Seinheppnir strákar Geir og Árni

"Samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-deilunnar lýkur væntanlega fyrir lok árs, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands."

Vonandi. Þar með verður lokið þeirri vegferð sem Geir Haarde og Árni FAO Mathiesen hófu fyrir Íslands hönd við misgóðar undirtektir.

Hvar eru þeir félagarnir annars nú og hvað eru þeir að gera fyrir þjóðina? Ef eitthvað?

Jú, annar er fyrir Landsdómi og hinn hefur tekið sér bólsetur í nokkurra kílómetra fjarlægð frá höfuðstöðvum Mafíunnar á Ítalíu. Táknrænt? Æi, Björn, fjandans meinhorn, þegiðu nú!

Seinheppnir strákar, en vonandi verður framtíð þeirra bjartari en fortíðin, þegar allar öldur hefur lægt.

Það gerist víst alltaf að loknu hverju hreti.


mbl.is Lausn Icesave fyrir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú frekar langsótt að kenna öðrum um seinaganginn en núverandi stjórnvöldum.

stebbi (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var Árni þessi, sem var einu atkvæði frá því á Alþingi að vera stefnt fyrir Landsdóm, frambærilegasti einstaklingurinn Íslenskur í þetta embætti að mati þess sama Alþingis? Umhugsunarvert myndi ég ætla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2010 kl. 20:20

3 identicon

Já ,, kannski getum við aftur fengið Geir lánaðan,, Kannski tínist 'Arni endanlega,, Kannski verður Togga næsti seðlabankastjóri,, Þá getur hún bara afskrifað íslensku krónuna,,og enginn skuldar þá neinum neitt,,

Bimbó (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Björn Birgisson

stebbi, hvort virkar betur í þér langtímaminnið eða skammtímaminnið?

Björn Birgisson, 2.11.2010 kl. 20:43

5 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, er þetta ekki bara á milli Árna og FAO? Eru stjórnvöld nokkuð með puttana í þessari ráðningu?

Björn Birgisson, 2.11.2010 kl. 20:48

6 Smámynd: Björn Birgisson

Bimbó, þú ert þokkalegur spaugari! En bara kannski!

Björn Birgisson, 2.11.2010 kl. 20:50

7 identicon

Geir og Árni skiluðu því til Hollendinga að ekki yrði samið eftir upphaflegum samningsdrögum. Þetta var á góðri leið inn í pakka hjá EB þangað til Svavar tók yfir málið.

Það var síðan núverandi ríkisstjórn sem reyndi að ýta fyrsta samningnum í gegnum þingið án þess að nokkur fengi að lesa hann. 300-400 milljarða klyfjar.

Sú frammistaða Steingríms verður gerð upp síðar fyrir Landsdómi.

Kalli (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 20:55

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ertu viss Kalli? Eða ertu bara fordekraður íhaldshlunkur, þokkalega blindur á báðum?

Björn Birgisson, 2.11.2010 kl. 21:43

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni fékk stuðning utanríkisráðuneytisins í embættið. Utanríkisráðherra stýrir því ráðuneyti í umboði Alþingis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2010 kl. 21:52

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta eru landráðastjórnvöld komum þeim frá núna!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 23:44

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skyldi Árni fara með klárana sína með sér í djobbið? Mér þætti ekki verra ef hann mætti ríðandi í vinnuna eins og alvörumaður. Færi svo heim að kvöldi slompfullur og "léti kasta toppi!"

Ég get fyrirgefið mönnum allt- eða næstum allt ef þeir eru vel ríðandi og fara vel á hesti.

Árni Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 00:16

12 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, drengir verða alltaf drengir og svo er einnig um marga fullorðna menn, ríðandi til vinnu, eða fáríðandi til annarra hluta.

Björn Birgisson, 3.11.2010 kl. 00:31

13 identicon

Bæði eru ágæt.

Reyndar er skammtímaminnið þeim annmarka háð að það reynir bara á það í örfáar sek, áður en upplýsingum er komið fyrir í langtímaminni, en skítt með það. Ég held að þinn vandi felist í valminni.

Stebbi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband