Ábyrgð þeirra sem svelta vegakerfið er mikil þegar slys vegna aðstæðna ber að höndum

Bylgjan í dag.

Það var aumt að heyra Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, koma því með semingi út úr sér að um 6 milljarða útgjöld vegna samþykktrar Samgönguáætlunar hafi ekki verið fjármögnuð.

Hvers vegna voru þau ekki fjármögnuð?

Var Sjálfstæðisflokkurinn kannski of upptekinn við að lækka skatta?

Það er yfirhöfuð sárgrætilega aumt að heyra þá, sem fjárveitingavaldið hafa haft í langan tíma, tala í forundran um að vegakerfið sé að grotna niður vegna fjárskorts.

Bjuggust þeir kannski við að vegakerfið héldi sér við sjálft?

Þetta fólk þarf að líta sér nær og íhuga hver sé þáttur þess og ábyrgð á öllum þessum slysum - öllu þessu eignatjóni, glötuðum mannslífum og örkumlun margra til lífstíðar.

Ráðandi stjórnmálaflokkar eru ábyrgir fyrir því að fjármagna viðhald þeirra eigna sem ríkið á.

Ótal margt af því sem miður fer verður því rakið beinustu leið til þeirra ákvarðana.

Aðrir geta ekki verið ábyrgir.


Þau eru mörg opnu bréfin samkvæmt málskilningi Sigurjóns M. Egilssonar!

Hvað er OPIÐ BRÉF?

Samkvæmt mínum skilningi er það bréf í greinarformi sem stílað er á einhvern sérstakan einstakling, stofnun eða forstöðumann hennar.

Með "opnu bréfi" er tilgangurinn að allir sjái hvaða erindi er verið að senda - en ekki bara viðtakandinn.

Eftir tölvupóstsamskipti gærdagsins hef ég uppgötvað þetta:

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, telur allar færslur á samfélagsmiðlum, sem ekki eru lokaðar - vera ígildi opinna bréfa!

Sama gildir þá væntanlega um allar aðsendar greinar sem berast fjölmiðlum - og eru hvorki stílaðar á einn né neinn sérstaklega!

Hann telur færslu sem ég skrifaði um húsnæðismál Ingu Sæland vera "opið bréf".

Tók hana orðrétt upp og kynnti sem slíka.

Af því að færslan var ekki lokuð neinum!

Ég hef aldrei á ævi minni ritað neinum formlegt opið bréf - en sett inn margar færslur - bæði á bloggi og á Facebook!

Kæru lesendur og skrifarar á samfélagsmiðlum!

Vissuð þið að í hvert sinn sem þið setjið eitthvað á netið - þá eruð þið að skrifa OPIÐ BRÉF - í skilningi Sigurjóns M. Egilssonar, ritstjóra vefmiðilsins Miðjunnar?

Vissulega eru slík skrif oftast opin öllum sem vilja lesa - en að telja þau "opin bréf" samkvæmt viðteknum málskilningi - sýnir ótrúlega vankunnáttu verðlaunablaðamannsins Sigurjóns M. Egilssonar.

Hann birti þó tilvitnaða færslu innan gæsalappa - eins og vera ber.

Honum er því greinilega ekki alls varnað!


Bloggfærslur 3. apríl 2018

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband