Svívirðileg árás á saklausa konu

"Ein þeirra sem fékk í sig egg við Alþingishúsið í dag er presturinn, séra Halldóra J. Þorvarðardóttir, sem fáeinum mínútum áður flutti þingheimi kærleiksboðskapinn og bað fyrir þingi og þjóð. Eggið lenti lenti á eyra hennar svo blæddi úr hlustinni á eftir og vanginn bólgnaði."

Ég sé að einhverjir eru að gera grín að þessum atburði og ég skammast mín fyrir að eiga samlanda sem svo gera. Dauðskammast mín.

Yndisleg, og saklaus kona, uppfull af kærleika til samferðafólks síns, samlanda sinna og ráðamanna þjóðarinnar verður fyrir fólskulegri árás öfgasinnaðs skríls, sem virðir ekkert og er alltaf handan allra landamæra siðmenntaðs fólks. Þeir sem gera grín að því eru langt um verri en höndin eða hendurnar sem að atlögunni stóðu. Langt um verri, ef það er yfirhöfuð mögulegt.

Hvað ef hér hefði verið kastað flösku, steini eða öðru sambærilegu?

Hvað ef viðkomandi hefði hlotið varanlega örorku af þessari svívirðulegu árás?

Hvað ef viðkomandi hefði látið lífið sitt?

Í muslimskum sið tíðkast að handhöggva þjófa.

Hér er skrílnum gjarnan hampað sem hetjum.

Væri hann betur kominn handalaus?


mbl.is Blæddi úr eyra prestsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er ég sammála þér, Björn minn, því sem þú segir um þessa ljótu gjörð gagnvart henni Halldóru, en reyndar ekki síðustu línu þinni: "Hann væri betur kominn handalaus."

Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 00:07

2 identicon

Vá hvað þú ert rosalega dramatýskur í að lýsa þessum atburði. Það er alltaf hægt að segja hvað EF, EF er stórt orð.

 Hvað EF loftsteinn hefði lent á hausnum hennar að stærðargráðu við Reykjavík?
Hvað EF kastað hefði verið ryki?
Hvað EF hendurnar hefðu verið teknar af öllum mótmælendum og þeim hent í prestinn?


Hún mátti alveg vita að það yrðu mótmæli þarna og að hlutum yrði kastað að tilgangslausum þingmönnum sem er drullusama um land sína og þjóð og eina sem þau gera er að hlýða flokknum sýnum.

Þú vilt höggva hendurnar af öllum skrílnum? Fyrir eggjakast! Samt nefniru að þjófum beri að höggva af hendurnar, kannski að það ætti að höggva hendurnar af bankamönnum og alþingismönnum. Eða af þér þannig að þú gætir ekki skrifað meiri svona viðbjóð :/

Hissa (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 00:11

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður klökknar.....

hilmar jónsson, 2.10.2010 kl. 00:12

4 identicon

Mitt sjónarhorn á þessari frétt....að auðvitað á hún þetta ekki skilið sem venjuleg kona. En bíddu bíddu? er hún eitthvað æðri því hún er prestur? Veit ekki betur en að trúarbrögð eru uppfull af lygi og leiðum til að stjórna fólkinu. Alveg eins og bankakerfið og politík er í dag. Mikið finnst mér gott að sjá trúarbrögð vera eggjuð....eins og þau eiga í lágmarki skilið.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 00:16

5 identicon

Ung kona hafði misst meydóminn, svo kom að því að hún skyldi ganga í það heilaga fór hún til læknis til að leita ráða. Læknirinn lagði til að hljóðmina úr öðru eyra yrði grædd í staðinn. Kom svo að athöfninni og þegar prestur spurði um hug hennar til mannsefnisins lyfti stúlkan fæti og sagði já en svo þegar að kom að því mánaðarlega blæddi úr eyranu

axel (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 00:17

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað ef hvað ef ? Björn hér var kastað eggjum og bananahýði, ekki flöskum.

Það gengur yfir mig að lesa frá þér þessa dramatík og stórfurðulegann samanburð. Ertu hissa á reiði fólks Björn ? Meira hissa en yfir því hvernig fólk lét í við alþingishúsið 2009 ?

Þessi samanburður þinn á brútal siðum múslima og þeim mótmælum sem áttu sér stað í dag er mér með öllu óskiljanlegur.

Maður er vanur ruglinu ú Jóni Val, en hvað er að gerast með þig Björn ?

hilmar jónsson, 2.10.2010 kl. 00:24

7 identicon

Það eru einungis úrhrök sem sem kasta eggjum og öðru lauslegu og fela sig í fjöldanum. Sama gildir um þá sem hylja andlit sýn. Ofbeldi leysir aldrei neitt. Einhverjar mannskepnur virðast enn ekki skilja það. Til að leysa vandann þarf þjóðin að standa saman en ekki sundrast. Þessi fífl þarna í dag mæla ekki fyrir munn þeirra sem eiga í virkilegum vanda vegna hrunsins. Þetta lið var til skammar fyrir þjóðina. Það er hægt að mótmæla af krafti og þá mega ekki heilalausir hálfvitar ráða för.

Sveinn (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 00:31

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Nú fékk Björn ágjöf.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2010 kl. 00:41

9 identicon

Mótmæli eiga að vera á friðsömum nótum, það er allavega mitt álit, eggjakast og tómatakast eiga kannski heima í EU löndum ekki hér á Íslandi, nú þykist ég vita að menn séu alls ekki sammála, og það er bara gott, ég trúi á friðsöm og kurteis mótmæli, tel þau árangusríkari!!!

Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 01:00

10 identicon

Ekki skil  ég hvaða ágjöf Björn hefur fengið, nema þá það að hann hefur styrkst í þeirri sannfæringu sinni að menn skuli ekki glata virðingu sinni og gleyma sér í mótmælum. Mér finnast aðfinnslur manna hér á blogginu sbr. Svein, Hilmar og Kristinn svo einhverjir séu nefndir ómaklegar og skammarlegar, þið ættuð að líta í eigin barm, voru þið staddir niðri í bæ? Ég efa það!!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 01:09

11 identicon

Ætla ekki að styðja neitt hérna. En vill bara benda á að ekkert mun breytast með friðsamlegum mótmælum. Við krefjumst að fá alla hendina, en svo endar þetta að við fáum bara putta eða jafnvel nögl. Því meðan mennirnir sem græða sem mest á þessu kerfi hérna, eru alveg slétt þó að alþyngishúsið óhreinkist eða eyðileggist sem er byggt á kostnað skattgreiðenda. Eru vel til í að sjá skattgreiðendur borga hreinsunina á eggjunum líka. Þetta kerfi er svo sick.....fæ alveg ofan í kok. Ekkert breytist nema að eitthvað brutal gerist. Og sagan hefur kennt okkur það.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 01:27

12 identicon

Íslendingar eru hálfvitar....... Átök, í edli sínu kosta fórnir. Ef thódin vill breytingar, thá tharf einhverju ad kosta til, thad er skelfilegt ad presturinn hafi fengid egg i hausin en... J'est le gerre. Breytingar er thörf en en ad berja i potta og pönnur er aumingaskapur.

Belgingur (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 01:59

13 Smámynd: Björn Birgisson

Kominn heim í Heiðardalinn eftir syndsamlegt útstáelsi. Aðalsteinn minn, hér fékk ég enga ágjöf. Sigli lyngnan sjó, en sakna stórviðranna, sem gjarnan hrista upp í hetjum hafsins. Þekktur aflamaður, með drekkhlaðið skipið, svo flaut um dekkið og allt var að fara í kaf, sagði við skelkaða áhöfnina, sem saman hafði safnast í búnni: Rólegir drengir, aldrei hefur hvesst svo að ekki lægi að lokum.  

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 02:02

14 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, skil illa hvað þú ert að þvælast á minni síðu. Hefur þú ekkert betra að gera? Vertu svo ekki að þykjast vera kaþólskari en páfinn. Vissulega eru menn ofbeldis betur komnir handalausir. Rétt eins og skoðanabrenglaðir eru betur settir án lyklaborðs. En það er önnur saga.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 02:12

15 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, það sem er að gerast hjá mér er ekkert sem þú þarft að að hafa áhyggjur af. Þarf ég að hafa áhyggjur af þér?

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 02:18

16 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ég þakka þín innlit. Þau hafa ágæta vigt.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 02:19

17 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

"Jón Valur, skil illa hvað þú ert að þvælast á minni síðu. Hefur þú ekkert betra að gera? Vertu svo ekki að þykjast vera kaþólskari en páfinn. Vissulega eru menn ofbeldis betur komnir handalausir. Rétt eins og skoðanabrenglaðir eru betur settir án lyklaborðs. En það er önnur saga"

Björn! who are you to judge???

Óskar Ingi Gíslason, 2.10.2010 kl. 02:32

18 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 02:36

19 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Kanski ekki Björn, en finnst leiðinlegt ef samborgarar mínir vilja höggva hendur af fólki fyrir það eitt að kasta eggjum. Finn eingu að síður til með prestinum sem átti þetta alls ekki skilið. Það getur vel verið að þér finnist Jón Valur skoðanna brenglaður, þekki þann fýr ekki neitt, en who are we to judge :)

Óskar Ingi Gíslason, 2.10.2010 kl. 02:50

20 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, þú verður að skilja á milli þess sem er sagt í yfirfærðri merkingu og þess sem raunverulega er meint.

Ég sagði aldrei að mér fyndist tiltekinn einstaklingur brenglaður og myndi aldrei segja svo um nokkurn mann.

Almennt séð eru skoðanabrenglaðir betur settir án lyklaborðs. Það ætti öllum að vera kunnugt - og þér þá líka.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 03:04

21 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

En þú sagðir það nú samt, þótt þú hafir ekki meint það gagnvart einhverjum einstaklingi.

En hverjir eru skoðannabrenglaðir, kanski ég?? Stephen Hawkings?? Osama Bin Laden??  eða þú?? "who knows"?? eiga ekki allir rétt á skoðunum??? Allt sem þú setur á netið eiga allir rétt á að mynda sér skoðun á.

Óskar Ingi Gíslason, 2.10.2010 kl. 03:27

22 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Óskar,  ég held að  þú ættir að láta staðar numið við þetta, þar sem upprunalegt umræðuefni, sem er Jón Valur, er ekki að tjá sig hér, þetta er þeirra á milli og hefur alltaf verið, látum þar við sitja.

Guðmundur Júlíusson, 2.10.2010 kl. 03:33

23 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Geri það Guðmundur, en menn verða að átta sig á því að Bloggið(Bullið) er opinber vettvangur sem allir geta lesið, ekki einka spjall :)

Kærar kveðjur

Óskar Ingi Gíslason, 2.10.2010 kl. 03:57

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér er það algerlega að meinalausu að Björn kalli mig skoðanabrenglaðan, Óskar.

Er satt að segja hæstánægður með það, frá honum gæti ég ekki fengið betri meðmæli.

Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 05:48

25 identicon

Hurru, ég er ekki að gera lítið úr því að presturinn hafi meitt sig eitthvað, en presturinn var á röngum stað; Prestar eiga ekki að vera við setningu alþingis, það er þjóðarskömm.

Það er bara viðbúið að eitthvað gerist þegar það er búið að hengja næstum alla þjóðina... þessu eggi var ekki kastað af mótmælendum per se, þessu eggi var kastað út úr alþingishúsinu, það voru alþingismenn og ráðherrar sem köstuðu þessu eggi.

Þetta egg er ekkert miðað við það sem koma skal, ef hér verða ekki róttækar breytingar þar sem stórum hluta þingmanna verður hent, þar sem fjörflokkum verður hent, ásamt öðrum mafíósum; Þá munu miklu verri hlutir gerast, ég er afarhissa á að enginn hafi snappað nú þegar og bara plaffað á þetta lið.


DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 08:18

26 Smámynd: Alti R

Vissulega óheppilegt að eyra konunnar hafi orðið fyrir eggi en engu að síður nokkuð merkilegur dagur í hennar lífi.

Bæði brugðust vinir hennar alþingismennrnir henni og einnig gvöð almáttugur.

Hann hlýtur jú að hafa stýrt egginu, eða hvað?

Óþarfi samt að fara að að grenja Björn þó vanginn hafi roðnað......

Alti R, 2.10.2010 kl. 08:32

27 identicon

"Hvað ef viðkomandi hefði látið lífið sitt?"

Þú þekkir væntanlega marga sem hafa steindrepist á því að fá hrátt egg í hausinn?

Þetta er nú meiri sorglegi brandarinn hjá þér

hjö (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 08:51

28 identicon

Að mínu mati eru að einungis úrhrökin ög aumingjarnir úr hverju samfélagi fyrir sig sem láta skoðanir sínar á öðrum með þessum hætti eins og gert hefur verið á Austurvelli.  Fullorðið fólk sem vill láta taka sig og skoðanir sínar alvarlega gerir ekki svona.  Það eina sem að fólk hefur upp úr þessu er að láta flokka sig sem skríl, enda hefur það komið bersýnilega í ljós á undanförnum mánuðum að allt þetta erfiði sem fólkið sem tók í búsáhaldabyltinguni lagði á sig er að engu orðið og mun hvorki í nútíð né framtíð skila sér á nokkurn hátt nema þá helst neikvæðan.  Þó að ég tilheyri vissulega þeim hópi fólks sem stjórnvöld landsin eru að fara illa með, þá mun ég aldrei nokkurntíma taka þátt né láta sjá mig í skrílslátum sem þessum.   

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 10:27

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Hún mátti alveg vita að það yrðu mótmæli þarna og að hlutum yrði kastað"

Ætli þetta hafi verið sagt um bankastarfsmennina tvo sem brunnu inni í bankaútibúi sem kveikt var í, í óeirðum í Aþenu fyrir ca. ári? Þau máttu jú vita að þarna yrðu mótmæli og kveikt í hlutum...

Skeggi Skaftason, 2.10.2010 kl. 10:52

30 identicon

blablablabla og blablablabla og svo má bæta við blabla, og björn,deyðu með larf í kjaftinum!

arnar (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 11:09

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var bara Guðs mildi að enginn hlaut varanlegan skaða af ofbeldinu sem var beitt þarna.

Málið er að það er búið að æsa tilfinnngar fólk svo upp með langtíma neikvæðni fjölmiðla og bloggara.  Þetta er svona samspil það þar sem fyrirbrigðið eykst með hverjum hring sem farinn er. 

Sem dæmi, að ef mbl. er opnað og bloggið skoðað blasir þar alltaf við upphrópanir og æsingur hægri öfgamanna sem moggin flaggar öllum, þar sem orðræða þeirra miðast að því að það sé illsku núvrandi stjórnvalda að kenna að ekki sé Pardís á Jörðu.  Og ofaná þetta kemur eilíf neikvæðni fjölmiðla, ss. Mbl., eyju, ÍNN og annarra fjölmiðla sem flestir eru í eigu Sjalla eða undir áhrifavaldi þeirra.  Ma. ruv og fbl.

Þetta skilar sér allt smá saman.  Nú, að auki er nú heil útvarpsstöð sem stanslaust, dag og nótt, elur á neikvæðni og höfðar inná tilfinningar.  Byggir tilveru sína á því einu.

Þetta, að ala svona stanslaust á einhverju, hefur margsýnt sig glóbalt til að geta haft alvarlegar afleiðingar á suma.  Það er bara þannig.  Eg ætla ekkert að nefna nein sérstök dæmi, en það hefur verið marg sýnt fram á að ofbeldi er beitt eða það réttlætt eftir stanslausann áróður fjölmiðla og einhver ,,heilög reiði" myndast.  Þetta hafa fræðimenn sínt fram á.

Þessvegna er það frekar alarming að fáir virðast sjá nokkuð athyglisvert við ofbeldið sem beitt var í gær.  Og í raun fagna því og finnst kúl.  Staðreyndin er að það er stutt í næsta skref frá atburðunum í gær.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 12:42

32 identicon

Já Skeggi, berum saman morð þar sem eldur var notaður og því að hrá egg eru köstuð, það er mjög sambærilegt.

Held að lykilorðið þar sem þú missir tök á þínum rökum er þegar að þú nefndir orðið "óeirðir".Það er stór munur á óeirðum og mótmælum, svona álíka munur og á golu og hvirfilbyli.

Ekki vera svona barnalegur og ég ætla rétt að vona að þú skiljir að það voru margir þarna í gær og egg eru oft notuð í svona mótmælum þar sem þau gera ekki jafn mikinn skaða og grjót, múrsteinar, glerflöskur, loftsteinar en gera þó meiri skaða en hljóðbylgjur, ryk og hnerrar.

Annars ef þú ert ennþá á villigötum með það sem ég er að segja að þá hafðu það fyrir sjálfan þig og við skulum bara vera sammála um að vera ósammála :/

Hissa (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 13:17

33 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"...anginn litli anginn minn, ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn."

Annars er löngu fullreynt að settlegar mótmælastöður og göngur skila því miður engu hér á landi.

Haraldur Rafn Ingvason, 2.10.2010 kl. 13:49

34 identicon

Enginn verður óbarinn biskup .

enok (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 13:53

35 identicon

Það er dapurlegt að þessi kona hafi fengið að kenna á fljúgandi eggi reiðinnar og líklegast engu hægt að klína á hana nema þessu eggi.  En mér þykir dramatík þín mikil Björn enda ertu mikill aðdáandi þessarar ríkisstjórnar og þá sérstaklega Steingríms.  Þú ert ekki ólíkur honum að því leiti að hatur í þínu brjósti torveldar þér sýn á hvaða glapræði mannleysan er að leiða þessa þjóð út í.  Þú sakar aðra um öfgar en í riti ertu þannig sjálfur.

Njáll (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 14:09

36 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka öllum innlitin, sérstaklega þeim sem taka undir fordæmingu mína á ofbeldinu sem beitt var. Einnig þakka ég hinum sem eru nógu skoðanabrenglaðir til að mæla því bót, með von um að augu þeirra opnist einn góðan veðurdag. Merkilegt hve margir í þeim hópnum virðast hálf nafnlausir hér inni!

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 14:17

37 identicon

Eggjakast verður seint talið til ofbeldis;
Að auki, hvað höfum við fyrir okkur með að presturinn hafi slasast, höfum við eitthvað annað en orð Ólínu, systur prestsins fyrir því að eitthvað hafi raunverulega gerst annað en að fá egg í haus.

Nú verður bara að taka prestinn og fara með hana til óháðs læknis sem gefur út áverkavottorð.. þar til það gerist þá er þetta ekkert nema Ólína að segja sorgarsögu um systur sína.

Við bíðum eftir læknisvottorði frá óháðum lækni, ef það kemur ekki, þá verðum við að taka þann pól í hæðina að Ólína sé að leita sér að meðaumkun, að gera sjálfsögð mótmæli að ofbeldi.

Við bíðum ólína...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 14:58

38 identicon

Gat ekki biski grætt eyra konunnar?

Er það nú biskup!

marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 15:00

39 Smámynd: Vendetta

Belgingur: Ég veit ekki hvað þú áttir við með "J'est le gerre" er þvættingur. Í 3-4 orðum tókst þér að hafa 4 villur: J' er rangt, est er rangt, le er rangt og gerre er rangt. Hvernig væri að læra frönsku fyrst áður en þú reynir að skrifa?

Vendetta, 2.10.2010 kl. 15:01

40 Smámynd: Björn Birgisson

Eggið sem blóðgaði prest. Eggjum rigndi yfir mannskapinn sem yfirgaf Dómkirkjuna í gær á leið sinni til þingsetningar.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 16:16

41 identicon

Djöfull ertu meiriháttar heimskur maður!  Úff!

Þú vilt virkilega höggva af mótmælendunum hendurnar, sem eru að sýna reiði sína af hverju? Mig persónulega finnst þetta vera væg mótmæli og ég væri til í að sjá mikið meiri hörku, reiði og heift. Því viðbjóðslegu þingmennirnir virðast ekki hlusta neitt og það þarf þá að knýja þá til þess.

Viltu ekki þá líka höggva af bankamönnunum hendurnar líka? Stór partur ástandsins í dag er jú, þeim að kenna (þú minntist ekki einusinni á þá þarna)

Jón (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:24

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur Bjarki lýgur því hér, að Eyjan.is, Rúv og Fréttabl. séu "í eigu Sjalla eða undir áhrifavaldi þeirra." En þetta er hans aðferð, að veifa megi röngu tré fremur en öngu. Þannig er baráttan svo oft í kringum þennan mann – cela la guerre, sem við landvarnarmenn eigum í (rétt, Vendetta?).

Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 16:28

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar heitir hann víst.

Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 16:28

44 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, lastu #36? Varstu ekki fullfljótur á þér að þessu sinni?

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 16:36

45 identicon

fólk ætti að ráðast frekar á bankana og reyna að fella þá....fella gjaldmiðill og þessa ýminduðu veggi sem skilja okkur að frá öðrum löndum. Við erum öll mannkynið.....Ekki íslendingar, ekki svíar, ekki danir, ekki bandaríkjamenn. Hvenær ætlar fólk að fara að sjá þetta? Kerfið sem við notum í dag, hentar ekki fyrir núverandi tækni. Segið mér? Hvernig ætlum við að laga þessar núverandi skuldir....með meiri skuldum? Benda á að ég er tvítugur og ekki búin með menntaskóla....En einhvernvegin er ég að sjá þetta allt öðruvísi en þið....sem viljið slá í pönnur niðri á austurvelli eins og lítil börn sem fengu ekki ís eftir mat. Læt ekki sjá mig niðri á austurvelli.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:39

46 identicon

Þessi mynd segir ekkert um hvort hún hlaut áverka eða ekki..

Ólína verður að skila áverkavottorði til fréttamiðla, eða orð hennar eru dauð og ómerk.

En svona í alvöru talað; Hvernig í andskotanum eigum við að leita réttar okkar ef við megum ekki einu sinni kasta eggjum... Hér er verið að ræna almenning hægri vinstri, og hvað gerist; Allt snýst um að þingmaður segir að systir sin hafi meitt sig vegna þess að hún fékk egg frá kolóðum mótmælanda í hausinn.

Vá, er ekki best að yfirgefa þetta ömurlega sker bældra manneskja, bara fara og sega fokk you gamla aumingjalega íslenska undirlægju gen

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:17

47 identicon

það hjálpar engum og lagar ekki neitt að flýja vandan. Bara tímaspursmál þegar hin löndin falla líka. Bandaríkin eru byrjuð að falla....og þau sjá enga leið útúr því né með hernaðaraðgerðum.....og þegar bandaríkin falla.....falla hin löndin á eftir þeim.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:22

48 identicon

Að fá eins og eitt til tvö egg í hausinn er ekki nándar nærri eins slæmtog að missa heimili sitt í hendur ræningja með kveðju frá stjórnvöldum. Hvað eru prestar annars að gera í hópi með fólki sem er trúlaust með öllu og auk þess búið að fara með þjóðarskútuna til andskotans?

Ættu prestar þessa lands ekki frekar að standa með fólkinu en þjóðarsvikurunum? Nú ... ef þeir kjósa að vera í flokki með ræningjum og svikurum þessa lands en ekki almenningi þá vorkenni ég þeim ekki neitt að fá egg í hausinn ... þótt þau væru heilt dúsín. Þeir eiga það þá bara skilið fyrir að svíkja fólkið sem borgar launin þeirra.

Bravó (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:42

49 Smámynd: Björn Birgisson

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort unga fólkið okkar, sem réðst í húsbyggingu eða kaup á húsnæði, síðustu árin fyrir hrun, verði fyrsta kynslóðin á nútíma Íslandi, sem skilur ekkert eftir fyrir börnin sín, nema skuldir.

Dapurleg tilhugsun og vonandi byggð á sandi eins og sumt annað sem er í fréttum um þessar mundir.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 17:43

50 Smámynd: Vendetta

Jú, það er rétt, Jón. Eða "comment cela est la guerre". Ég held að Ómar haldi, að allir sem eru á móti Samfylkingunni styðji Sjálfstæðisflokkinn og það sama eigi við um alla fréttamiðla. Þetta er rangt, enda finnst æði mörgum það vera val milli svartadauða og kóleru að hafa bara fjórflokkinn til að kjósa.

Vendetta, 2.10.2010 kl. 17:45

51 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það vill nú svo einkennilega til að ég er óflokksbundinn og mér kemur SF eigi við per se og vísa ég öllu slíku til föðurhúsana.

Hitt er annað mál, að eg er áhugamaður um pólitík íslenska og ég veit alveg hvernig meginlínur liggja og hvernig þetta virkar á Íslani.  Það er eins og íslendingar almennt þekki ekkert söguna oig muni ekki nema um 2-3 sekúndur aftur í tímann. 

Sjáiði til, Sjallaflokkur er lang, lang, langsterkasta aflið í ísl. stjórnmálum.  það er Flokkurinn.  Hann hefur verið meir og minna einráður frá lýðveldisstofnun.  Það er bara þannig.  Fakt.    Hann ræður öllum meginfjölmiðlum á íslandi og ekki nóg með það heldur eru áhrif hans svo sterk allstaðar í meginstofnunum að Flokkurinn hefur alla aðalstrengi í hendi sér.  Þar skiptir engu þó hann sé ekki í stjórn eitt augnablik.   Það yrði áratugaferli í lýðræðissamfélagi að losa um ítök Sjalla.  Áratuga ferli.

Þessvegna er nánast óhugsandi að hægt séað halda úti starfhæfri stjórn til lengdar á íslandi án Sjalla.  Þeir geta auðveldlega gert allt vitlaust eftir behag með ítökum sínum í öllu þjóðfélaginu.   Framsóknarflokkurinn á seinni árum er í raun bara dótturfélag Sjalla og nánast enginn munur þar á og ættu þeir að sameinast Sjallaflokki.  Það væri heiðarlegast.  Framsóknarflokkurinn er ekkert sá samvinnuflokkur sem gömlu framsóknarmennirnir höfðu í heiðri.  Enda allur sá strúktúr er sá gamli og að mörgu leiti athyglisverði flokkur eða hugmyndafræði byggði á fallin eins og flestum ætti að vera ljóst.

Nú, hver er staðreyndin varðandi nýjustu kannanir um fylgi flokka?  Jú, Sjallaflokkur með um 35% og Framarar um 10%.  35+10 = 45%.  Það er bara hænufet frá yfir 50% fylgi!  Sem mætti auðveldlega fiffa til með smá auglýsingum.

Af ofansögðu er hægt að draga þá augljósu niðurstöðu að kosningar muni ekki skila hérna Paradís á Jörðu og jafnvel þó það yrði sett alveg sér í þjóðaratkvæði. Td.:  Villt þú að það sé Paradís á Jörðu á Íslandi?  Niðurstaðan yrði feitt og stórt JÁ - en eg efast um Pardís.  Og jafnvel þó Framsjallar kæmu samhliða þeysandi inná sviðið á hvíta hestinum segjandi:  Halló, halló, halló o.s.frv.  Efa það stórlega.

That said, þá - jú jú, mín vegna megiði kjósa hérna um hvað sem er og koma Framsjöllum til valda, sjálfum hrunkóngunum. Þó það nú væri.  Gerum það bara.  Höfum hérna kosningar til þess arna.  Og þá ætla eg að veltast svoleiðis um af hlátri. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 18:42

52 identicon

Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu hvatti mjög til mótmælanna og skoraði jafnframt á mótmælendur að ógna stjórnarherrunum verulega. Það væri eina leiðin til að mótmælin skiluðu árangri. Hvað þýðir að ógna fólki verulega? Hversu langt á að ganga? Eru engin lög gegn svona áróðri?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 18:44

53 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar, væri Pétur með svona áróður í Þýskalandi, sæti hann nú líklega inni.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 19:00

54 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Bjarki, takk fyrir þennan ágæta pistil.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 19:01

55 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, eg heyrði þetta. Og þetta var sagt beint og ekki síður óbeint ótal sinnum og dag eftir dag.  Og búið vera þannig lengi.

Eg vil, í fullri alvöru, vara við þessu - og vísa frekar til ummæla minna hér ofar.  Þetta er stórvarasamt.

Eg met það svo að óstabílheitin sem maður varð var við hjá sumum svokallaðra mótmælenda sé afleiðing af þessum endalausa söng sem ma. má heyra í umræddri útvarpsstöð.  Smá saman innprentast það í sumt fólk sem er ekkert sérlega vel að sér að upplagi,  að vikomandi stjórnvöld sé haldin sérstakri illsku og standi í vegi fyrir Paradís - af illgirni einni saman.  Og ekkert mál sé bara að fá hérna Paradís.

Það var eitthvað við óstabílheitin í nokkrum þarna og ,,reiðina"  sem margir kalla, sem var mjög alarming.  Þessvegna vekur furðu hve margir fagna þessu.  Verð að sgja það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 19:02

56 Smámynd: Björn Birgisson

Á þessi útvarpsstöð marga hlustendur? Aldrei stilli ég á hana. Aldrei. 

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 19:06

57 identicon

Ómar virðist sjá þetta.....meðan restin af íslendingum hafa enga hugmynd um hvernig á að laga þetta ástand. Haldandi það að ef nýtt fólk tekur við, verði þetta betra.....ÞAÐ ER BULL.

Meðan kerfinu er leyft að halda svona áfram....verður alltaf spilling. Almenningur er svo ignorant yfir höfuð að það er alveg fáránlegt. En kemur víst ekki á óvart. Því kerfið í dag styður "grunna hugsun". Gerir allt til að halda kerfinu gangandi. Svo að þeir ríkustu geti haldið áfram að græða. 

Og fólk missir hús sín og væl og væl. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að með þessu kerfi sem notað er í heiminum í dag eru hundruðir þúsunda, jafnvel milljónir (ekki með tölu á því, en ég veit af þessu) sem deyja úr hungri, eða jafnvel sjúkdómum sem við höfum lækningu fyrir. Þetta er skömm, og að fólk sé að væla yfir að þau séu að missa heimilin sín....því þau áttu það allt of gott fyrir 3-4 árum. Prófið að hugsa djúpt

Reynið að forðast grunna hugsun. Og einhverntíma kannski þróumst við í rétta átt. Ef fólk opnar augun sín og segir að þetta sé ómögulegt þá gerist aldrei neitt. Fyrir 200 árum var síminn ómöguleg hugsun.....í dag er hann mannleg nauðsyn.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 19:28

58 identicon

Ég viðurkenni að ég hlusta oft á Útvarp Sögu og ég skora á þið Björn að gera slíkt hið sama. Þessi útvarpsstöð er ákaflega merkilegt fyrirbæri, sérstaklega þáttur sem nefndur er " Línan er laus". Þar er Pétur í hlutverki prédikara í sértrúarsöfnuði. Söfnuðurinn er ekki sérlega fjölmennur en ákaflega hávær og einstaklega orðljótur og hringir næstum daglega inn til leiðtogans. Þar fær söfnuðurinn að ausa úr sér slíkum fúkyrðum að hið hálfa væri nóg. En eintaka sinnum slæðast  inn menn sem ekki eru í söfnuðinum og jafnvel ósammála leiðtoganum. En þeir fá allt aðra afgreiðslu en safnaðarmeðlimir. Þeir fá ekki sama málfrelsi , því safnaðarleiðtoginn tekur jafnan af þeim orðið til að koma sínum sjónarmiðum að. Ef það dugar ekki lokar leiðtoginn á þá og segir að nú séu að koma auglýsingar!! Það er margt fleira sem segja má um þessa útvarpsstöð en ég læt það bíða.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 21:06

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú skrökvar, Svavar Bjarnason, og það sem verra er: þú veizt það sjálfur.

Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 21:21

60 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei þetta er satt.

Eg hlusta stundum á þetta útfrá félag og sálfræðilegu perspektífi.

Hvort margir hlusti á þessa stöð - sko, fyrirfram skyldi maður ætla að þeir væru afar fáir en eg er farinn að hallast að því að það sér gróflegt vanmat.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 21:31

61 identicon

Hverju er ég að skrökva Jón Valur? En ég skal viðurkenna að þú ert með þeim hógværari í orðanotkun í söfnuði Péturs!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 21:31

62 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Augu Steingríms opnast, ef nógu mörg egg

lenda á skalla hans.

Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2010 kl. 21:56

63 Smámynd: Skríll Lýðsson

Hef ekki séð annað eins tilfinningaklám eða dramatík í kringum eitt egg, hvað ef hvað ef hvað ef...svona málflutningur segir það eitt um viðkomandi...ekki í jafnvægi.

Skríll Lýðsson, 2.10.2010 kl. 22:01

64 identicon

 Þetta er Copy/paste af kommenti sem ég sendi annars staðar.

Ég kom að Dómkirkjunni eftir að mestu lætin voru gengin yfir. Hinum megin við kirkjuna sá ég glerbrot úr að minnsta kosti tveimur gosflöskum og eina hálftóma kókdós innan um eggjasletturnar. Lögregluþjónn á staðnum sagði að þetta væri hlutir sem kastað hefði verið. Hvað hefði gerst ef þessir hlutir hefðu lent í andlit fólks?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:03

65 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvort kom á undan eggið eða presturinn? Hvort varð presturinn fyrir egginu eða eggið fyrir prestinum? Mættust kannski á miðri leið?

Þú skrökvar Jón Valur, þegar þú afneitar hatursáróðnum sem rekinn er á ÚS og þú veist það sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2010 kl. 22:16

66 identicon

Það eru nú að jafnaði um 2000 manns sem svara könnunum hjá Útvarpi Sögu á hverjum degi og það er alls ekki hægt að ætla að allir sem hlusta eða flestir sem hlusti svari þessum könnunum. Ég veit allavega um 5 í minni vinnu sem hlusta daglega og enginn svarar könnununum. Ef að helmingur er að svara þá er meira en 1% þjóðarinnar að hlusta á stöðina á hverjum degi sem er alveg ágætt held ég þar sem að ekki er öll þjóðin sem hlustar á útvarp, enda ekki komin með aldur, eru í námi og geta ekki hlust á útvarp, eru í vinnu sem leyfir ekki að hlusta á útvarp eða bara hlusta ekki að jafnaði á útvarp.


Það er alveg rétt að fólk er orðljótt sem hringir þarna inn en það er lygi að Pétur neiti þeim með öðrum skoðunum enn hans sjálfar að tjá sig og setji auglýsingar. Það eru auglýsingahlé ca 4-6 sinnum á klukkutíma sem er bara mjög venjulegt miðað við aðrar stöðvar sem ég hlusta á, enda þurfa stöðvarnar auðvitað fjármagn frá auglýsendum til að hafa stöð sýna opna.

Ég er nokkuð ungur sjálfur og heyri að flestir þeir sem hringja þarna inn eru líklega eldri en 60 og eldri en 70 og ég get alveg skilið það að fólk á þessum aldri sé reitt, enda er verst farið með þau, enda geta þau vart varið sig. Það er eiginlega ógeðslegt hvernig farið er með eldra fólk á Íslandi.

Einn daginn verðum við öll á þeirra aldri og miðað við ástandið í dag þá munum við gjalda lengi fyrir vanhæfa þingmenn sem er drullu sama um land sitt og þjóð og elska bara vini sína og flokk. Peningur er máttur, ef þú átt ekki pening þá skiptiru ekki máli, eina sem þú getur gert er að blogga reiði þína eða kasta eggjum sýnist mér :/

Hissa (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:45

67 identicon

Ég mæli með eggja- og tómatakasti. Það styrkir íslenska eggja- og tómatarækt og skilar sér því rakleitt aftur út í atvinnulífið.

Eggert (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 23:13

68 identicon

Mikið væri gaman að geta tekið eitthvað mark á "Hissa" ef hann hefði kjark til að koma fram undir réttu nafni. Hefur "Hissa" borið saman raunverulegar skoðanakannanir og skoðakannanir Sögu um td. skoðanakannanir stjórnmálaflokkana? Hverjir velja skoðanakannanir Útvarps Sögu?  Niðurstaða flestra þessara kannana eru eins og út úr kú. Ef ég man rétt var Ástþór mjög vænlegur forseti!  Greinilegt er að Pétur er mikll lýðskrumari og kann að velja skoðanakönnun á réttu augnabliki út frá sem hann telur heppilegt. "Hissa" getur ekki borið á móti því að andstæðingar Péturs fá allt aðra afgreiðslu en þeir sem eru honum samþykkir. Ég læt þátt Arnþrúðar bíða. 

Svavar bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 23:16

69 identicon

Held það skipti engu máli hvort maður komi undir nafni eða ekki, ekkert sem ég er að segja eða skrifa er til að predika yfir einn né neinn og enginn hérna myndi hvort sem er þekkja mig, gæti alveg eins kallað mig Guðmund Ólafsson og allir haldið að það sé mitt rétta nafn.

Ég var ekkert að tala um innihald skoðanakannanana heldur bara að nefna hve margir taka þátt til að fá hugmynd um hve margir hlusta á stöðina, en ég er samt sammála þér, þær eru ekkert marktækar enda eru flestir sem hlusta á sögu þeir sem eru hvað reiðastir í þjóðfélaginu og ég ætla ekki að vera sá vitlausi og segja að þau hafi ekki efni á því að vera reið. Eflaust einhver þeirra sem eru soldið öfgakennd og gera mikið úr hlutunum og svo aðrir sem mættu kannski gera meira úr því hversu illa er farið með þau.

Þú hefur það samt rangt að ég geti ekki borið á móti því að andstæðingar fái öðruvísi afgreiðslu því ég get það því það er mín skoðun. Ég hef oft heyrt fólk  hringja í hann og ausa yfir hann skömmunum fyrir hans skoðanir og sumir koma með góð rök á meðan aðrir virðast bara vera heilaþvegnir og með augljósar rangfærslur. Einnig hef ég heyrt hann stoppa fólk sem er sammála honum en þó mun öfgakenndri en hann sjálfur og hann þarf að róa þau niður.

Var ekki og er ekki Pétur  lögfræðingur að mennt og hann ætti því að kunna aðferðir til þess að taka yfirhöndina í umræðum og rökræða vel. Hann er bara frekur á að tala.

Heimir á Bylgjunni þaggar oft niður í fólki í Ísland í býtið sem honum finnst vera að snúa útúr og hann er ósammála. Þetta er bara aðferð sem notuð er til þess að fá orðið og láta eins og þín skoðun sé réttari.

Hissa (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 23:35

70 identicon

Mikið væri gaman að heyra eitthvað frá Jóni Val áður en ég fer að sofa!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 23:35

71 identicon

" Hissa". Trúverðugleiki manna fer eftir því  hvort þeir eru tilbúnir að koma fram undir fullu nafni, eða villa á sér heimildir

Svavarf Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 23:45

72 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hissa er sennilega Pétur sjálfur. JVJ hverfur - inn kemur einn skyndilega steinissa.

Sko, í örstuttu máli er þetta þannig, að það er ákveðinn tónn sleginn í upphafi (og þetta á ekki bara við þennan þátt heldur í yfirbragði umræddrar stöðvar þó að sjálfsögðu geti leynst eitt og eitt áhugavert innan um eins og gengur)

Að þessum tóni laðast síðan þeir sem líkar þessi tónn og ef þeir eru samhljóma fá þeir augljósan stuðning sem þá eflir þeirra eigin tón og gagnkvæmt og svo koll af kolli.  Smá saman verður þetta í meginlínu einn samfelldur þungur niður.  Í meginlínu.  Öðruvísi tónar sem etv. komast östutt inn,  falla niður hjá garði og/eða hverfa í hinum þunga nið.  Það er þannig sem þetta virkar.   

Það er eiginlega alveg mjög furðulegt að hlusta á þessa stöð og velta fyrir sér útfrá félags/sálfræðilegum áhrifum.

Eg held að það hve margir kjósi í könnunum sé ekki góður mælikvarði á hlustun.  Eg er nefnilega farinn að hallast að því að miklu fleiri hlusti á stöðina en maður skyldi ætla.  Svo er sumt endurtekið oft trekk í trek náttúrulega.

Það er í raun alveg furðulegt að enginn þokkalega almennileg og upplýsandi frjáls stöð skuli hafa komið til á íslandi.  Hvað hefur maður?  Jú ÚS og ÍNN!  Fjölmiðlun á íslandi er í meginatriðum léleg. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2010 kl. 00:51

73 identicon

Ómar, þú ert á rosalegum villigötum. Þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að standa og því reyniru að sannfæra sjálfan þig um einhvern ýmindaðan sannleika með því að búa til lygar.

Helduru virkilega að Pétur myndi nenna að vera að blogga eitthvað hérna og hvað þá að hann væri jafn málefnilega skertur eins og ég er, hann myndi orða hlutina allt öðruvísi en ég, tala um allt aðra hluti og hann líklega veit þær tölur hversu margir hlusta á Útvarp Sögu og myndi segja nákvæma tölu hérna en ekki spekúleríngar eins og ég.

Einnig er ég heldur ekki þessi JVJ, nema að þú haldir því fram að ég sé tvískiptur persónuleiki því ef þú skoðar tvö fyrstu svörin hérna á þessu bloggi þá byrjar JVJ á að segja við höfund að hann sé sammála því sem höfundur segir, og svo kem ég fast á hæla hans með mitt inlegg þar sem ég er algjörlega ósammála höfundi og kalla hann dramatískan.

Svavar, hvernig veit ég hvort þú sért að skrifa undir réttu nafni eða ekki? Mér gæti ekki verið meira sama hvað þú heitir. Ég þarf á engum trúverðugleika hérna, þetta er mbl.is blogg, ekki fundur í vinnunni eða ræða á alþingi :/ Þú ræður hvort þú virðir það sem ég skrifa eða bara hunsar það. Það eru allavega um 7 milljarðar fólks í heiminum sem er alveg sama um hvað ég heiti og afhverju ættiru ekki að vera sammála þeim?

Hissa (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 01:28

74 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Bjarki, þú verður þér til skammar með þessu bulli um Útvarp Sögu.

Nærðu henni nokkuð þarna úti í firði í Seyðisfirði?

Þú ert kannski nýfarinn að heyra í henni á netinu, en það sýnir þá, að þú þekkir hana nánast ekki neitt.

Það eru alls konar skoðanir viðraðar á ÚS, m.a.s. landsölulöngunarskoðarnir sem þú hlýtur að telja í anda þinnar ESB-ástar.

Það eru margir tugir manna sem hingja inn á einni viku, og undarlegt væri, að það væri ekki breidd í hlutunum.

Þangað hringja t.d. menn sem tala bæði lengi og ákveðið með ESB og jafnvel með Icesave-svikapakkanum, sem þú hefur svo lengi predikað, en þeim fækkar mjög, sem bera blak af þessari ríkisstjórn (hissa? –– og Hissa, ertu hissa á því?).

Ég nenni ekki á þessari stundu sólarhrings að fara í gegnum allt þetta sem hefur gengið hér á milli ykkar. Man þó þetta að leiðrétta: Hissa, það er fráleitt, að allir sem hringja inn til ÚS séu yfir sextugt eða sjötugt.

Þetta er hið sanna þjóðarútvarp og stendur sig vel með sína örfáu starfsmenn (um einn tug manna, ég er ekki einn þeirra). Til samanburðar voru 324 starfsmenn á hinni gegndarlausu hít Rúv árið 2007, og meðallaun voru þar árið 500.000 kr. á mánuði, sjá hér: Rúvarar eru sukkarar í ríkiskerfinu. Þrátt fyrir 3–4 rásir Rúv hefur það margfalt minna pláss á þeim samanlögðum fyrir almenning til að tala sínu máli heldur en á Útvarpi Sögu.

ÚS var með 40% hlustun í Reykjavík og 30% yfir landið, þegar hlustendakönnun var gerð síðast .... þannig að í innleggjum hér hafa verið reifaðar hinar fráleitustu ranghugmyndir.

Jón Valur Jensson, 3.10.2010 kl. 02:23

75 identicon

Ég sagði ekkert allir, heldur flestir, það er mikill munur á þessum tveim orðum. Ég hlusta bara á "Línan er laus" og þetta er bara það sem ég held miðað við hvernig rödd fólkið er með sem hringir inn.

Hissa (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 11:19

76 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta er alveg skelfileg stöð.  Sammála ykkur í því.  Með þessa símatíma, þá er nú eins og mestanpart séu alltaf sömu nöttkeisin á línunni, einhverra hluta vegna.

Hinsvegar hef eg alveg orðið var við það að miklu mun meiri hlustun er á þetta skrapatól en maður skyldi fyrirfram ætla.  Maður skyldi yrirfram ætla að það væru um 10.  En maður er oft að góma fólk við hlustun á þetta og þá segir maður sem svo:  Bíddu, bíddu, ert þú að hlusta á ÚS?? Og þá fer fólk alveg í keng og:  Ja, ja, það var þarna þáttur sem eg var bíða eftir eða ætlaði að hlusta á hann þennan og þennan, annars hlusta eg aldrei  o.s.frv.  Ætlaði að hlusta á hann Sigurð minn etc.  (Rekinn fyrir löngu)  - þ.e. að  fólk skammast sín greinilega fyrir að hlusta á þetta og vill helst ekki viðurkenna opinberlega.  Skiljanlega svo sem. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2010 kl. 12:22

77 identicon

Nei, nú þykir mjer týra á skarinu!

Þetta eru einhverjar þær fyndnustu umræður sem ég hef lesið alla vikuna. Allt saman af því einhver kona fékk eitt lítið egg í hausinn. Mitt innlegg í þessa umræðu:

a) Blogghöfundur er all svaðalega dramatískur og mér er spurn hvort hann sé nokkuð talibani m.v. þær skoðanir sem hann viðrar?

b) Útvarp Saga er lítið annað en áróðursstöð kommúnista.

Beztu kveðjur til ykkar allra

Baldur

Baldur (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 13:06

78 Smámynd: Skeggi Skaftason

"einhver kona fékk eitt lítið egg í hausinn"

Nei. Það var nú heill hópur fólks sem fékk yfir sig skæðadrífu af eggjum. Þessi tiltekna kona skar sig úr hópnum að því leyti að "mótmælin" beindist alls ekki gegn henni. En hún var þarna starfs síns vegna.

Svo finnst mér að öll þau sem segja að eggjakast sé bara "alls ekkert ofbeldi" eigi að upplýsa okkur hvort þeir hafi prófað þetta sjálf, að fá egg kastað með allmiklu afli í höfuðið.

Skeggi Skaftason, 3.10.2010 kl. 15:05

79 identicon

Í fyrsta lagi þá fór eggið með allmiklu afli í höfuðið á henni, þetta var bara ósköp venjulegt kast af löngu færi.

Já, ég hef fengið bæði hrátt egg og harðsoðið egg í mig þegar ég var busaður í 8unda bekk. 3 af þeim sem köstuðu eggjunum hafa  spilað með landsliði Íslands í handbolta og spiluðu með Val í langan tíma. Einum þeirra fannst fyndið að sjóða eggin fyrst til að hafa þau harðari.

Það var vont en ekkert til að væla yfir, líklega svipað og fá paint ball kúlu í sig, svíður í 1 sek og svo er það búið. Það kom engin frétt um þetta á mbl.is og  það voru engir dramatískir menn að biðja um að hendur þeirra sem köstuðu í mig og vini mína yrðu höggðar af þeim, enda yrði það nokkuð öfgakennd refsing.

Hissa (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:31

80 identicon

Já þetta er merkileg umræða, Skeggi. Þú vilt kannski líka taka undir með blogghöfundi um að það væri líklega réttast að aflima fólk sem kastar eggi?

Vissulega fékk heill hópur yfir sig eggjadrífuna, en blogghöfundur er að mestu leyti að einblína á þessa einu konu. Og já það vill svo einkennilega til að ég hef fengið egg í höfuðið, reyndar ekki í eyrað og þetta var fyrir ansi mörgum árum, en ég er enn við sæmilega heilsu í dag þrátt fyrir að fá egg "með allmiklu afli í höfuðið" þannig að ég hlæ að þessari hysteríu.

Baldur (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:33

81 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hissa og Baldur:

Æ, ég nenni ekki að rökræða við ykkur. Ég hendi bara í ykkur eggjum í staðinn.

Skeggi Skaftason, 3.10.2010 kl. 18:29

82 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er fráleit einsýni þessa Ómarrs Bjarka – en sennilega bara partur af hans annarlegu áróðursviðleitni – að reyna að brennimerkja Útvarp Sögu sem einhliða fjölmiðil. Ég er t.d. ekkert hrifinn af því að Evrópuþátturinn þar (í umsjá Andrésar Jónssonar, Samfylkingamanns, og Frosta Sigurjónssonar) býður þangað jafnt ESB-innlimunarsinnum eins og þeim, sem vilja standa vörð um lýðveldið. Meðal þeirra hafa t.d. verið Benedikt Jóhannesson, Jón Steindór Valdimarsson o.fl. ESBéingar.

Stjórnmálamönnum úr öllum þingflokkum o.fl. flokkum hefur verið boðið í viðræðuþætti á ÚS, fjöldi þingmanna úr öllu pólitíska litrófinu. Þeir hafa birzt þar í klukkustundar-þætti hjá Pétri og Arnþrúði, sem er á dagskrá 5 daga vikunnar kl. 4–5, ennfremur í þætti Markúsar Þórhallssonar á morgana og í daglegum morgunþætti Sigurðar storms (veðurfræðingsins, sem er vel máli farinn og alls enginn hægri predikari frekar en Markús).

Meðal þeirra, sem hafa verið með erindi kl. 12.40-13.00, eru Eiríkur Stefánsson, Fáskrúðsfirðingurinn í Samfylkingunni, mikill ESB-sinni (hefur verið þarna árum saman og hringir líka nær daglega í þáttinn 'Línan er laus'), Jón Magnússon lögfræðingur (nú varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, áður í Frjálslynda flokknum, maður sem virðist ESB-sinnaður), Valdimar kvótadómsmaður (ekki lengi með þátt þar), Hulda Jensdóttir ljósmóðir (fv. varaþingmaður Borgaraflokksins hans Alberts) og ég undirritaður.

Í viðskiptaþætti Höskuldar Höskuldssonar á miðvikudögum síðdegis er hann sjálfur ESB-sinnaður og gagnrýninn á Sjálfstæðisflokkinn, en Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, er svolítið hallur undir nefndan flokk, en afar faglegur og upplýsandi maður um ranghala viðskiptalífsins, og með þeim hafa verið á víxl Egill Jóhannsson í Brimborg og hinn góðkunni, afar fróði Ólafur Sigurðsson, fv. fréttamaður Sjónvarpsins.

Fréttastofa er nú rekin á Útvarpi Sögu og hún því hætt að kaupa fréttir af Baugsmiðlum. Haukur Holm fréttamaður hefur staðið sig með mikilli prýði í hlutverki fréttamanns (og fréttalesara) ÚS.

Auk fyrrnefnds Eiríks, sem mælir oft og lengi með ESB, hringir Áni Björn Guðjónsson nánast daglega í þáttinn, oftast til að flytja lofgjörð um ES og hefur fengið LANGAN tíma til þess (menn hafa logið hér öðru á síðunni), það sama á við um Ólaf einn og annan Eirík og fleiri sem styðja ESB fremur en sjálfstætt og fullvalda lýðveldi Íslands.

En vesalings Ómar Bjarki á erfitt, hann burðast með vanþakklátt hlutverk, að mæla með Icesave (einn sá alharðasti á netinu í því) og innlimun landsins í Brusselbandalag hákarlanna í Evrópu, og svo reynir hann að mæla niður stöð, sem almenningur þekkir að mestu að góðu. En vitaskuld eru sumir kjaftforir þar í beinni útsendingu, en maður mælir ekki gæði útvarpsstöðvar af því lakasta, miklu fremur af því bezta, eins og ferðamenn dást að því fegursta í landslaginu.

Og Pétur Gunnlaugsson er ofjarl flestra eða allra hér í rökræðum, þess vegna líður Ómari illa og reynir að rífa orð Péturs úr samhengi eða rægja hann vegna einhvers sem viðmælendur hans hafa sagt.

Ég hef þekkt Pétur frá menntaskóla- og háskólaárum mínum og fór mjög snemma að dást að rökleikni hans og skemmtilega víðtækri þekkingu, enda er hann maður vel lesinn, ekki sízt um alþjóðleg málefni um margra áratuga skeið, enda ólst hann að hluta upp erlendis. Séntilmaður er hann ennfremur og er farinn að heilla margar konurnar meðal hlustenda Útvarps Sögu fyrir geðþekkan viðtalsmáta sinn, eins og eg hef bæði heyrt í beinni útsendingu hans og nú síðast á Austurvelli þegar ég heyrði þar hástemmt lof konu um hann, þegar hann mætti þar á vettvang.

Þrátt fyrir nánast framandi (og kosmópólitanska) séntilmennsku sína er Pétur meiri miklu maður fólksins en pólitíkusar okkar almennt eru; hann og Arnþrúður standa með alþýðunni, ekki fjármála- og spillingaröflum landsins – né stjórnmáastéttinni, þótt hann ræði oft við fulltrúa hennar og það af fullri kurteisi.

Jón Valur Jensson, 3.10.2010 kl. 20:02

83 identicon

Ég er ekki hissa á að rökþrota Skeggi nenni ekki að ræða lengur málin, enda er slíkt vaninn hjá rökþrota mönnum.

Útvarp Saga er kommúnistamiðill af verstu sort.

Beztu kveðjur til ykkar kommúnista og talibana

Baldur

Baldur (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 20:08

84 Smámynd: Skeggi Skaftason

Baldur,

ég er að gagnrýna það að ykkur finnist eggjakast í fólk tæk leið til að tjá skoðanir og/eða tilfinningar

Þú segir að þú hafir einu sinni fengið egg í höfuðið, en að það hafi nú ekki verið neitt mál. Hvers konar bjánarök eru það?? Ég var einu sinni kýldur á nefið, það var svo sem ekkert stórmál, fossblæddi í korter en ég fann ekki mikið til, var svo aðeins bólginn næsta dag, en ekkert brotinn og er með heilbrigt og fallegt nef í dag.

Þýðir það, að það sé í lagi að kýla stjórnmálamenn?

Skeggi Skaftason, 3.10.2010 kl. 23:24

85 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Veldurat sá er varar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2010 kl. 23:54

86 identicon

Skeggi, það var enginn sem kýldi prestinn, hún fékk í sig egg, þú spurðir hvort við hefðum fengið egg í okkur og við svöruðum játandi.

Það er enginn að reyna að segja að það sé rétt að kasta eggi í prestinn eða kýla einn né neinn, það er bara verið að segja að það þarf ekki að gera svakalegt mál úr þessu eins og höfundur segir, að það eigi að höggva hendurnar af þeim rúmlega 2000 manns sem þarna mættu. Það er mjög dramatískts, þetta var bara egg, ekki hnefi, ekki loftsteinn, ekki byssa, ekki fallbyssa, ekki hnífur ekki handsprengja, þetta var EGG. Hættið að snúa útúr og gera meira mál úr þessu en það er.

Hissa (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 00:42

87 Smámynd: Björn Birgisson

........eins og höfundur segir, að það eigi að höggva hendurnar af þeim rúmlega 2000 manns sem þarna mættu."

Þvílík forarvilpa sem hefur opnast í kjölfar færslunnar minnar þar sem ég fordæmdi ofbeldið sem beitt var.

Nú ríður á að stefnumál Besta flokksins: Allt fyrir aumingja, fari að virka.

Þetta nafnlausa haturslið þarf vissulega á meðferð að halda. Ég ætla rétt að vona að það tengi sig ekki við stjórnmálaflokk. Hann væri þar með dauðadæmdur vegna allrar heimskunnar og hatursins.

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband