Hver getur endurskoðað endurskoðendur?

Tekur Lilja Mósesdóttir, þingkona VG, í sama streng og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í Kastljósþætti í gærkvöldi að höfða ætti skaðabótamál gegn PWC reynist grunurinn á rökum reistur.

Hvaða endurskoðunarfyrirtæki getur endurskoðað hið grunaða endurskoðunarfyrirtæki? Er ekki sami rassinn undir þeim öllum?

Sjálfsagt að höfða skaðabótamál reynist grunur um misferli á haldbærum rökum reistur. Slíkur málarekstur myndi vekja heimsathygli og hafa mikil áhrif. Sérstaklega ef PWC tapar málinu og fær á sig dóm.

Var svo ekki meiningin hjá einhverjum þingmönnum að draga Bretana fyrir dómstóla vegna hryðjuverkalaganna?

Það væri hins vegar málarekstur sem margir telja að myndi engu skila og því best að sleppa honum alveg.


mbl.is Vilja að ríkið höfði mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að hefja mál gegn þessum endurskoðunarfyrirtækjum Björn.  Ef þau vinna ekki vinnuna sína fellur allt fjármála kerfi viðkomandi lands og hafa þau ávallt byggt tilveru sína og afkomu á þeirri staðreynd.  Þau virðast hafa hunsað allt sem hægt er að hunsa í reikningsskilum og við erum að tala um fólk sem hefur farið í gegnum alla kúrsa sem boðið er uppá í helstu hákólum heims í þessum fræðum ásamt því að fylgjast með bransanum.

Viðvíkjandi  hryðjuverkalögunum eigum við að halla okkur aftur í 1-2 ár og skoða það mál.  Bretarnir gerðu þar stór mistök.

Að öðru sem er öllu mikilvægara...mér er sagt að golfvöllurinn ykkar verði virkilega góður með þessarri viðbót sem kominn er...hefur þú spilað nýju 4 holurnar?

itg (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, fyrir nokkrum árum þegar fréttir bárust af því að endurskoðunarstofurnar "ættu" óvirk og nýstofnuð ehf fyrirtæki á lager til þess að greiða fyrir fjármálakúnstum viðskiptavina sinna, varð ég eitt stórt spurningamerki ?

Í lögum um endurskoðendur (þessum nýju skv.fyrirskipun EES!) stendur ekki orð um þetta annars ágæta þjónustubragð!

Það kæmi mér ekki á óvart að skaðabótamál gætu unnist...

Kolbrún Hilmars, 11.12.2010 kl. 15:21

3 Smámynd: Björn Birgisson

itg, þær eru ekki komnar í gagnið. Kannski verða þær eitthvað spilaðar næsta sumar.

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, ef slíkt skaðabótamál vinnst, hverjar eru þá líkurnar á að PWC sé borgunarmaður fyrir skaðanum? Og hvernig á eiginlega að verðleggja hann?

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 16:06

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Björn, það er FME sem á að hafa eftirlit með endurskoðendum en við vitum öll hversu "effektíf" stofnun FME hefur verið.  Ég hef alltaf haldið því fram að það hafi aldrei farið fram LAGALEG SKOÐUNá því hvort greiðsluskylda sé einu sinni til staðar, þess efnis að Íslendingar eigi að greiða Ices(L)ave, en hvernig sem allt fer er augljóst mál að við eigum himinháa kröfu á PWC.

Jóhann Elíasson, 11.12.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhann, já hér hefur margt verið í skötulíki (stjórnmálalíki)! Skömmu eftir hrunið varpaði ég margoft fram efasemdum hér á blogginu um heilbrigða aðkomu endurskoðenda að bönkunum. Fáir tóku undir með mér, enda held ég að fólk hafi almennt treyst þessum fyrirtækjum, en svo bregðast krosstré sem herðatré!

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 16:43

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ekki hef ég hugmynd um hvort og hvernig á að verðleggja skaðann. Ætli Sérstakur sé ekki hæfastur til þess?

En endurskoðendur þurfa að sætta sig við sín takmörk; þeim er ætlað að sinna fjármálalegri sagnfræði, ekki sköpunarstarfi listamannsins.

Kolbrún Hilmars, 11.12.2010 kl. 16:51

8 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála.

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 16:53

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklegast yrði að höfða málið gegn PWC í USA og krefja móðurfyrirtækið um bætur, eigi álitleg upphæð að nást upp í skaðann.  Móðurfyrirtækið hlýtur að bera einhverja ábyrgð á sínum útibuum viðsvegar um heiminn.

Ónefndur aðili sagði mér það, að ein af ástæðum þess, að mál Glitnismanna væri rekið í NYC, það sem PWC kemur hressilega við sögu, væri sú að meira væri útúr móðurfyritækinu að hafa, en útibúinu hér.

Í dag hef ég hins vegar meiri áhuga á því að vita hvort PWC og KPMG, sem endurskoðaði Kaupþing fyrir hrun, séu með einhver endurskoðunnar verkefni fyrir íslensku bankana í dag.  Einnig langar mig að vita hvort ofangreind fyrirtæki séu í einhverjum verkefnum fyrir ríkið. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.12.2010 kl. 21:15

10 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, mjög góðar pælingar. Án þess að vita neitt um það, þá finnst mér afar líklegt að fyrirtækin sem þú nefndir, séu bæði með verkefni fyrir endurreistu bankana og ríkið. Afar líklegt.

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband