Að tilbiðja eignarréttinn - og stela honum svo frá öðrum!

Það þarf að hafa skoðanir, kjark til að tjá þær og staðfestu til að standa við þær.

Einkavæðing ríkiseigna er algjört eitur í mínum augum, oftar en ekki er hún beinn þjófnaður, þar sem vildarvinum og flokkshestum eru afhentar eignir landsmanna á hlægilegu verði og örugglega gegn svörtum greiðslum undir borðið í flokkssjóðinn.

Hvað getur einkaframtakið gert í samanburði við samtakamátt fjöldans?

Nánast ekki neitt.

Annað en að bíða færis til að stela frá þjóðinni með aðstoð spilltra stjórnmálamanna.

Nokkur dæmi.

* Hefði einkageirinn ráðið við að koma símanum um allt land í byrjun síðustu aldar?

* Hefði einkageirinn ráðið við að koma útvarpi og sjónvarpi um allt land?

* Hefði einkageirinn ráðið við nauðsynlega uppbyggingu sjúkrahúsa um land allt?

* Hefði einkageirinn ráðið við að virkja fyrir öll heimili og fyrirtæki í landinu?

* Hefði einkageirinn ráðið við nauðsynlega hafnargerð til þjónustu við sjávarútveginn og sjóflutninga?

* Hefði einkageirinn ráðið við að framkvæma þá uppbyggingu flugvalla sem átt hefur sér stað í landinu?

* Hefði einkageirinn átt einhvern séns í að byggja upp það vegakerfi sem nú er í landinu?

* Hefur einkageirinn einhver tök á að skipuleggja og reka löggæsluna í landi og á sjó?

* Hefur einkageirinn einhver tök á að byggja upp aðstöðu og reka helstu menntastofnanir þjóðarinnar fyrir unga og eldri?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að tryggja öldruðum og öryrkjum mannsæmandi lífskjör?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að tryggja blómlegt menningar og listalíf í landinu?

* Hefur einkageirinn sýnt fram á að honum sé treystandi til að höndla með peninga fólks og fyrirtækja?

* Hefur einkageirinn einhvern vilja til og tök á að sjá til þess að hin undurfagra náttúra landsins sé ekki fótum troðin?

Fleira má nefna.

13 spurningar.

13 nei.

Hvaða andlit hefur einkageirinn sýnt þjóðinni til þessa?

Aðeins rauðþrútið af græðgi og með dollaramerkin í glyrnunum.

Hvaða verkefni vill einkageirinn yfirtaka?

Aðeins þau sem hægt er að græða á - hitt mega skattgreiðendur eiga og borga.

Segi nei takk - hingað og ekki lengra.

Þjóðin í heild á að njóta sinna eigin fjárfestinga - ekki fáeinir sérvaldir gróðapungar sem aldrei sjá fegurðina í tilverunni þegar dollaramerkin stækka og byrgja þeim sýn.

Það er þjóðarskömm að í landinu skuli vera óþjóðleg öfl sem virða ekki eignarrétt fjöldans á því sem hann sannarlega hefur greitt fyrir.

Boða svo samtímis ást sína á eignarréttinum!

Þjóðarskömm.


Sjallar kenna Degi um allt sem aflaga hefur farið hjá þeim!

Það er gjörsamlega grátbroslega hlægilegt að sjá og heyra hvernig Sjallar bregðast við húsnæðisskortinum í Reykjavík.

Segi Reykjavík - þeir minnast ekkert á þann skort á öðrum stöðum!

Þeir eru helsti valdaflokkurinn og hafa verið svo lengi sem minnugir muna!

Byggingabransinn hrundi 2008 eins og svo margt annað.

Helvítið hann Dagur hlýtur að bera ábyrgð á því - þótt hann hafi aldrei setið í ríkisstjórn!

Það er fjandi fínt að fara frá speglinum og draga upp mynd af Degi borgarstjóra í staðinn - þegar um megn verður að horfast í augu við spegilmyndina!

Það er sem sagt Degi að kenna að efnahagsstjórnunin í landinu er á þann veg að aðeins örfáir ríkir hafa efni á að byggja!

Ekki hissa á að svona rugludallar fjarlægi alla spegla heimilisins - hver nennir að horfast í augu við ómerkilega lygara sem aldrei finna neina sök hjá sér?

Aumara verður þetta pólitíska rugl ekki.

PS. Munið þið eftir feita kallinum sem rak við í flugvélinni og benti svo á sessunaut sinn þegar fólk í næstu sætum var við það að kafna?


Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband