Útgerðin á Svavari VG 1 var algjört flopp, illa ígrunduð, án kvóta og leyfa sem þurfti

"Í dag sátu þrír þingmenn Vinstri grænna, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, hjá við atkvæðagreiðslu við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2011 á Alþingi í dag."

Ekki nóg með það. Í dag kom einnig í ljós að sem stjórnmálaafl eru Vinstri grænir óstjórntækir. Ég hélt því löngum fram fyrir síðustu kosningar, en kaus að gefa þeim séns og halda aftur af gagnrýni minni á flokkinn þann, þegar ljóst varð að hér var hægt að mynda fyrstu "hreinu" vinstri stjórnina. Mér hugnaðist sú hugmynd.

Nú hafa allar mínar hrakspár um VG gengið eftir. Flokkurinn er óstjórntækt afl, sem er við það að klofna. Og mun klofna, bara spurning um nokkrar vikur. Hver höndin upp á móti annarri og allir í fýlu við alla. Gæfulegt er það ekki. Því miður.

Kjörstjórnir þessa lands eiga að fara að huga að því að ydda blýantana sína.

En margt hefur ríkisstjórnin gert vel við erfiðar aðstæður. Það verður ekki af henni tekið.

Eitt gerði hún skuggalega illa. Svo illa að þess verður minnst á meðan landið helst í byggð.

Það var útgerðin á Svavari VG 1.

Algjört flopp án nokkurrar innistæðu og kvóta til útgerðarinnar.


mbl.is Visst áfall segir Steingrímur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var sannarlega kominn tími til að hrósa þér, Björn minn.

"Útgerðin á Svavari VG 1 var algjört flopp, illa ígrunduð, án kvóta og leyfa sem þurfti ..."

Eins og mælt út úr mínum munni ! (og farðu nú ekki að skipta um skoðun þess vegna!).

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 22:32

2 identicon

Eru öll kurl til grafar komin?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 22:38

3 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, allir tímar eru heppilegir til að hrósa mér, eins og þú veist manna best, þótt þú hafir legið á hrósinu eins og ormur á gulli, en þráð það heitast að koma því til skila!

Ég varð eiginlega arfavitlaus þegar til þessarar útgerðar var stofnað og margtjáði mig um það á blogginu mínu. Menn áttu að leita eftir samstöðu um lausn þessa máls hér heima, áður en pakkað var niður í ferðatöskurnar.

Svavarsferðin verður að flokkast undir ein stærstu mistök okkar í samskiptum við erlend ríki, það hef ég alltaf sagt, eins og þú veist kannski, en vilt ef til vill síður muna.

Orð þín hafa engin áhrif á skoðanir mínar, hafa aldrei haft og munu aldrei hafa.

Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, aldrei rennur upp sú stund að öll kurl séu komin til grafar. Hvað er að brjótast um í kollinum á þér?

Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 22:52

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað, Björn, fyrir þína parta – og jafnvel mína að mestu!

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 22:54

6 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, veistu hver sagði þetta: "Hjá sjálfum sér finnur maður helst þá eiginleika sem skipta máli."

Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 23:37

7 identicon

Ástæður fyrir því að borga ekki Icesave:

- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....

2. Eins og þessi maður nefnir í greininni þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims eins og hann leggur sig. Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.

3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.

Ástæður fyrir að borga Icesave

1. Blind hlýðni við "hinn sterka". "Stockholms syndrome." Geðveiki. Náði hámælum í tilvitnunum mannvitsbrekknanna sem héldu því fram á alþingi að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að borga Icesave hið fyrra.

2. Ný-nazismi Updated Version. Að henga heilli þjóð fyrir mistök örfárra óvinsælla bankamanna. Þannig slær hjarta nazistans og þessar "röksemdafærslur" sendu gyðingana í gasklefana. Það er til geðsjúkdómur sem kallast "Stockholms syndrome". Íslendingar sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna, eru líkir sjálfs-hatandi gyðingum af því tagi sem unnu innan veggja fangabúðanna við að urða lík samlanda sinna fyrir örlítið betra fæði og aðbúnað...það er að segja svipað og hinn efri-millistéttar alþingismaður býr við miðað við venjulegan íslenskan almenning. Meiri smámenni og smásálir er ekki hægt að hugsa sér. Við verðum að losna við geðveikt og órökrétt fólk af alþingi.

3. Heimsvaldastefna. Íslendingar hefðu getað hjálpað Afríkuþjóðum með að setja gott fordæmi að losna með tímanum undan sínum skuldaklafa, eins og átakið "Make Poverty History" hefur verið að berjast fyrir. Auðvitað finnst öllum það ekkert gott mál. Sumir aðhyllast enn Heimsvaldastefnu og trúa að best sé að litaði maðurinn sé enn undir hæl gömlu þrælahaldara sinna sem stálu flestum auðæfum hans. Kannski gamli Colonialisminn eigi svo sterka stuðningsmenn á Íslandi þeim finnist þeim bera "siðferðileg skylda" til að fara undir hælinn með Afríku, frekar en skapa mögulega hættu á lagalegu fordæmi, gömlu Heimsveldunum í óhag.

T (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband