Hvað er hér á seyði?

"Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi hefur samþykkt að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða ásamt ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum."

Hvað er hér á seyði? Mér finnst þessi frétt stórundarleg. Það hvarflar ekki að mér eitt augnablik að Sólheimum verði lokað eða þjónustan við fólkið þar stórskert. Læt mér ekki detta það í hug. Hef ekki hugmyndaflug til þess.

Því spyr ég aftur.

Hvað er hér á seyði?


mbl.is Þjónustu við fatlaða hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tími Jóhönnu er kominn, það er það sem er á seyði; Grýla og Leppalúði.

Nei ég er ekki að segja að það sé eitthvað annað og betra í borð en Grýla og Leppalúði, það er kannski það sorglegasta.

doctore (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:51

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þetta er flétta. Þvinguð flétta. Skák með mátsókn.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.12.2010 kl. 15:54

3 Smámynd: Björn Birgisson

Er kannski verið að setja á svið eitthvert sjónarspil í pólitískum tilgangi? Hvaða heilvita manni á að detta í hug að loka Sólheimum eða skerða alla þjónustu við fólkið þar? Ég hlakka til að heyra frá heilbrigðisráðherra um þetta mál, sem og öðrum ráðherrum. Hér er einhver fiskur undir steini.

Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 15:57

4 identicon

Nú hefur þessi ríkisstjórn og hennar ráðuneyti endanlega skitið á sig, þetta er eitthvað það lágkúrulegasta sem hún hefur gert.

Hafi hún skömm fyrir!  Eg ætla að vona að almenningur láti nú í sér heyra og komi þessu pakki frá völdum.

Helst í burtu af landinu.

Kristinn Magnusson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn, er ekki verið að færa þessi málefni frá ríkinu til sveitarfélaganna? Dettur þér í hug að þessi fundur í dag og fréttin af honum hér sé í einhverju samræmi við raunveruleikann?

Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 16:42

6 identicon

Eins og þú sagðir er þetta pólitískt sjónarspil, skipulagt af skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins gagngert til að ná fram viðbrögðum eins og lesa má hér í athugasemdum. 

Sjá frétt um málið hér

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 18:35

7 Smámynd: Björn Birgisson

Fjandakornið, Jón, maður á bágt með að trúa því, en óneitanlega hvarflar ýmislegt að manni.

Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 20:51

8 Smámynd: Björn Birgisson

Arnþór Helgason skrifar á bloggi sínu og ég birti hér án leyfis höfundar. Gef mér að hann fyrirgefi mér:

"Stjórn Sólheima í Grímsnesi hefur að mestu farið sínu fram gagnvart stjórnvöldum þessa lands um rúmlega tveggja áratuga skeið. Sólheimar hafa iðulega notið meiri framlaga en aðrar stofnanir eða heimili þar sem þroskaheft fólk býr. Reikningshaldi hefur iðulega verið þannig háttað að erfiðlega hefur gengið að skilja á milli rekstrar í þágu fatlaðra eða duttlunga stjornendanna sem stjórnast hafa af metnaði þeirra. Má þar m.a. nefna kirkjubyggingu, þótt nóg sé af kirkjum í nágrenni Sólheima og fleira væri hægt að tína til. Einangrunarstefnan hefur verið slík að reisa þurfti kirkju til þess að íbúarnir, sem flestir eru þroskaheftir, þyrftu væntanlega ekki að sækja kirkju með öðru fólki. Þetta brýtur þvert gegn öllum viðmiðum sem samþykkt hafa verið í vestrænum samfélögum.

Þegar stjórn Sóllheima hefur séð fram á að ekki verði farið að fyllstu kröfum hennar hefur hún enn sett á svið ljótan leik, þar sem hótað er að rjúfa og eyðileggja samfélag sem byggt hefur verið upp á Sólheimum. skemmst er þess að minnast, að árið 1987 voru miklar umræður um framlög til Sólheima og voru jafnframt uppi vangaveltur hjá Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp um lágmarksstaðla vegna íbúðarrýmis fatlaðs fólks. Stjórn og starfsmenn Sólheima settu málið þannig fram gagnvart skjólstæðingum sínum að samtökin ætluðu sér að eyðileggja heimilið og hrekja þá á brott. Var ósvífni eins starfsmannsins slík að á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar, sem haldin var 27. ágúst 1988, lýsti hann því fjálglega hvernig íbúarnir óttuðust um hag sinn o kviðu framtíðinni, þeirri framtíð sem útmáluð hafði verið fyrir þeim af ákveðnum starfsmönnum Sólheima þar sem öllu var snúið á hvolf.

Enn mætti fjölyrða um átökin á milli Páls Péturssonar og stjórnar Sólheima á 10. áratugnum sem enduðu með því að stjórnin fór að mestu sínu fram og Sólheimar fengu sérmeðferð í kerfinu. Nú þykist stjórnin enn ekki fá nóg og er því gripið til þess ráðs að lýsa því að rekstri sólheima verði hætt, leigusamningum við fatlað fólk sagt upp og framtíð þess þannig stefnt í voða. Þetta er ljótur leikur sem leikinn er gagnvart einstaklingum sem geta sumir ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

Alexander Stefánsson, einhver merkasti félagsmálaráðherra fyrri aldar, sagði eitt sinn við mig að það væri bjarnargreiði að afhenda ríkinu sjálfseignarstofnanir að gjöf. Yfirleitt væri ástæðan sú að félögin, sem stæðu að baki stofnunum, treystust ekki til rekstrarins. Ætli hitt sé ekki einnig sönnu nær að eðlilegt sé að ríki og sveitarfélög taki að sér rekstur sjálfseignarstofnana eins og Sólheima til þess að íbúarnir þurfi ekki að vera háðir duttlungum misviturra stjórnenda. Hvers vegna er hægt að ákveða einhliða af nokkrum einstaklingum að búsetu fjölda fólks sé stefnt í voða með þeim hætti sem nú er gert?

Hvenær ætla stjórnendur Sólheima að hætta að hafa fatlað fólk að leiksoppi? Er ekki komið nóg?"

Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 22:28

9 identicon

Nennir enginn blaðamaður að rifja upp hver Pétur Sveinbjarnarson er og hver hans ferill er og tengslanet?? Er gleymd umræðan um þegar sonurinn sem nú er framkvæmdastjóri var árum saman erlendis við nám á kostnað Sólheima. Þetta var blaðamál. Stjórnin er nátengd Pétri og ákveðnum Lionsklúbb í Reykjavík. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sólheima, Björn Hermannsson var hrakinn úr starfi vegna ágreinings við Pétur um stefnu staðarins og meðferð fjármuna. Páll Pétursson félagsmálaráðherra reyndi að taka á málium Sólheima eins og Arnþór Helgason segir,en fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk þvert gegn fagráðherranum og afgreiddi fjárveitingar framhjá ráðuneytinu. Minnir að sá hafi heitað Geir H. Haarde.

XX (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 00:17

10 Smámynd: Björn Birgisson

XX, þú ert nærri kjarna málsins en margur annar. Ég spurði í færslu minni: Hvað er hér á seyði? Innlegg þitt svarar því að hluta. Hér er greinilega leikinn ljótari leikur en þjóðin á að venjast. Allt sem hefur komið frá stjórnendum Sólheima í þessu máli er minna virði en yfirlýsingar Jóns Ásgeirs um sakleysi sitt. Er þá langt til jafnað.

Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 00:42

11 identicon

Sem sunnlendingur komst þú þarna að kjarna málsins,í hvers þágu þetta er?

Ekki fatlaðra og hefur ekki verið undanfarin ár

Steinka (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 01:13

12 Smámynd: Björn Birgisson

Steinka, fólkið á Sólheimum stendur ekki bara nærri hjörtum allra Íslendinga. Það stendur á þeim hjörtum og er þar innbyggt. Forráðamenn Sólheimasamfélagsins eru komnir út úr öllu korti og eiga að taka pokann sinn. Þjóðin mun faðma þessa einstaklinga og gæta þeirra vel. Það eitt skiptir máli.

Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 02:26

13 identicon

Er þessi "FRAMKVÆMDASTJÓRN" Solheima fjölskyldufyrirtæki ?

A heimasiðu Solheima má sjá lista yfir þa sem eru i fulltrúaraðinu og þar eru nöfn sem eg trúi varla að standi a bak við þennan ljota leik.

Ath ,einn fulltrúinn er : PÉTUR SVEINBJARNARSON OG FJÖLSKYLDA ????????

Hef aldrei vitað að menn væru í stjórn eða fulltrúaraði félaga með alla fjölskylduna með ser.

ÞETTA ER LJÓTUR LEIKUR og þarna eru ein hverjir sem ættu að skammast sín,og vonandi tekur sveitarfélagið Árborg við þessu og ræður nýja stjórnendur

Björn axelsson

björn axelsson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband