæri að setja.  Menn setja ekki fjármagn í fyrirtæki ef þeir sjá ekki fram á að fá sömu eða meiri ávöxtun á það fjármagn og ef þeir settu peninginn í ávöxtun í banka.  En svo er annar flötur á þessari arðgreiðsluumræðu en það er þegar arðgreiðsla er MEIRI EN SEM NEMUR HAGNAÐI FYRIRTÆKISINS, eins og er í tilfelli tryggingafélaganna, þá er farið að ganga á eigið fé fyrirtækisins og þar stendur hnífurinn í kúnni og spurning hvort ekki sé eitthvað bogið við svoleiðis lagað...........

Jóhann Elíasson, 8.3.2016 kl. 14:33

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Lifi innherjarnir!  Skál!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2016 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband