Þingið stendur ekki með þjóðinni og þjóðin ekki með þinginu

"Nái Íslendingar samkomulagi við Breta og Hollendinga um Icesave á næstu vikum gæti það haft áhrif langt út fyrir Ísland, að því er segir í grein John Dizard á vef Financial Times í dag."

Það er auðheyrt af fréttum að mikill meirihluti þingmanna okkar vill semja um Icesave málið, enda allir flokkar með fulltrúa í samninganefndinni, eða aðgang að slíkum fulltrúa.

Það er jafnframt auðheyrt að mikill meirihluti almennra kjósenda vill ekki sjá að borga neitt fyrir ævintýramennsku Landsbankans í útlöndum.

Hálfgerð pattstaða. Þingið stendur ekki með þjóðinni og þjóðin ekki með þinginu.

Hvað gerist næst?

Líklega tvennt. Forsetinn afnemur þingræðið í þessu máli, smekklegt sem það nú er, og tryggir í leiðinni dómstólaleiðina við takmarkaðan fögnuð allra deiluaðila.

Setur málið í þjóðaratkvæðagreiðslu öðru sinni. Gegn vilja þingsins.

Með afleiðingum sem enginn sér fyrir á þessari stundu.

Örugglega ekki forsetinn, frekar en aðrir.


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir nokkru kom í ljós að 93% af Icesave skuldinni er til í sjóðum gamla Landsbankans. Spurning hvort meira komi í ljós þegar öll skúmaskot hafa verið könnuð betur. Líklegt er að unnt sé að hafa upp á leynireikningum útrásarvarganna með aðstoð Scotland Yard og annarra breskra yfirvalda. erum við skattgreiðendur á Íslandi ekki þá í nokkuð góðum málum?

Mér finnst stjórnarandstaðan hafa hagað sér mjög ósæmilega að undanförnu. Í stað þess að styðja við ríkisstjórnina er bókstaflega allt gert til að gera störf hennar tortryggileg. Það er mörgum þingmönnum á þeim bæjum til mikils vansa.

Satt best að segja skil eg ekkert í þessari hugleiðingu þinni um hvort forseti afnemi þingræði. Það hygg eg að engum heilvita manni myndi detta það í hug. Þingræðisreglan var innleidd 1904 hér á landi og byggist á því að meirihlutinn á Alþingi ráði.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 14:08

2 identicon

Er þetta ekki leikjafræði (Game Theory) John Nash og annara í hnotskurn.

  • 0 milljarðar greitt frá Íslandi ef við vinnum dómsmál
  • 100 milljarðar greitt frá Íslandi ef við semjum (trúi ekki á 30-60 milljarða, raunin verður yfir 100 milljarðar)
  • 800 milljarðar greitt frá Íslandi við töpum dómsmáli

Skv. leikjafræðinni er betra að leyfa einhverjum að áreita sig frekar en að verða fyrir hrottalegri nauðgun. Þetta vita og kunna allir samningsaðilarnir.

Gamla dæmið var 500 milljarðar á móti 800 milljörðum og því hárrétt að berjast áfram líkt og var gert (það skyldu allir nema núverandi stjórnvöld), enda hefði leikjafræðin sagt okkur að það borgaði sig að fara með málið fyrir dóm í þeirri stöðu, slíkur var ávinningurinn.

Það er sem sagt búið að stilla dæmið þannig af að margir/flestir mundu velja að semja. Ég held líka að þótt við vinnum dómsmál þá yrðu íslensk stjórnvöld engu að síður sektuð yfir skort á eftirliti. Slík sekt gæti numið milljörðum eða tugum milljarða.

Það breytir því ekki að það er verið að kúga okkur og er skömminn kúgarans en ekki okkar!

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:10

3 identicon

Þetta er vandræðamál í alla staði Björn.  Allar þjóðir Evrópu eru búnar að þverbrjóta allar reglur ESB með stuðningi við banka sína og ýmis önnur fyrirtæki.  Ekki gott ef þarf að fara að dæma í þessari flækju.

itg (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:16

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, ég skrifaði: " Forsetinn afnemur þingræðið í þessu máli, smekklegt sem það nú er, og tryggir í leiðinni dómstólaleiðina við takmarkaðan fögnuð allra deiluaðila."

Sú hótun liggur nú þegar í loftinu.

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 14:28

5 identicon

ITG: Jú það væri gott ef það væri dæmt í þessu máli því þá kemur í ljós hversu heimskuleg útfærsla ESB á frjálsum fjármagnsmarkaði er (líkt og útfærslan þeirra á frjálsum vinnumarkaði en hann er með sömu innbyggðu gallana).

Það skiptir ekki máli hvort við vinnum eða töpum, gallarnir koma samt í ljós. Okkar vandamál er hins vegar stórt ef við töpum málinu, ávinningurinn að vinna er ekki eins mikill (nema fyrir egóið). Samninganefnir Breta og Hollendinga eru búnir að stilla upphæðirnar þannig af.

Ég er viss um að þeir vilja halda inni ákvæðinu um að við afsölum okkur rétti til að sækja málið fyrir dómstólum (það er lykilatriði fyrir ESB að þetta fari ekki fyrir dóm). Vonandi verða inni ákvæði sem snúa að endurskoðun upphæða og vaxta eftir skilum úr þrotabúi Landsbankanns, annars gætum við verið í slæmum málum (og þá segir leikjafræðin okkur að við ættum að halda fast í dómstólaleiðina).

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:42

6 Smámynd: Björn Birgisson

Munum líka að fyrir Alþingi liggur tillaga um að lögsækja Breta vegna hryðjuverkalaganna. Skyldi hún hafa eitthvert vægi í öllu þessu drullumalli?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 14:48

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hvað hafið þið félagar Björn og Mosi á móti beinu lýðræði í þessu máli. Þjóðin sýndi það í atkvæðagreiðslunni að hún treystir ekki norrænu "velferðarstjórninni" í þessu máli, það hefur ekkert breyst almenningi finnst þetta alltof dýr aðgöngumiði svo samfylkingin geti teymt þjóðina nauðuga inn í ESB. Það er búið að bjarga miklu að hin "glæsilega" niðurstaða "velferðarstjórnarinnar" var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hreinn Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 14:58

8 identicon

Rétt nafni, ég var að spá í að bæta því inn í leikjafræði pælinguna hér að ofan en taldi það flækja meginatriði málsins. Réttast væri að sekta íslenska ríkið fyrir skort á eftirliti og réttast væri að íslenska ríkið fengi um 1.000 milljarða í bætur frá Bretum vegna hryðjuverkalagana.

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:59

9 identicon

Hreinn, ég vona að þú sért ekki að vísa í mig. Ég treysti fólkinu í landinu betur en þinginu í þessu máli (og svo mörgum öðrum málum líka).

Ef við fáum að kjósa um þennan samning þá vona ég að við fáum réttar upplýsingar um málið en ekki upplýsingar sem eru falsaðar af stjórnvöldum (eins og fyrri upplýsingar sem við höfum fengið).

Björn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:04

10 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Guðjón Sigþór: "... Líklegt er að unnt sé að hafa upp á leynireikningum útrásarvarganna með aðstoð Scotland Yard og annarra breskra yfirvalda. erum við skattgreiðendur á Íslandi ekki þá í nokkuð góðum málum?"

Mér finnst málið vera að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að vera í neinum málum hvorki góðum né slæmum vegna hegðunar einkafyrirtækis í útlöndum. Og mér finnst nauðsynlegt bæði Íslendinga vegna og allra annarra þjóða Evrópu að fá úr því skorið hvort við viljum að einkafyrirtæki svo sem bankar geti stundað viðskipti innan EES-svæðisins með peninga skattgreiðenda sem bakhjarl og tryggingu.

Jón Bragi Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband