Góður árangur Péturs H. Blöndal

Við skulum láta þennan dag verða vendipunkt í sögu Sjálfstæðisflokksins, sagði Bjarni Benediktsson nýendurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, við dynjandi lófatak viðstaddra.

Vissulega er þetta vendipunktur, en hvort hann er af hinu góða skal ósagt látið. 62% landsfundarmanna ákváðu að styðja til formanns mann sem er flæktur í fjármálasukk sem leiddi til 16 milljarða greiðslu úr ríkissjóði til að bjarga Sjóvá frá falli. Í ríkissjóði er fátt annað en skattpeningar almennings sem eiga ekki að fara í svona ævintýramennsku.

Heilum 38% landsfundarmanna leist ekkert á þennan valkost.

Árangur Péturs Blöndal er athyglisverður. Hann lýsti yfir framboði sínu nokkrum klukkustundum fyrir kjörið og vann enga forvinnu. Hvað hefði gerst ef hann hefði unnið að málinu í nokkrar vikur og beitt kröftum sínum eins og menn gera í aðdraganda kosninga? 


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver sem er hefði náð að skáka Vafningsdindlinum, hefði eitthvað verið lagt í það.

hilmar jónsson, 26.6.2010 kl. 15:41

2 identicon

"..flæktur í fjármálasukk".    - Helber ósannindi - og það sem meira er - þú veist betur Bjössi minn !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:42

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Kalli, ég veit ekki betur.

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband