Fyrir Landsdóm?

Orðið Landsdómur er dálítið ógnvekjandi, en nú stefnir í að fjórum fyrrverandi ráðherrum verði stefnt fyrir dóminn vegna vanrækslu í sínum mikilvægu störfum.

Ráðherrarnir fyrrverandi eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Landsdómur er fjölskipað dómsvald og kostar því mikla peninga og öruggt má telja að málareksturinn verði tímafrekur. Síðan eftir mikil fjárútlát og mikið orðaskak kemur niðurstaðan.

Enginn fær dóm á sig, en Landsdómurinn mun í lokaorðum sínum efnislega segja eitthvað á þessa leið í föðurlegum tóni:

Þið munið svo krakkar mínir að láta þetta ekki koma fyrir aftur ef þið eigið afturkvæmt í stjórnmálin.

Það er engin hætta á þeirri endurkomu.

 


mbl.is Líkur á landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Æ já ætli þetta endi ekki með einhverju útþynntu kjaftæði eins og venjulega. "Skamm skamm má ekki" stíllinn liggur í loftinu.

Sigurður Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 10:39

2 identicon

Í ljósi aðstæðna þykir ekki rétt að aðhafast meira í málinu.

axel (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband