Ef orð standa er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna

"Viðbótin hljóðaði svo: „Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu veðri dregin til baka án tafar."

Þessi viðbót var samþykkt á landsfundinum.

Þar með samþykkti landsfundurinn að klofningur flokksins væri óumflýjanlegur, en því hafði afar skýrt verið lýst yfir fyrir fundinn, að samþykkt í þessa veru væri algjörlega óásættanleg fyrir þann minnihluta í flokknum sem vill ræða við ESB um inngöngu okkar Íslendinga í báknið.

Hvað gerir sá minnihluti nú?

Hvað gerir Sveinn Andri Sveinsson og hans skoðanabræður og systur?

Stendur þetta fólk við orðin sín eða lyppast það niður og lætur traðka á sér og sínum skoðunum?

Gengur þetta fólk til liðs við Samfylkinguna eða stofnar það nýjan stjórnmálaflokk?

Kannski skortir það þor og dug til að gera nokkurn skapaðan hlut, annan en þann að rífa svolítinn kjaft til að vekja á sér athygli.

Það er líklegast.


mbl.is Vilja draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli þei líði ekki best með að láta aðra um hitann og svitann en eigna sér svo sigurinn að leik loknum. Yrði ekki í fyrsta sinn....

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 20:13

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn eða sjá Ósjálfstæði hluti hans hefur ætlað sér að hoppa fram fyrir úrslit skoðankannana sem sína að aðildarumsóknin sé óvinsæl um þessar mundir. Mér finnst líklegt að það geti haft öfug áhrif. Það verður langt þangað til meirihluti þjóðarinnar fylgi sér á bak við spillingarflokkinn. Núna er tíminn til að stofna nýjan hægri flokk því sá gamli er búinn að missa sig yfir í póulisma og og óábyrga utanríkisstefnu. Þjóðin verður náttúrulega að hafa hægri flokk til að styðja ef hana langar til.

Gísli Ingvarsson, 26.6.2010 kl. 20:48

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn eða Ósjálfstæði hluti hans hefur ætlað sér að hoppa fram fyrir úrslit skoðankannana sem sýna að aðildarumsóknin sé óvinsæl um þessar mundir. Mér finnst líklegt að það geti haft öfug áhrif. Það verður langt þangað til meirihluti þjóðarinnar fylgi sér á bak við spillingarflokkinn. Núna er tíminn til að stofna nýjan hægri flokk því sá gamli er búinn að missa sig yfir í pópulisma og og óábyrga utanríkisstefnu. Þjóðin verður náttúrulega að hafa alvöru hægri flokk.

Gísli Ingvarsson, 26.6.2010 kl. 20:53

5 Smámynd: Björn Birgisson

Gísli segir: "Þjóðin verður náttúrulega að hafa hægri flokk til að styðja ef hana langar til."

Því er ég sammála, því þjóðarviljinn er fyrir öllu.  Ef ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru menn orða sinna mun bjóðast nýr valkostur.

Hefur þú trú á því, lesandi góður?

Ekki hef ég þá trú.

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 21:03

6 Smámynd: Sigmar Þormar

Björn. Þér er aldeilis umhugað um sjálfstæðisflokkinn. Óflokksbundinn maðurinn alla tíð eins og kemur fram í höfundarlýsingu þinni. Flestum okkar er hinsvegar slétt sama um innri vanda þess flokks.

Nýtt og öflugt fólk virðist hinsvegar hugsa skýrt er kemur að utanríkismálum okkar og nýtingu orkuauðlinda. Burt með ESB inngönguferli okkar. Burt með þetta örvæntingarútskil Samfylkingar.

Stórt hrós til sjálfstæðisflokksins.

Sigmar Þormar, 26.6.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég spái því að þau gangi í hinn öfgasinnaða hægriflokkinn: Samfylkinguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2010 kl. 00:24

8 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Sé ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að klofna frekar en aðrir flokkar.  Það er mun meiri ágreiningur um ESB málið í öðrum flokkum. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband