Hvellsprungið kerfi lítils þjóðríkis

Gjörsamlega sprungið kerfi.

Allt hið fjárhagslega kerfi okkar sem þjóðríkis er sprungið.

Ástæður þess?

Óstjórn og eftirlátssemi.

Skoðum þetta aðeins út frá tekjum ríkissjóðs.

36,94% útsvars- tekjuskatturinn.

* Hér eru börn skattlögð (6%), einnig fólk sem alls ekki nær opinberum framfærsluviðmiðum. Slík skattlagning er ekkert annað en fáheyrð heimska - ef ekki glæpur gagnvart þessu fólki og Stjórnarskrárbrot. Lengra verður ekki gengið í þeirri svívirðilegu skattlagningu.

Millitekjufólkið, að 893,713 krónum á mánuði, borgar þennan skatt og vandséð er að hægt sé að leggja meira á þann hópinn, hópinn sem að mestu heldur þjóðfélaginu gangandi.

46,24% útsvars- og tekjuskatturinn.

* Hann er lagður á tekjur sem eru frá 893,713 krónum á mánuði og upp allan skalann.

Í þessum skattflokki er ofurlaunaliðið og mörgum finnst eðlilegt að leggja sérstakan hátekjuskatt á það.

Þar eru peningar sem hægt er að ná í til að efla samneysluna, en um slíkan skatt mun aldrei nást pólitísk samstaða. Hægri menn vilja ekki sjá slíkan aukaskatt lagðan á hina ríku.

Ríkið innheimtir einnig 20% tekjuskatt af fyrirtækjum, 22% skatt af fjármagnstekjum, auðlindagjald af útgerðinni, 11% og 24% virðisaukaskatt, bankaskatta, eldsneytisskatta, erfðafjárskatt, flugvallagjöld, tóbaks- og áfengisgjöld og fleira mætti tína til.

Hvernig getur hið opinbera fjármálakerfi sprungið með alla þessa skattheimtu?

Einfaldlega vegna þess að innkoman dugar ekki fyrir þeim útgjaldakröfum sem gerðar eru!

Allt það sem ríkið rekur er hreinlega í fjársvelti.

Lögreglan, heilbrigðiskerfið, landhelgisgæslan, skólakerfið, vegakerfið og öll hin kerfin.

Hvers vegna eru þá skattar ekki hækkaðir duglega?

Til þess eru ekki margar leiðir vel færar.

Hátekjuskattur?
Hækkað auðlindagjald?

Margir sjá möguleika í því - en Sjálfstæðisflokkurinn ekki og þar við situr.

Stjórnmálamenn halda uppi heimskulegu rifrildi um vegagjöld - jafn sjálfsögð og þau eru. Þar eru Hvalfjarðargöngin besti vitnisburðurinn um hve sjálfsögð slík gjöld eru.

Hvers vegna er þessi staða uppi?

Einfaldlega vegna þess að hér hefur ríkt óstjórn um langan tíma.

Stjórnmálamenn þora aldrei að segja nei - hingað og ekki lengra!

Þeir skilja ekki að þeirra hlutverk er líka að segja nei - með það fyrir augum að ríkið hafi efni á að reka það sem því ber með sóma.

Allt er látið eftir öllum!

Til dæmis borað í gegnum misfellur í landslaginu - ef einhver óskar eftir því!

Framansagt leiðir aðeins til einnar lokaályktunar.

Kerfið okkar er hvellsprungið!

Og lausnin er?

Þjóðnýting í stórum stíl - það er óþolandi að auðlindir landsins skapi aðeins fáeinum auð - en öðrum brauðmylsnu.

Auk þess legg ég til að frjálshyggjan verði lögð í rúst.


Bloggfærslur 12. apríl 2018

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband