Ögmundur mun sprengja allt í loft upp

"Ögmundur Jónasson, þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, hyggst kanna hljómgrunn fyrir því innan sinna raða hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu NATO."

Þetta kemur ekki á óvart, og er auðvitað sjálfsagt mál til að vísa til þjóðarinnar.

Hvað höfum við við NATO að gera? Nákvæmlega ekkert.

Ögmundur Jónasson er þannig maður að hann mun sprengja ríkisstjórnina á mettíma. Það er bara spurning um vikur eða mánuði og nú skjálfa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn skíthræddir.

Þeir vilja allt annað en að koma að stjórn landsins við þessar aðstæður.

Þessar gungur munu hópast saman um að umsóknarferli að ESB verði ekki aflagt, eingöngu til að framlengja líf stjórnarinnar.

Það gefur þeim aukinn tíma á flóttanum frá eigin afrekum.

 

 


mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við bara ekki að rífa landið af hafsbotninum og færa okkur eitthvað suður á bóginn svo við losnum við öll þessi bandalög á einu bretti?

Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:36

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingar geta staðið fyrir utan NATO ef þeir vilja. Ég mundi samt hafa áhyggjur af rússum og þeirra braski. Það er ekki allt séð með ákveðin öfl innan Rússlands í dag.

Jón Frímann Jónsson, 2.9.2010 kl. 22:38

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hólímóli, viltu gera okkur að svokallaðri aflandseyju þar suður frá? Nice banks and drinks?

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 22:51

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Frímann, ertu hræddur við Rússana?  Ég hef nú meiri áhyggjur af örlögum sandsílanna og fæðukeðjunni, með innrás makrílsins, við Íslandsstrendur en bitlausum bjánum þar austur frá!

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 22:55

5 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Í nafni NATO hafa milljónir verið drepnar... Svo hvað skeður ef við förum frá þeim við erum bara rúm 300þús. Hver hjálpar okkur á örlygadögum.. Ekki það að ég hafi áhyggjur að yfirgefa NATO. Ég býð púkanum heim..og svo ..

Sveinn Þór Hrafnsson, 2.9.2010 kl. 22:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó ég sé NATO andstæðingur þá er þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn ekki mál málanna í dag, það er brýnna að koma öðrum málum á rekspöl. Við eigum hins vegar að hætta allri þátttöku í sóðaskapnum og allri kostnaðar þátttöku strax. Hvað ætli t.a.m. þessar æfingar Kanana hér á landi kosti okkur margar millur? Hvaðan eru þær teknar, af sjúkum og öldruðum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 23:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, við getum treyst því að Ögmundur er enn með sama gamla stýrikerfið og verður búinn að kalla fram fyrstu gæsahúðina á samráðherrum sínum áður en vikan er úti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 23:29

8 identicon

Alveg er þetta vinstri lið brandari. Samhliða því sem Ögmundur er nú að viðra hugmyndir um að koma okkur úr Nató, þá er hann að greiða götu þess að við göngum í ESB... sem hann vill samt ekki hafa okkur í. Hvað svo þegar við verðum komin þangað inn... því þangað förum við meðan Samfylkingunni tekst að halda kattahjörðinni saman? Verður þá næsta viðkvæði Ögmundar að koma okkur úr ESB?

Bölvaður veri sá dagur er þetta lið sveik sig til valda í skjóli pottaglamurs! Við VERÐUM bara að koma þessu frá!

Ófeigur (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:33

9 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hér ræður USSR, þ.e.a.s. Undarlega Samspillt Siðlaus Ríkisstjórn!

Óskar Guðmundsson, 2.9.2010 kl. 23:40

10 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, #6. 12 milljónir falla á okkur beint.

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 23:49

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er ekki há upphæð í sjálfu sér Björn, en hún verður ansi há þegar hún er ekki til og mikið andskoti vantar þessa uppæð víða í öllu þarfari verkefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 23:57

12 identicon

Ögmundur samur við sig.  Það er næsta víst að þetta hefur ekki verið rætt á fundunum með Jóhönnu og Steingrími. 

Svo setur hann þetta fram og í öðru viðtali segir hann að hann láti sko ekki af skoðunum sínum né semji um þær. 

Það er bara tímaspursmál hvenær Ögmundur sprengir hér allt aftur. 

Svo er hann líka iðinn við að gefa fjölmiðlum yfirlýsingar til að smjatta á og slá upp. 

Lýðskrumari.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 00:45

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Björn, Makrílinn er á förum. Ég nefnilega sé hastarlegt kuldakast í kortunum sem mun vara væntanlega þrjú til fimm ár. Ísland er um þessar mundir á leið útúr hitabylgju með látum, og þannig hitabylgja mun ekki koma aftur næsta áratuginn eða svo. Við það mun makrílinn fara úr íslenskri lögsögu og ekki sjást aftur næstu 20 til 50 árin eða svo.

Rússar eru hinsvegar ekki að fara neitt, og hérna er áhugavert skjal um nýja hernaðarstefnu þeirra.

cryptome.org/0002/ru-mil-doctrine.pdf

Það er því full ástæða til þess að hafa áhyggjur af Rússum og því sem þeir eru að gera.

Jón Frímann Jónsson, 3.9.2010 kl. 00:47

14 identicon

Komið þið sælir; Björn - og aðrir gestir þínir !

Það er ánægjulegt; að Jón Frímann, sá ágæti erindreki skrifræðis Nazismans (ESB), skuli gera sér grein fyrir, að;; sögulega séð, myndu Rússar, aldrei viðurkenna Þýzk - Frönsk einhliða yfirráð, yfir hinum Evrópska rana, út úr Asíu, enda hefir sagan sýnt okkur, að allt brölt Þjóðverja - og vina þeirra, gegnum aldirnar, hefir fengið að mistakast, blessunarlega.

Þess vegna; hafa ESB stjórarnir, kappkostað, að undanförnu, að sleikja sér upp við Bandarísku heimsvaldasinnana - og verið þeim fylgispakir, í garfi þeirra, víða um heim.

Þökkum fyrir; stórar samstæður, eins og Rússland - Kína - Indland og Brasilíu, sem öflug mótvægi, við helstefnu hvíta kynstofnsins vestræna, Jón Frímann.

En; um kunnátu þína, á sviðum jarðfræði og veðurfræði, hefi ég aldrei efast, Jón Frímann - hvað; sem öðru líður.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 01:35

15 identicon

kunnáttu; átti að standa þar. Afsakið; helvítis ambögurnar, piltar !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband