Hinn rauði Jón Matador Bjarnason tekur slaginn

"Sagði Jón Bjarnason þá, að mikilvægt væri að kanna til fullnustu möguleika á að rýmka heimildir til veiða og veiðistýringar og þá jafnframt að skapa þjóðinni auknar beinar tekjur af auðlindinni. Ekki muni af veita til þess að unnt sé að vinna á móti þeim mikla niðurskurði sem boðaður hafi verið á grunnþjónustu, eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni."

Já! Það var ekkert annað!

Enn rekur Jón hinn rauði Bjarnason fleyg í kvótakerfið. Hann er farinn að minna á nautabana með öll litlu sverðin sín. Allir vita hvernig fer fyrir nautunum að lokum, sem sjá bara rautt síðustu stundir lífs síns.

Nú er orðið ljóst að Jóni Bjarnasyni verður ekki boðið á árshátíð þeirra LÍÚ manna.

Til þess er hann alltof rauður og illvígur og passar engan veginn við blámann í einkahafinu og þaðan af síður við blámann í augum og huga flestra kvótahafa.

Gaman væri að fá stóra könnun núna, til dæmis með þessari spurningu:

Styður þú þær ákvarðanir Jóns Bjarnasonar sem snerta úthlutun aflaheimilda?


mbl.is Veiðiheimildir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mitt svar er JÁ.

Íslendingur (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Björn Birgisson

Atkvæði móttekið, góður Íslendingur!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 22:06

3 identicon

Það er sorglegt að sjá menn fagna öðrum eins ófögnuði.   Það er a.m.k. stutt fyrir Grindvíkinga að sækja sér vinnu í Reykjavík, þar gætu þeir líklegast fengið vinnu hjá ríkinu við að sleikja stimpla.

Njáll (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 23:15

4 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Björn þessi fyrirætlan Jóns er ekki í lagi, Björn færum raunveruleika sjávarútvegsins inn á golfvöll þér er tilkynnt að framvegis megir þú aðeins nota 50% af vellinum næstu árinn og verðir að sína ábyrgð og þú fells á þau rök en þú ert baráttu maður og kaupir 50% af Hjalla og spilar með bros á vör 100% af vellinum en á nýju ári er ákveðið að minnka álagið á völlinn að nýju en nú um 20% en þú lætur ekki deigan síga og færð 20% hjá einhverjum sem ákveður að hætta eða minnka við sig og nú sérðu fyrir þér grænar flatir og tóma hamingju en Adam var ekki lengi í paradís og enn færðu skerðingu en nú ætlarðu að bíða eftir aukningu og sér í lagi vegna þess að þú sérð að völlurinn er allur að braggast vegna minna álags og viti menn nú á að bæta við en vegna þess að nýja stjórnin ákveður að það sé alveg ófært að Hjalli fái ekki að spila með sínar gömlu kylfur að þá sé það alveg borðleggjandi réttlætis mál að gefa honum kost á því að leigja aukninguna af félaginu enda hægt að nota leigutekjurnar til að mála þakið á golfskálanum.

Magnús Gunnarsson, 26.11.2010 kl. 23:37

5 Smámynd: Björn Birgisson

Njáll, Grindvíkingar sleikja hvorki stimpla, né rassinn á auðvaldinu. Þeir vinna sér og þjóðarbúinu í hag. Betur að fleiri gerðu það! 

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 23:51

6 Smámynd: Björn Birgisson

Magnús Gunnarsson, þakka þér kærlega þitt góða innlit. Ég er ekki í útgerð og sé þess vegna ekki "útgerðar pólitíkina" sömu augum og þú. Ég hef aldrei verið hrifinn af kvótakerfinu, en hef reynt að skilja þá sem þar hafa lent. Kerfið er meingallað og frá því þarf að brjótast. Jón Bjarnason er að reyna það. Mundu, það á enginn fiskinn óveiddan í sjónum. Ég styð frjálsar handfæraveiðar hringinn í kring um Ísland. Ég skil það svo að þú, ég og allir hinir getum leigt aukninguna fyrir sanngjarnt verð. Hvað er að því? 

Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 00:09

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margir pólitíkusar hafa heitið því að mynda sátt um þetta mál! Það er í mínum huga ámóta hugmynd og að stofna söngkór með ýsu, þorski, steinbít og grálúðu.

Árni Gunnarsson, 27.11.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband