Skimun hempuklæddra

"Allir starfsmenn Þjóðkirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að heimila aðgang að sakaskrá sinni með tilliti til skimunar vegna kynferðislegs ofbeldis."

Þar kom loksins að því og þannig á þetta að vera gagnvart öllu fólki sem vinnur með börnum og unglingum, jafnt innan kirkju sem utan.

Hvað skyldi Guðrún Ebba Ólafsdóttir, biskupsdóttir, hafa sagt sem varð til þess að ýta fornaldartrukknum af stað eftir áralanga stöðnun í þessum málum?

Hefði Guðrún Ebba verið dóttir þekkts stjórnmálamanns, en ekki biskups, væru þá orð hennar öllum kunn?

 


mbl.is Starfsmenn kirkjunnar skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skimun skilar engu... búið að reyna þetta hjá öðrum trúfélögum. Ef við tökum skimun kaþólsku kirkjunnar.. þá er það svona sakavottorð... + fáránlega stúpid test sem gengur einna helst út á að fá tilvonandi prest til að játa að hann hafi gay þarfir....

Way to misunderstand child abuse... Barnaníð hefur ekkert að gera með að vera samkynhneigður... né gagnkynhneigður... barnaníð er barnaníð... en ég ætla ekki kirkjunni að skilja þetta...

doctore (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er vita gagnslaust til að hindra kynferðismisnotkun innan kirkjunnar þeir geta alveg eins skimað símaskránna. Ætli að meira en 0.1% af misnotkunartilfellum fari á sakaskrá? Hefði t.a.m. skimun á sakaskrá Ólafs Skúlasonar raskað frama hans innan kirkjunnar?

Það sem á skortir er viðhorfsbreyting hjá kirkjunni, að kynferðismisnotkun sem er synd og afbrot út í þjóðfélaginu, sé líka synd og afbrot innan kirkjunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2010 kl. 18:11

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í þessu máli tek ég forvarnarviljann fyrir verkið hvort heldur sem er innan eða utan kirkju. Því miður er sá vilji óhæfur sem forvörn.

Eins og Axel bendir á fara fæst tilfella á sakaskrá, en hitt er líka að það er vonlaust að verjast hugrenningaglæpum svo að nýgræðingar í "faginu" munu eftir sem áður fá að sanna sig.

Kolbrún Hilmars, 18.8.2010 kl. 19:06

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka innlitin, en hvað haldið þið að Guðrún Ebba hafi sagt Kirkjuráðinu?

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 20:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eitthvað sem þeir vildu ekki heyra og það var ögugglega ekki faðirvorið

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2010 kl. 21:50

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, kannski var það barnalegt af mér að fagna þessari skimun undir hempurnar. Þitt innlegg og Doktorsins sýna fram á það. Skítt með minn barnaskap, ef þessi skimun nær til allra sem vilja vinna með börnum og ungmennum, í kirkjustarfi, félagsstarfi íþróttafélaganna og bæjarfélaganna, í sumarbúðum og víðar, hlýtur hún að gera eitthvað gagn. 

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband