Engir fýlupúkar sjáanlegir í blíðunni í dag

Var í Reykjavík í dag.

Fallegt vorveður og gott að ganga úti í hreina loftinu.

Hreinlæti og umgengni á bílastæðum, götum og torgum til fyrirmyndar.

Mikil byggingaumsvif víða og ég gafst upp á að telja byggingakranana.

Góður gangur í svo mörgu.

Fýluna sem lekur af fáeinum í minnihlutahópnum - í netheimum og fjölmiðlum - var hvergi að finna eða sjá!

Augljóst að borgarbúar eru ágætlega sáttir við borgina sína!

Enda engin ástæða til annars!

Ráðhúsið


Það er ekki góð tilfinning að líða ekki nógu vel í eigin landi

Tilfinningar.

Hef svoleiðis - en ekkert of mikið af þeim!

Hef á síðasta ári og það sem af er þessu fundið fyrir tilfinningu sem aldrei áður hefur gert vart við sig.

Aðeins í vitleysunni fyrir hrunið reyndar.

Líklega er það sama tilfinningin og knúði Styrmi til að lýsa þjóðfélaginu sem viðbjóðslegu.

Það er býsna stór og víðtæk fullyrðing og ég tek ekki undir hana nema sérstaklega á einu sviði þjóðlífsins.

Þegar kemur að peningum.

Öll þessi ofurlaun, dæmdir bankaræningjar kaupa upp heilu hverfin til útleigu á okurverði fyrir ránsfenginn og byggja hótel út um allar trissur.

Eftir því sem launamunurinn verður meiri í þjóðfélaginu er þeirri augljósu lygi haldið að fólkinu að munurinn sé hvergi minni!

Bara svo eitthvað sé nefnt.

Og ekki má gleyma þeim einbeitta ásetningi að halda hér tugum þúsunda við fátæktarmörk, á sama tíma og hin sjálfskipaða elíta á meiri peninga en hún getur nokkru sinni eytt!

Og tilfinningin vaxandi - hver er hún?

Í stuttu máli.

Að ég hugsa sífellt oftar til þess að dvelja erlendis og koma til eigin lands sem gestur.

Hef fylgst alveg þokkalega með þróun okkar samfélags hátt í hálfa öld.

Síðustu misserin hefur þróunin til aukins ójöfnuðar hreinlega gengið fram af mér, spillingin kraumar sem aldrei fyrr.

Lygar, blekkingar og svik virðast vera eldsneytið sem knýr þjóðfélagið áfram.

Verst er að vera áhorfandi að þessu öllu og geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut í málinu.

Þá er kannski best að skapa hæfilega fjarlægð og eyða dögunum í einhverri annarri hringiðu lífsins.

Á fallegum stað þar sem matadorpeningar ræningjanna hérlendis eru ekki gjaldgengir.


Bloggfærslur 6. apríl 2018

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband