Þótt 73% vilji aðskilnað eru þau ekki að hafna kirkjunni

"Mikill meirihluti þeirra, sem tóku þátt í þjóðarpúlsi Gallup, eða 73%, vill aðskilnað ríkis og kirkju."

73% er fjári mikill meirihluti. Hvað þarf þessi tala að hækka mikið til þess að til aðskilnaðar komi? Hafa skal í huga að kirkjan liggur fáránlega vel við höggi núna eftir allt sem á undan er gengið og það kemur vel fram í þessari könnun. Kirkjan hefur fáar leiðir til að verja sig og nýtir þær líka illa.

Ég held að meirihluta landsmanna sé í raun hlýtt til þjóðkirkjunnar.

Það eru skemmdu eplin í kassanum sem eru að eitra út frá sér og þess vegna eru þessi 73% tilkomin.

Margt fólk vill aðskilnað ríkis og kirkju, en styður samt sína kirkju. Þetta er spurning um útfærslu og form.

Spurningin um aðskilnað ríkis og kirkju mun fara í þjóðaratkvæðagreiðslu innan ekki langs tíma, eða ætti að gera það.


mbl.is Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti engu máli að skipta hvort fólki sé hlýtt til kirkjunnar eða ekki. Það er fornaldarlegur fáránleiki að það séu ennþá til ríkiskirkjur. Það er ekki hægt að hafa ríkiskirkju án þess að mismuna öðrum trúfélögum eða lífsskoðanafélögum, og að því gefnu að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum burtséð frá trú, þá gengur einfaldlega ekki upp að hafa ríkistrúfélag! Njóti það stuðnings ríkisins, þá er trúfélögum og lífsskoðanafélögum mismunað. Njóti það ekki stuðnings ríkisins, þá er óþarfi að kalla það ríkiskirkju.

Reyndar þarf helst að breyta stjórnarskránni til þess að aðskilja ríki og kirkju, en samt ekki, vegna þess að þetta gagns- og þýðingarlausa slef sem er kallað stjórnarskráin, tilgreinir í 3. mgr. 62. gr. að þeirri grein megi breyta með lögum... sem ætti að vekja spurninguna hvað í ósköpunum þetta sé að gera í stjórnarskrá. En eins og ég segi, þessi stjórnarskrá okkar er bara slæmur brandari.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 20:56

2 identicon

Munu þingmenn hafa dug til að taka á þessu réttlætismáli, það er fyrsta spurningin.

Spurning 2 er, munu prestar/kirkjan gera allt sem í þeirra valdi stendur til að kúga þjóðina með illa fengnum jörðum og öðru í þeim dúr.
Það er eiginlega spurningin með hvort prestarnir séu íslenskir eða kristnir á íslandi,.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:00

3 identicon

Svo eigum við að skipta út fána og þjóðsöng. Þetta er móðgun við aðra sem ekki eru kristnir.Sama gildir um svokallaða kirkju frídaga annan í jólum og frí um páska. Hvaða rugl er að vera með þessa daga sem frídaga ? Ekki veitir af að styrkja atvinnlífið svo þetta er dýrmætur tími sem fer í súginn.

Siggi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:36

4 Smámynd: Vendetta

Ég hef reynt að skrifa athugasemd hér í tvígang án árangurs. Prófa aftur, en með niðurfellingum.

Vendetta, 3.10.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meirihluta fólks er ekki hlýtt til kirkjunnar. Það get ég fullyrt eins og að þú fullyrðir hitt. Það er sama hvað þú þvoglar yfir þessum tölum, þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér og hefur ekki kynnt þér málið. Það hefur verið meirihluti almennings með aðskilnaði í tvo áratugi a.m.k. Þetta á bilinu 56 til 70%.  Flettu þessu upp kallinn minn. Það er ljótt að segja ósatt og svo geturðu lent í helvíti fyrir vikið. (sem þú gerir óháð því, vegna þess að þú ert borinn í synd eins og allir)

Auðvitað þýðir þetta ekki að fólk vill ekki afleggja kirkjuna. Hver hefur haldið því fram? Þetta þýðir heldur ekki að það eigi að slá trú af heldur.  Veistu...þetta er alveg ótrúlegþvæla, sem þú ert að skrifa hér. Ertu að sleikja þér upp við prestinn eða ertu í einhverri andskotans safnaðarnefndinni?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2010 kl. 21:49

6 Smámynd: Vendetta

Helgi, þetta setendur í íslenzku stjórnarskránni, því að hún (þ.e.a.s. sú frá 1944 án síðari breytinga) er næstum orðrétt afrit af þeirri dönsku frá 1920. Það er ekki hægt að framkvæma fullkominn aðskilnað nema með því að fella 62. gr úr stjórnarskránni. Þetta á að gera með lagasetningu, hugsanlega mun komandi stjórnlagaþing gera þetta ef allt gengur að óskum).

Þar eð 62.gr. hljóðar svona: "Hin evangelíska lútherska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda," þá er ekki hægt að breyta greininni sjálfri þegar evangelíska kirkjan hættir að vera ríkiskirkja, öll grein 62 fellur einfaldlega niður. Það er ekki hægt að hafa bæði ríkiskirkju og ekki ríkiskirkju.

Eftir munu þá standa greinar 63 og 64 sem fjalla um trúfrelsi, bann við mismunun vegna trúhneigðar, stofnun annarra trúfélaga og frelsi til að standa utan trúfélaga. Málsgreinin um hvert sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga skuli renna (t.d. til H.Í.) félli eðlilega niður, þar eð ríkið mundi algjörlega hætta afskiptum af trúfélögum og kirkju.

Vendetta, 3.10.2010 kl. 21:55

7 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Steinar, lastu ekki færsluna mína? Ég ætlaði að svara innlegginu þínu málefnalega, las það í tvígang, en það lenti bara í ruslflokki eins og eitt og annað hérlendis um þessar mundir. Sorry!

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 21:58

8 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta segir: ".......... hugsanlega mun komandi stjórnlagaþing gera þetta ef allt gengur að óskum."

Nákvæmlega. Hvað varðar þjóðkirkjuna þarf að breyta stjórnarskránni. Meirihluti, all nokkur meira að segja, virðist vera fyrir því. 

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 22:05

9 Smámynd: Björn Birgisson

"Auðvitað þýðir þetta ekki að fólk vill ekki afleggja kirkjuna. Hver hefur haldið því fram?"

Túlk, takk Jón Steinar!

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 22:08

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég veit ekki hvað þarf til að þetta mál komist á dagskrá hjá þjóð og þingi fyrir alvöru. E.t.v. finnst mörgum þingmönnum sem gætu vel hugsað sér aðskilnað, þetta ekki vera mikilvægt mál miðað við önnur sem að steðja. En auðvitað hefur verið meirihluti fyrir aðskilnaði í langan tíma. Málið er ekki sérlega flókið og efnahagslega hliðin ekki neitt sem þarf að hafa áhyggjur af. - Það sem fólk óttast e.t.v mest er að hefðirnar raskist.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.10.2010 kl. 22:14

11 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Svanur Gísli.

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 22:20

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert að fræða lesendur um það í fyrirsögn að beiðni um aðskilnað þurfi ekki að þýða höfnun kirkjunnar. Þarf ég að túlka svar mitt ofan í þig? Auðvitað ekki, segi ég. Hverslags vitleysa og bull er þetta í þér maður?

Þú telur til sviftingar undanfarinna missera sem ástæðu þessarar andstöðu. Að hún liggi óvenju vel við höggi? Ég er að fræða ig um að þessi andstaða er ekki ný og markast ekki rassgat af þessu ef skoðanakannanir undanfarinna tveggja áratuga eru sko'aðar. Í fyrra var hlutfallið t.d. 70%.

Er ekki í lagi með þig? Ert það ekki þú sem ert að svara án þess að lesa?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2010 kl. 22:22

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég þarf svo ekki að segja þér að mér væri sama þótt þessi þykistuleikur og liggaliggalá hyrfi algerlega af yfirborðinu. Þú kýst að hræsna og láta sem þú sért andlegt smábarn, en ég mæli með því að þú haldir því fyrir sj´´alfan þig, ef þú vilt að mark sé á þér tekið.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2010 kl. 22:27

14 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Steinar, haltu bara þínum hryssingi áfram og þjónaðu þannig lund þinni. Þetta mál snýst aðallega um tvennt.

1. Vilja þjóðarinnar til að aðskilja ríki og kirkju, sem er spurning um útfærslu og form. Peninga auðvitað líka.

2. Vilja þjóðarinnar til að fylgja kirkjunni sem nú er ríkiskirkja að óbreyttu eða með nýjum formerkjum. Það virðast flestir vilja.

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 22:40

15 Smámynd: Björn Birgisson

Ágætu lesendur, hugtakið andlegt smábarn hefur verið viðrað á þessari síðu. Þeir sem vilja kynnast höfundi þess lesi # 13 hér að ofan. Öldungis vel skrifuð færsla, sem ber höfundi sínu fagurt vitni!

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 22:46

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Björn B. Þú skalt ekki taka svona vindhögg nærri þér. Stundum leggst þunginn og drunginn yfir fólk og það verður illskiljanlegt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.10.2010 kl. 22:58

17 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega rétt hjá þér, Svanur Gísli. Ég er ómeiddur og bara hress! Vona jafnframt að sem flestum líði sem best. Auðvitað er sorglegt að sjá þunga og drunga leggjast yfir samborgara sína, þannig að þeir tapi sér í svartnættinu. Mjög sorglegt.

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband