Séu níumenningarnir saklausir hafa þeir ekkert að óttast

"Nú um helgina verður hrint af stað ljósmyndaverkefni þar sem fólki gefst kostur á að lýsa yfir stuðningi við níumenningana með því að sitja fyrir á myndum með skilti sem á er ritað þeirra eigin stuðningsyfirlýsing." 

Gústaf Níelsson skrifar á bloggi sínu um þetta mál níu menningunna:

"Öll þessi framganga minnir mig á lýsingu dr. Gunnars Thoroddsens, sem Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur dregur fram í nýútkominni ævisögu Gunnars, þar sem hann lýsir þróun refsiréttarfarsins í Þriðja ríki nazistanna: „Hér er ekki aðeins dæmt eftir lögum heldur líka samkvæmt „gesundes Volksempfinden" [heilbrigðri tilfinningu fólksins] og ef þetta tvennt rekst á ræður hið síðarnefnda." (bls. 99)."

Það er nefnilega það. Það er algjörlega kýrskýrt að þetta mál verður að ganga alla leið. Hér skal ekki dæma eftir einhverjum tilfinningum með tilliti til ástandsins.

Hér skal dæma að lögum landsins og dæma hart, en þó með mögulegri sanngirni.

Séu níumenningarnir saklausir hafa þeir ekkert að óttast.

Einhvern veginn held ég þó á þeir séu óttaslegnir. Eitthvað segir það fyrir um framferði þeirra á ögurstundinni, sem allt snýst um.

Er réttvísin bæði blind og sanngjörn?

Það mun koma í ljós. Þetta mál mun ganga alla leið.


mbl.is Stuðningsmenn níumenninganna boða aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem LÍÚ og aðrir fjármagnseigendur hafa frjálsan aðgang að þingi og öðrum valdastofnunum er ekkert skrýtið við það að fólk krefjist þess að fá sömu áheyrn. Nema bara að lögin banna þeim það. Lögin eru gerð þannig að hægt sé að þagga niður í hinum valdalausu. Þar liggur ósanngirnin. Það er ekkert mál að dæma þau sek. Kannski eru þau sek skv. gildandi lögum. En lögin eru ósanngjörn, hliðholl einum aðilla gegn öðrum. Þannig að ákærur skv. lögunum eru þar með ósanngjarnar og óréttlátar. Í sumum löndum er ólöglegt að vera samkynhneygður, að dæma eftir slíkum lögum er ósanngjarnt þó það sé saknæmt. Í sumum löndum er ólöglegt að neyta að taka þátt í hernaði, að kæra mann fyrir það er óréttlátt þó hann sé sekur um brot á lögum. Hérna er ólöglegt að taka sér áheyrn valdamanna (venjan er að kaupa sér hana) og að dæma eftir slíkum lögum er óréttmætt og ósanngjarnt þó svo að fólkið sem gerir það sé saknæmt.

Þetta er þannig ekki spurning um sekt eða sakleysi. Heldur er þetta spurning um réttlæti og sanngirni. Sanngjarnt verður málið aldrei á meðan einn þjóðfélagshópur fær kerfisbundið meiri áheyrn en annar (sbr. LÍÚ vs. smábátaeigendur). Og réttlæti og lög eru ekki sami hluturinn, og eins og útskýringin hérna fyrir ofan sýnir, þá er ekki réttlátt að dæma, þó það sé rétt skv. lögum.

Rúnar (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 01:01

2 identicon

Þau fóru ekki að lögum, þetta er einfaldlega kristaltært og klárt brot af þeirra hálfu og þá ber að dæma skv því. þetta fólk vissi það þegar að það hóf þessi mótmæli!!!!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 01:26

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er í hæsta móta óeðlilegt ef þetta mál fer ekki alla leið.

Óðinn Þórisson, 5.12.2010 kl. 09:07

4 identicon

Að sjálfsögðu eiga dómstólar að afgreiða þetta mál. Ef sekt er sönnuð er dómur sanngjarn en sýkn ella. 'Afram með málið og ekkert annað.

Bjarki (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:27

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þið hafið greinilega ekki hugmynd um hvað þið eruð að skrifa. Það er algjört lágmark að vita um hvað málið snýst.

Það er stjórnarskrárbundinn réttur landsmanna að hlíða á þingfund.

Það er fáránlegt að þurfa að mæta í dómssal og verjast upplognum, tilhæfulausum ásökunum, sem eiga sér enga stoð.

Það er sóun á almannafé og tíma dómstóla og íslandi öllu til skammar.

Þið tjáið ykkur greinilega eins og þið hafið vit til, haldið því endilega áfram, það lýsir greind ykkar best.

Baldvin Björgvinsson, 5.12.2010 kl. 10:46

6 identicon

Bíddu? Lásuð þið ekki svarið mitt hérna fyrir ofan Guðmundur, Bjarki og Óðinn? Ég var einmitt að sýna fram á það að mannleg lög eru ekki mælikvarði á sanngirni. Sbr. það að það er ekki sanngjarnt að dæma mann fyrir samkynhneygði. Samkvæmt Bjarka er sanngjarnt að dæma homma í fangelsi í Íran ef og aðeins ef það er hægt að sanna það að hann sé hommi fyrir dómstólum.

Aftur. Þetta er ekki spurning um hvort þau fóru eftir lögum eða ekki. Þetta er spurning um sanngirni og réttlæti.

Rúnar (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:46

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka innlitin. Þetta mál hefur verið mikið í fréttum og eitt og annað komið fram. Dálítið undarlegt að lesa hér (og víða annars staðar) að fólk, sem tjáir sig um málið, viti ekkert um það og hljóti því að vera greindarskert að einhverju marki. Eitt og annað má segja um dómskerfið okkar, en í þessu máli, sem og öðrum, verðum við að treysta því að sé þetta fólk saklaust í skilningi laganna, þá hafi það ekkert að óttast. Ef dómarinn hefur ekki haldbær lög til að dæma eftir, þá fellur enginn dómur.

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 12:40

8 identicon

„Ef dómarinn hefur ekki haldbær lög til að dæma eftir...“

Hann hefur lög til að dæma eftir, em hvað í andskotanum segja þessi lög og hvernig í ósköpunum eiga þau við þetta fólk og aðstæðurnar sem um var rætt? Þetta mál er vægast sagt langsótt.

Það gæti vel verið að eitthvað hafi misfarist þegar starfsmenn Alþingis og ákærðu mættust, sér í lagi í ljósi þess að starfsmennirnir reyndu að meina þeim aðgang að opnum þingfundi. Það er annað mál að reynt er að fá þau dæmd fyrir að gera „atlögu“ að Alþingi - með hrópum og fánum. Þetta mál er einfaldlega út í hött. Engin þeirra eru jötnar að kröftum og engin vopn voru í þeirra fórum. Hvað í ósköpunum áttu þau að gera til þess að raunverulega ógna Alþingi, nokkrar hræður af þúsundum sem einfaldlega vildu láta óánægju sína í ljós á þessum tíma og gerðu það aðeins nær en yfivöldum þótti þægilegt?

Sigrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:22

9 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þó við séum sjaldan sammála Björn þá erum við það í þessu máli.

Sigrún. Það er einsýnt að þeir ákærðu hundsuðu tilmæli þingvarða. Það getur verið fullkomlega eðlilegt að meina einhverjum aðgang að opnum viðburði með tilliti til rýmingar á húsnæði og brunavarna svo eitthvað sé nefnt. En einhverjir af þessum níumenningum virðast hafa beitt ofbeldi og það er sjálfsagt að dómstólar skeri úr um það. það að fólk hati sjálfstæðisflokkinn og taki þátt í mótmælum sem skipulögð eru af VG þýðir ekki að það sé hafið yfir landslög.

Hreinn Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 21:06

10 Smámynd: Björn Birgisson

Sigrún, þetta mál er í farvegi. Treystir þú honum ekki, það er okkar dómskerfi? Treystir þú ekki Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni, til að leiða hið sanna í ljós? Hvað er að óttast? Sekir skulu dæmdir og saklausir sýknaðir. Hvað er að óttast?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 21:14

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hreinn Sigurðsson, ég þakka þér þitt innlit. Þú upplýsir að sjaldan sértu mér sammála. Það er þitt mál. Ekki hef ég græna glóru um þig eða þínar skoðanir almennt, hverjar skarast við mínar og hverjar ekki og hyggst ekki leggjast í rannsóknir á þeim. Vertu samt alltaf velkominn á þessa síðu, rétt eins og Íslendingar almennt!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 21:21

12 identicon

Nei ég treysti ekki dómskerfinu, enda er það ekki mitt. Ef það er þitt, gjörðu þá svo vel og vertu sáttur við það en ekki troða þeirri samþykkt upp á aðra. Ég hafði hvorki né hef nokkuð um það að segja hvernig það er uppbyggt.

Ragnari treysti ég ágætlega, en dómarinn virðist ekki gera það og hef ég setið í dómssal á meðan þetta mál var tekið fyrir, Að auki kallar dómarinn til lögregluvalds til að raða inn í salinn og viðurkennir það svo ekki fyrir viðstöddum fyrr en gengið er á hann, heldur þegar langt var komið inn í réttarhaldið. Hvaða eiginlega rugl er það í ofanálag að hann dæmi sjálfan sig hæfan til að klára málið þegar beðið er um endurskoðun á dómaravali? Á ekki að bera svona beiðnir undir aðra eða er einveldi í réttarsölum landsins? Hvurslags réttlæti er það? Ég hef enga ástæðu til að treysta þessum manni þegar þetta er það eina sem ég þekki af honum, hvað þá til að dæma annað fólk sekt eða saklaust.

Landslög hafði ég ekki heldur neitt um að segja, ég fæddist bara óvart inní þetta fyrirbæri, kerfið sem er við lýði hérna. Það þýðir ekki að ég samþykki það eða hafi ekki rétt til að gagnrýna það og að hlustað sé á mig.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband