Nú skal heimska heimskra fyrir Landsdóm

Geir Hilmar Haarde telur það vítaverð vinnubrögð að forseti Landsdóms undirbúi breytingar á lögum um landsdóm.

Algjörlega sammála Geir þar. Þessi Landsdóms ákæra á hendur Geir Hilmari Haarde er Alþingi Íslendinga til þvílíkrar niðurlægingar að önnur eins lágkúra hefur aldrei verið augum litin á Íslandi, og er þá nokkuð langt til jafnað.

Á Íslandi varð hrun.

Að draga forsætisráðherra þjóðarinnar, á þeim tíma, fyrir Landsdóm er líka hrun.

Hrun heilbrigðrar skynsemi og afstöðu ráðamanna þjóðarinnar til manna og málefna. Undirskrift ráðamanna undir eigin vanmátt og asnaskap - og hatur og spillingu. Undir eigin pólitískan dauðadóm. Ekkert minna.

Algjört hrun Alþingis, sem þó hafði ekki úr háum söðli að detta.

Allt hrundi og einn maður er ákærður. Einn maður! Hvað er að þessari þjóð? Verð að spyrja aftur: Hvað er að þessari þjóð?

Á maður að dauðskammast sín fyrir að vera Íslendingur?

Í guðanna bænum, ráðamenn þjóðarinnar, fallið frá þessari heimskulegu ákæru!

Hafið þið ekkert betra að gera við skattpeningana en að eyða þeim í þessa glórulausu endaleysu?

Ekki fáið þið mitt atkvæði til þess.

Svo mikið er víst.


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarar maðurinn ekki bara fyrir sig? Er hann ekki full fær um það? Það er oft verið að draga menn fyrir dóm vegna ætlaðra saka, sem reynast ekki á nægum rökum reistar. Ef svo er í þessu tilfelli, þá verður hann sýknaður. Hér einmitt fór heilt þjóðfélag á hausinn, er ekki sjálfsagt að tékkað sé á því, hvort einhver sé ábyrgur?

Doddi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Einhver einn? Sveinn minn, af og frá. Sumum kann að finnast það eðlilegt. Ekki mér. Þjóðin eyðir um 150 milljónum í þessa endaleysu. Skömm að því.

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 20:12

3 identicon

Ég hef aldrei skilið reiðina sem blossaði upp þegar Alþingi hafði ákveðið þetta. Kannanir höfðu sýnt að flestir vildu að Geir færi fyrir Landsdóm, en fæstir vildu að Björgvin færi fyrir Landsdóm. Árni og Ingibjörg voru þarna á milli.

Síðan, þegar Alþingi ákveður að hafa þetta alveg eins og þjóðin vildi, þá verðu allt vitlaust. Það er ansi erfitt að gera þessari þjóð til hæfis því hún skiptir um skoðun eins og vindáttin breytist.

Doddi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:32

4 identicon

Það á auðvitað að svipta alla þessa menn eftirlaunum, til að fá upp í kostnaðinn og tjónið sem þeir hafa valdið. Það er hin glórulausa endaleysa, að þjóðin eigi að halda þessum mönnum uppi á ofureftirlaunum það sem eftir er.

Doddi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:36

5 Smámynd: Jón Sveinsson

það verður eingin spurning að geir svarar fyrir sig Sveinn,en skömm þjóðarinnar er og verður þessi ríkisstjórn öll hroki ráðamanna er þvílík skömm sem frekast getur verið þau eiða miljörðum bara ég endurtek BARA til að níðast á réttlæti fólksins í landinu því ekkert réttlæti hefur komið frá þessari ríkisstjórn til hjálpar þjóðinni nema níðingsháttur ...

Jón Sveinsson, 21.11.2010 kl. 20:45

6 identicon

Þetta er svolítið fyndið hjá þér, Jón. Stjórnin er að reyna að hreinsa til eftir frjálshyggjuruglið hjá íhaldinu. Rökin hjá þér, eða öllu heldur rakaleysið, eru svona á svipuðu plani og "stjórnunin" hjá Geir Haarde og Davíð á "góðæristímanum". Hún reyndist blekking eins og bullið í þér.

Doddi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 21:01

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þá bara við útrásarvíkinga að sakast Björn ? Á einungis að lögsækja þá.

Eiga stjórnmála og embættismenn áfram að vera friðhelgir ? Sama hvaða klúðri, vanrækslu eða spillingu þeir hafa orðið uppvísir að.

Eigum við endanlega að aðgreina okkur frá öðrum siðmenntuðum löndum hvað þetta varðar ?

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 22:34

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Hilmar það á að lögsækja þá alla ekki bara einn og inni í þeim öllum eru ráðherrar sem sitja sem fastast núna þó svo að þeir séu algjörlega ónothæfir.

Eitt versta vandamálið í dag eru flokksmenn Sf og VG sem eru svo vel uppaldir í kommúnistafræðunum að þeir eru hættir að hugsa en klappa  bara þegar formaðurinn talar og skiptir þá engu máli hvað hann er að bulla.

Einar Þór Strand, 21.11.2010 kl. 22:58

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Þessi fer nú að vera þvældur Einar Þór Strand...,Gott ef ekki bara kominn í strand..

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 23:06

10 Smámynd: Björn Birgisson

Skemmtilegir strákar. Ég hnika ekki hænufet frá færslunni.

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 23:37

11 Smámynd: Einar Þór Strand

Nei Hilmar ekkert þvældur bara sannur og það er vandamálið en þeir sem eru komið í strand er ekki ég heldur stuðningsmenn þessar ríkisstjórnar sem er orðin verri en nokkuð það sem við höfum haft frá stríðslokum.

P.S ekki það að Sjallar og Framsókn verði eitthvað skárri.  En núna er bara að vona að Ögmundur frelsi níu menninganna því þar með eru stjórnmálamenn óhelgir og við getum farið að gera eitthvað í málunum án þess að trufla með því lögreglu og dómstóla.

P.P.S Ætli VG hafi kannski ekki hugsað ályktunina til enda?

Einar Þór Strand, 22.11.2010 kl. 00:35

12 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Nennir einhver að hlusta á vælið í Geir? Ég held varla. Íslenskir stjórnmálamenn, bæði núverandi og fyrrverandi, eru ömurlegir lýðskurmarar. Þeir eru gjörspilltir, heimskir, hallærislegir og falskir.

Guðmundur Pétursson, 22.11.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband