Gott fólk, ekki aumingja og "allskonar"!

„Ég gef þessari ríkisstjórn ekki marga mánuði. Ég gef henni veturinn í mesta lagi. Það er mín skoðun," segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur."

Springi stjórnin á limminu verða auðvitað kosningar. Það væri fásinna að mynda nýja stjórn án kosninga, þó það sé hægt. Nema þá kannski þjóðstjórn.

Ég geri fastlega ráð fyrir því að Besti flokkurinn sé farinn að leggja drög að framboði um allt land í næstu kosningum, hvenær sem þær nú verða.

Hann þarf að tryggja sér gott, óumdeilt fólk til að leiða listana og aflabrögðin gætu orðið ágæt, svona 20-30 þingmenn. Verði þeir 30 eru samt 33 sæti til skiptanna fyrir fjórflokkinn og önnur framboð. Er það ekki alveg nóg?

Gott fólk, ekki aumingja og "allskonar"!

 


mbl.is Líkur á að stjórnin springi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Spái því að það verði tvær nýjar hreifingar sem koma fram. Eitthvert bestaflokksígildi og "sitjum heima" flokkurinn. Það væri svo sem ekki í fyrsta skipti sem borgarstjóri yrði forsætisráðherra...

Aðalmál Sitjum heima flokksins væri að fólk sæti heima í stað þess að eyða dýrmætum tíma sínum frá fjölskyldu og vinum, í að fara á kjörstað til þess eins að skaffa fjór/fimmflokkstrúðunum áframhaldandi piparúða til að puðra hver yfir annan og "umbjóðendur" sína. 

Sitjum heima flokkurinn mundi klárlega sópa til sín fylgi flestra sjálfstætt hugsandi einstaklinga á landinu - sem eðli málsins sætu þá heima.

Vel má svo hugsa sér að Sitjum heima flokkurinn mundi beina því til þeirra sem samt ætla að láta hafa sig að fífli og fara á kjörstað, að kjósa þá bestaflokksígildið...

Haraldur Rafn Ingvason, 21.9.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Haraldur Rafn, takk fyrir þetta ágæta innlit!

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 16:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kosningar hvað? Það verða ekki sjálfkrafa kosningar þó stjórnin spryngi. Til þess þarf að rjúfa þing og þingrofsvaldið er í höndum forsætisráðherra. Hefur fjórflokkurinn áhuga á kosningum núna? Klárlega ekki, þeir reyna að mynda nýja stjórn úr gamla moðinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 17:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ef til þess kemur, hvernig í fjandanum ætti það að vera hægt með þetta ESB mál í gangi?

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 17:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það mál ekki dautt en sumir eiga bara eftir að átta sig á því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 19:41

6 Smámynd: Björn Birgisson

Dautt? Í hugum einhverra kannski. Ekki samkvæmt íslenskum lögum.

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 20:15

7 identicon

Meiri vitleysan. Hvað kostar ódýrasti miðinn frá landinu?

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 01:00

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hoppandi, skiptir engu máli fyrir þig! Tekur þú farþega?

Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband