Alveg er ég viss um að 80-90% þjóðarinnar vilja að hún taki boðinu fagnandi

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavik, hefur ekki ákveðið hvort hún þiggi boð nýs meirihluta Besta Flokks og Samfylkingar um að taka sæti forseta borgarstjórnar."

Auðvitað er þetta nokkuð stór ákvörðun að taka. Ætti þó ekki að vera það fyrir Hönnu Birnu miðað við boðskap hennar fyrir kosningar.

Þegar kemur að stórum málum reynir á hvort menn eru mýs eða alvörumenn og þetta mál er mjög stórt. Það varðar stórkostlega stílbreytingu í íslenskum stjórnmálum. Breytingu sem þjóðin bíður eftir í ofvæni.

Líklega vefst fyrir Hönnu Birnu að lítill en hávær hópur innan Sjálfstæðisflokksins vill alls ekki að hún þiggji þetta frábæra boð. Alveg er ég viss um að 80-90% þjóðarinnar vilja að hún taki boðinu fagnandi. Það er engin ástæða til þess að lúffa fyrir ofstækisfullum minnihluta þegar um svona stór skref er að ræða.

Stattu þig stelpa!

Ekki valda miklum meirihluta þjóðarinnar vonbrigðum. Nóg er komið af þeim.

 


mbl.is Hanna Birna hefur ekki tekið ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Aftur og enn tekst Besta flokknum að upphugsa og framkvæma eitthvað sem er pólitískt óhugsand og óframkvæmanlegt. Enda virðist HBK vera í stórkostlegum vanda, miðað við tímann sem þessi einfalda ákvörðum (að segja já takk, að sjálfsögðu) ætti að taka...

Þetta er stórskemmtilegt.

Haraldur Rafn Ingvason, 13.6.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála!!!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.6.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað haldið þið að hún geri piltar?

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú er nú óttalegur kjáni Björn, og átt að vita eins og ég að 90% þjóðarinnar hafa lítinn atkvæðisrétt í Reykjavík. Af hverju er þér svo mikið í mun að Hanna Birna taki þessu boði í sirkus Reykjavík.  Af hverju kaust þú hanna ekki.  Ég held að það sé vegna þess að þú sért kjáni og með stíflað nef.   Ég hafði einu sinni stíflað nef og sjómaður sló mig á trýnið og það lagaðist. Þetta ætti mætti athuga fyrir velferð þína.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 15:35

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur Þ Hraundal, þessi athugasemd þín er sú heimskulegasta sem ratað hefur á mína síðu og er þó úr mörgum misvitlausum að velja. Ég kaus Hönnu Birnu ekki af því að ég bý í öðru kjördæmi. Bendi þér á að Reykjavík er höfuðborg landsins og málefni hennar því á margan hátt málefni allra Íslendinga. Þú ættir að leita þennan sjómann uppi að biðja hann að lappa betur upp á þig.

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 15:44

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Held að Hraundal þurfi að hressa aðeins upp á prósentureikninginn, en gleðst yfir því að stífla hans hafi losnað um síðir...

Annars er gaman að lesa klausur blámannanna (Páls og Stefáns) hér ofar í blogglistanum við þessa frétt - þeir hafa engan húmor fyrir þessu.

Hef svo oft velt fyrri mér hví sumir sem tjá sig reglulega og af krafti um pólitík, loka á athugasemdir á bloggum sínum...

Haraldur Rafn Ingvason, 13.6.2010 kl. 16:30

7 Smámynd: Björn Birgisson

Haraldur, þeir sem loka fyrir athugasemdir gera það vegna hrifningar á eigin skrifum og vilja ekki menga þau með annarra manna skoðunum. Þær gætu nefnilega verið miklu gáfulegri. Flestir þessara manna eru gungur.

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 16:47

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skildi Stefán tjá sig hér í opnu kerfi um færslu nr. 7???

Haraldur Rafn Ingvason, 13.6.2010 kl. 16:57

9 Smámynd: Björn Birgisson

Haraldur, gungur þora sjaldnast út fyrir sín eigin lóðamörk.

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 17:00

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Björn - þú hefur þá ekki lesið þín eigin skrif ef orð Hrólfs ( ekki skyldur mér ) eru skv. þínu mati það heimskulegasta sem hefur sést á þinni síðu.

Hinsvegar er ég sammála þér hvað varðar fólk sem leyfir ekki svör á sínum síðum og bæti því við að nafnleysingjar þykja mér vægast sagt lélegir og ekki marktækir í neinu máli.

Hvað varða Hönnu Birnu þá hefur hún yfirsýn í málinu - hún hefur líka þá innsýn sem við höfum ekki - enda var hún borgarstjóri en ekki við.

Niðurstaða hennar verðu þannig að hún lætur borgina og borgarbúa ganga fyrir. Þannig hefur hún starfað sem borgarstjóri.

gnarr og dbe eru hinavegar af öðru sauðahúsi sérstaklega dagur.

Hann kom líka að verki með meirihlutanum undir stjórn Hönnu Birnu en sagði fyrir kosningarnar og eftir þær að hann hefði átt erfitt með að vinna með henni í velferðarmálum og ef ég man rétt í skipulagsmálum.

Tvískinnngur hans er algjör -

Taki Hanna Birna við þeim kaleik að leiða þessa tvo og gera Sjálfstæðisflokkinn þar með meðábyrgann fyrir stjórnarathöfnum þarf margt fleira að fylgja með.

Það verður ekki gert bara til þess að vera barnapía þeirra tveggja.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.6.2010 kl. 17:24

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Ingi, ég verð að biðja þig að lesa athugasemd Hrólfs aftur og þá án þeirra pólitísku gleraugna sem þú ert alltaf með á nefinu. Þakka þér annars hlý orð í minn garð. Margt vitlaust sést hér á blogginu, en ég var að dæma athugasemd Hrólfs út frá minni upplifun, rétt eins og þú fellir dóm um mín skrif samkvæmt þinni upplifun og auðvitað af rakinni þröngsýni og skorti af víðsýni í garð pólitískra andstæðinga.

Að færslunni sjálfri: Auðvitað á Hanna Birna að taka boðinu. Þetta er sögulegt tækifæri til að breyta gamaldags vinnubrögðum og kippa stjórnun borgarinnar inn í nútímann. Ég er viss um að mikill meirihluti er mér sammála um það. Sé svo - virðir þú ekki vilja meirihlutans?

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 17:37

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Björn, tók ekki eftir búsetu þinni sjálfsagt orðin kalkaður.  En ég skil ekki hversvegna trénaðir gamlir kommunistar geta ekki unnt henni Hönnu Birnu að hugsa sjálfri og ráða málum sínum sjálf.  

En það er rétt sem þú segir að við landsbyggðar menn eigum undarlega lítil ráð í borginni okkar allra. En hversvegna er mitt mál heimskulegra en þitt

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 21:02

13 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, innleggið var yfirfullt af vitleysu eins og: "...... þú átt að vita eins og ég að 90% þjóðarinnar hafa lítinn atkvæðisrétt í Reykjavík" Er það svo? Búa aðeins 10% þjóðarinnar í Reykjavík, eða um 32 þúsund manns? Ertu búinn að finna sjómanninn og semja við hann?

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 21:11

14 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Æi, hún er jafn hallærisleg og spillt eins og allir aðrir sjálfstæðismenn.  Einhver portkona sem elskar spillinguna í sínum samtökum og étur þá brauðmola sem falla af borðum í þeirri fremur ógeðslegu samkundu.

Guðmundur Pétursson, 15.6.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband