Nóbel til ríkisstjórnarinnar

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, er í þessari frétt að gefa íslensku ríkisstjórninni fyrstu ágætiseinkunn og maður verður bara að undrast að Morgunblaðið skuli birta svona nokkuð, eins og afstaða þess til ríkisstjórnarinnar er!

Verður að flokkast undir framfarir. 

Kannski ekki svo gott að stinga frétt sem þessari undir stól, Paul Krugman er bæði heimfrægur og svo er hann gáfaður líka.

Það er aldeilis flott fyrir Jóhönnu og Steingrím að fá þessa umsögn.

Næstum eins og að fá Nóbelinn sjálfan!


mbl.is Ísland sleppur betur en önnur Evrópuríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú tekið eftir því Björn, hvað álit Krugmans fer illilega í taugarnar á íhaldsmönnum hér í bloggheimum?

Þeir eru byrjaðir að úthúða honum af fullum krafti.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar, kemur það nokkrum manni á óvart?

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 14:44

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég skal ekki segja hversu ánægð Jóhanna er með skýringar Krugmans. Sú helsta er að Ísland gat látið gengi krónunnar falla (í takt við minnkandi verðmætasköpun).

Þetta hefði ekki verið hægt með evruna, sem Jóhanna sækir svo fast.

Ríkin sem Krugman ber Ísland saman við í grein sinni (hér) eru öll í Evrópusambandinu og annað hvort með evruna eða að undirbúa upptöku hennar með fastbindingu gjaldmiðla sinna við evru. Það er löng og erfið ganga framundan hjá þeim.

Haraldur Hansson, 1.7.2010 kl. 14:53

4 identicon

Fyrst Haraldur er að þakka krónunni fyrir batnandi ástand, ætti hann að skoða heildarmyndina.

Vissulega er það rétt að sveigjanleiki krónunnar hefur hjálpað okkur í núverandi ástandi. En þá ætti hann líka að vita að ef við hefðum haft stöðugri gjaldmiðil, þegar hrunið varð, hefði ástandið verið margfalt betra núna. Þá hefðum við ekki verið með verðbólgu, verðtryggingu, gengistryggingu lána og fleira sem hrjáir okkur núna og hefur skaðað okkur gífurlega.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 15:13

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ég hef ekki séð annað eins kjaftæði, leifðum við krónunni að falla 50 %

Aðalsteinn Agnarsson, 1.7.2010 kl. 15:17

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Engar jákvæðar fréttir takk ég þoli þær ekki!!!!!! Er þetta ekki örugglega kommi Björn ?

Finnur Bárðarson, 1.7.2010 kl. 15:50

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ef svo er ekki nú, hlýtur hann að vera verðandi kommi.

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 15:59

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Svavar: Ég var að benda á þær skýringar sem Krugman setti fram. Punktur. Það getur enginn sagt með vissu hvernig allt hefði orðið EF aðstæður hefðu verið allt öðruvísi.

En ef þú vilt "skoða heildarmyndina" er best að skoða reynslu annarra þjóða, sem við getum borið okkur saman við. Bæði Írland og Finnland voru með "stöðugan gjaldmiðil þegar hrunið varð", eins og þú orðar það. Í báðum þessum löndum er ástandið núna verra en hér. Talsvert verra. Og þar eru engin teikn á lofti um bata.

Á Írlandi er búið að reyna fjölmörg ráð í meira en ár en kreppan bara dýpkar. Í Finnlandi er kreppan orðin enn verri en þegar Sovétið féll og sú versta í tæpa öld (kreppan mikla meðtalin!!!). Og athugaðu að hér er ekki verið að draga fram verstu dæmin í Evrulandi.

"Okkar stærstu mistök voru að taka upp evruna" sagði viðskiptaráðherra Finnlands í blaðagrein, þegar enn eitt uppgjörið sýndi samdrátt í timbur- og pappírsútflutningi. Hann talar af reynslu og færði rök fyrir skoðun sinni.

Sjáflum er mér ekkert kappsmál að hrósa eða þakka krónunni, en ég er nokkuð viss um að "stöðugur gjaldmiðill" hefði ekki bægt kreppunni frá Íslandi eða reynst okkur betur en Finnum.

Haraldur Hansson, 1.7.2010 kl. 16:04

9 identicon

Er ekki Lilja Mós og Ögmundur búin að hrekja þetta hjá manninum. 

Ef ekki nú þá kemur það von bráðar. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband