Hvað eru samkynhneigðir margir á Íslandi?

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og sambýliskona hennar, Jónína Leósdóttir, voru með þeim fyrstu til að ganga í hjónaband eftir að ný hjúskaparlög tóku gildi, samkvæmt kvöldfréttum Ríkisútvarpsins."

Ég óska þeim að sjálfsögðu til hamingju með daginn, sem og öðrum pörum, samkynhneigðum eða ekki, sem áttu gleðiríkan og eftirminnilegan dag.

Öll erum við væntanlega jöfn fyrir Guði almáttugum, sé hann til yfir höfuð, hvað sem líður öfgamönnum innan katólsku og lúthersku kirkjudeildanna, sem sjá bara svart yfir tíðindum dagsins.

Fyrir nokkrum árum las ég einhvers staðar að samkynhneigðir á Íslandi væru á bilinu 5% til 10% af þjóðinni.

Veit ekkert hvort þessar tölur eru réttar.

Sé lægri talan rétt er um að ræða 16 þúsund Íslendinga.

Sé hærri talan rétt er um að ræða 32 þúsund Íslendinga.

Getur einhver lesenda þessarar síðu upplýst  mig um áætlaðan fjölda þessa fólks?


mbl.is RÚV: Jóhanna í hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hef séð töluna TÍU PRÓSENT.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tíu prósent er alveg út í hött það getur ekki verið.

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, af hverju getur það ekki verið? Hverjar eru þínar upplýsingar?

Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Af því þú ert að tala um  Jóhönnu, þá vil ég óska  henni og Jónínu til hamingju.

Ég nota tækifærið og minni Jóhönnu  á kosningaloforð,  FRJÁLSAR HANNDFÆRAVEIÐAR.

Ég segi  líka, Jóhanna, það er glæpur gagnvart  Íslensku Þjóðinni að horfa upp á

15.000 Íslendinga án vinnu. Vaknaðu manneskja, efndu þetta loforð.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 23:49

5 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, samkynhneigðir hafa kannski engan áhuga á því skaki sem þú leggur til!

Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 23:52

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jú BJÖRN MINN, þeir hafa nefnilega nákvæmlega sama áhuga og við.

Aðalsteinn Agnarsson, 28.6.2010 kl. 00:07

7 Smámynd: Björn Birgisson

Gott að heyra!

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 00:27

8 Smámynd: Klukk

Eftir lauslega talningu sé ég ekki betur en að samkynhneigðir séu helmingur þjóðarinnar.

Klukk, 28.6.2010 kl. 00:44

9 Smámynd: Zaraþústra

Held það sé nær því að vera 2-5%, svo er einhver hópur fólks sem er tvíkynhneigt.

Zaraþústra, 28.6.2010 kl. 05:46

10 identicon

5% til 10%, googlið það bara

Atli (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 07:38

11 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Bjørn, thetta fer jú eftir thví hvernig fólk skilgreinir sig sjálft. Thví meiri andstada í thjódfélaginu, thví færri munu skilgreina sig sem samkynhneigda. Hugtakid tvíkynhneigdur hefur fengid hálfgerda skömm á sig, sérstaklega medal samkynhneigdra.

Samkvæmt Kinsey hafdi um 1/3 Bandaríkjamanna tekid thátt í kynlífsathöfn med einstaklingi af sama kyni - thetta var stuttu eftir stríd, ádur en samkynhneigd vard eitthvad sem hægt var ad tala um.

En 10% talan er mjøg vinsæl.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.6.2010 kl. 08:09

12 identicon

Ég held það sé ekki hægt að telja samkynhneigða líkt og ekki er hægt að telja alla þá Íslendinga sem finnst hnetur vondar. Svo eru margir sem eru ekkert komnir út úr skápnum.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:59

13 identicon

Tekið af vísindavefnum

"Ekki er vitað með vissu hversu margir eru samkynhneigðir í hverju samfélagi. Þetta stafar meðal annars af því hversu margir samkynhneigðir eru í felum með kynhneigð sína af ótta við fordóma umhverfisins. Í fræðilegri umfjöllun er yfirleitt gert ráð fyrir að fjöldi samkynhneigðra í heild sé um 10% og byggir sú tala á viðamikilli bandarískri rannsókn. Algengt er að álíta að lesbíur séu um helmingi færri en hommar."

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=622 sjá neðst

Fann nú ekki þessa bandarísku rannsókn en þetta er einmitt talan sem ég hef heyrt.

Svo er nátturulega skilgreiningaratriði hver sé samkynhneigður, er það líka einstaklingar sem eru tvíkynja? Eða eingöngu maður sem er bara með sama kyni.

Einstaklingur getur laðast að sínu eigin kyni en samt verið hamingjusamur með konu og börn. Er hann samkynhneigður?

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 17:20

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þessi skarpa skipting einstaklinga í samkynhneigða/gagnkynhneigða er mjög ný af nálinni. Kinsey (sem er væntanlega höfundur rannsóknarinnar viðamiklu sem Tryggvi nefnir) var mjög á móti þessum merkimiðum.

Gáfulegustu tilgátuna sem ég hef heyrt er á þá lund að uþb helmingur manna (og kvenna) er nógu mikið tvíkynhneigður til að geta tekið þátt í kynlífsathöfn með sama kyni og haft gaman að. Tiltölulega lítill hluti þessa hóps tekur samkynhneigt kynlíf fram yfir gagnkynhneigt kynlíf (það eru kannski þessir 10% "samkynhneigðu") og enn minni hópur hefur svo lítinn áhuga á gagnkynhneigðu kynlíf að þeir geta ekki notið þess (kannski 2 - 3% ?).

Svo hefur verið bent á að kynlífshegðun er breytileg eftir aldri, tvíkynhneigð/samkynhneigð er kannski síst ráðandi á algengasta barneignaraldri?

Ætli sé ekki réttast að bera þetta saman við Framsóknarflokkinn og segja að það séu minnst jafn margir samkynhneigðir og það eru framsóknarmenn í landinu.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.6.2010 kl. 21:00

15 Smámynd: Björn Birgisson

Kæru vinir, ég þakka ykkur öll þessi góðu innlit, sem ég les öll með óskiptri athygli. Við lifum á algjörlega nýjum tímum. Þegar ég var ungur maður var samkynhneigð ekki nefnd. Ég vissi ekki að hún væri til.

Endilega haldið áfram að uppfræða mig. Ekki veitir nú af!

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband