37% eru eiginlega skítatap miðað við allar aðstæður

"Fylgi Besta flokksins dalar hins vegar og fengi hann aðeins fjóra menn kjörna. Samfylkingin fengi nítján prósent og þrjá menn kjörna."

Aðeins fjóra?

Jæja. Hvernig á að túlka þessa könnun? Hvað eru þessar tölur að segja okkur?

Besti flokkurinn var bara myndaður í hálfgerðu djóki og honum er örugglega ekki ætlað líf í 80 ár. Það að flokkurinn mælist með tæp 28% fylgi er í raun stórfurðulegt, eftir allt sem gengið hefur á.

Framsókn er flutt úr borginni, en ekki er vitað hvert hún fór og fáir hafa áhuga á að vita það.

Samfylking og VG eru nokkurn veginn á sínu róli. Alla vega ekki stórvægilegt bakslag.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 37% og túlkar það sem stórsigur.

Mér finnst það bara enginn sigur. Það er trúðaflokkur við stjórnvölinn, studdur af umdeildum krötum. Margoft hefur komið í ljós að borgarstjórinn hefur ekki hundsvit á nokkru máli sem hann tjáir sig um og oftar en ekki er hann eins og fáviti í viðtölum og virkar á mann eins og algjör rati. Meira að segja sjaldnast skemmtilegur! Hvað á hann þá eftir?

Ef allt væri með felldu hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að rjúka í 40-50%.

Það er greinilega ekki allt með felldu, hvorki hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni, né hjá fjölmörgum svarendum þessarar könnunar.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu Björn. Þú ert ekkert að skafa af því í þessari færslu. Ég get verið sammála þér með ýmislegt þarna og það er DAGljóst hver stjórnar borginni. Það mun  verða borgarbúum til mikils vansa um ókomna tíð að láta Gnarra sig til að afhenda borgina, sem við eigum jú öll sem höfuðborg, til þessa "menningarvitaframboðs".  Ekki sé ég mikil mótmæli í því meira svona aulafyndni og fílfaskap. Það er rétt að lítið fer fyrir fyndni borgarstjórans þó hann hafi stundum verið hlægilegur í meira lagi  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.12.2010 kl. 20:40

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

ha ha ha..góð grein hjá þér Björn er öllu sammála þér í þessu.

Friðrik Friðriksson, 29.12.2010 kl. 20:43

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sæl Kolla mín, þessi færsla mín var afar mjúkorð og blíðlega rituð, eins og reyndar flestar mínar færslur! Ég verð að segja að 28% fylgi við Besta flokkinn kom mér verulega á óvart. Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 20:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Friðrik, ef fólk ætlar að taka upp á því í stórum stíl að vera mér sammála, þá verð ég að breyta um stíl!

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 20:47

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Nei Björn þú ert fínn svona

Friðrik Friðriksson, 29.12.2010 kl. 20:55

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Grunsamlega mikið sammála þessu innleggi þínu að öllu leiti.

Carl Jóhann Granz, 29.12.2010 kl. 20:56

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þú ert fínn svona, blíður eða ekki  þá ertu stórkostlega fyndinn og orðheppinn maður hahah takk fyrir góðan pistil kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.12.2010 kl. 21:15

8 Smámynd: Björn Birgisson

Carl Jóhann, ef embætti borgarstjóra hefði verið auglýst, eins og hvert annað starf og segjum til gamans að allir 523, sem buðu sig fram til Stjórnlagaþingsins, hefðu sótt um, að viðbættum Jóni Gnarr. Veistu hvar hann hefði lent í röðinni?

Ég veit það. Hvergi. Honum hefði aldrei verið boðið í atvinnuviðtal! Farðu nú ekki lengra með þetta, eins og Steingrímur heitinn sagði á blaðamannafundinum forðum! Þakka þér innlitið!

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 21:22

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sæl aftur Kolla mín, takk fyrir skjallið, ég var í verulegri þörf fyrir að heyra það, þótt ég geti með engu móti tekið undir það, en endilega haltu þínu striki! Hannaði stutta færstu fyrir korteri um mann ársins. Kannski hefur þú gaman af að lesa hana. Reyndar fannst mér hún hálf mislukkuð og leiðinleg, en nennti ekki að taka hana í slipp til skveringar. Hún kemur hér á skjá Davíðs þegar þessi hnígur til viðar. 

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 21:30

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þetta kalla Sjallar að sækja í sig veðrið.....hmm

hilmar jónsson, 29.12.2010 kl. 22:20

11 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Menn taka frekar stórt uppísig þegar sjálfstæðosmenn eru vændir um að túlka þetta sem stórsigur. Samkvæmt minni málvitund er það að sækja í sig veðrið , eingængu að færast í aukana eða að bæta stöðu sína eftir því sem við á. Það er engin spurning að flokkurinn hefur bætt stöðu sína eftir afhroðið í síðustu kosningum. En ég er sammála því að við þurfum að endurheimta borgina.

Sigurður Sigurðarson, 29.12.2010 kl. 22:32

12 identicon

bæting úr 27 í 37% er bara heil 37% aukning ekki satt ?

Það kalla ég að sækja í sig veðrið... nema hvað ?

Stebbi (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 22:51

13 Smámynd: Björn Birgisson

Vá, Stebbi, vá, þvílíkur stórsigur. Þetta er bara könnun, pöntuð af D listanum! Hún breytir engu!

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 22:56

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Hanna Birna lét glepja sig í fundarstjórastöðu fyrir vinstriflokkana í Reykjavík. Þegar hún hættir því þá getur hún byrjað að berja á þessari borgarstjórn.

Geir Ágústsson, 29.12.2010 kl. 23:40

15 Smámynd: Björn Birgisson

Geir Ágústsson, glepja sig? Hún gerði það með góðum hug að ég hygg. Hún vildi brjóta upp viðteknar venjur. Fékk ekki verðskuldað prik fyrir, alla vega ekki frá Sjöllum í Reykjavík.

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 23:46

16 identicon

Það þarf heilmikla greind til að skilja "húmorinn" hans Jóns, sem og andlegan þroska umfram það sem flestum er gefinn, og umfram það sem hægt er að vera "áskrifandi" að líka...Sumt er meðfætt. Sorrý...En gangi þér vel :) Þjálfaðu þig í abstrakt hugsun, stúderaðu list og mysticisma og virkjaðu hægra heilahvelið eins og Einstein sagði væri aðalmálið...og þá fyrst ferðu að skilja. Þetta er svipað og með að lesa Biblíuna. Þú skilur EKKERT ef þú tekur allt bókstaflega ;) Jón Gnarr er enginn Krati, þetta er Anarco - Gnostíker- Gúrú.

IQ (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 23:52

17 Smámynd: Björn Birgisson

IQ, líf mitt er allt annað eftir þetta innlit þitt. þakka þér kærlega fyrir!

Björn Birgisson, 30.12.2010 kl. 00:18

18 identicon

ég veit þetta er könnun,, það er óþarfi að fara að gráta.

stebbi (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:48

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn.

Naskur ertu, og átt allt hól skilið fyrir þennan stórskemmtilega pistil, sem líka nær algjörlega utan um kreppuna í íslenskri pólitík.

Er samt ánægðastur með andsvar þitt við Geir, þann góða frjálshyggjudreng.  Það er rétt, Hanna Birna skynjar kall tímans, og hún reynir að fóta sig á nýjum slóðum.

Árið 2011 er ár kvenna, segir Vikan. 

Gott að þú sért ekki búinn að nefna þær báðar, Lilja og Hanna, mér líst vel á það.

En ég ætla samt ekki í kynskiptingu til að vera með, mun frekar verja síðustu vígi karlpunga.

En samt ekki Steingrím sem mann ársins, þar eru mörkin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 00:50

20 Smámynd: Björn Birgisson

Stebbi minn, hér er enginn að gráta, þótt mörgum kunni að vera tár á hvarmi og reyna að bera sig vel. Þakka þér þitt innlit.

Björn Birgisson, 30.12.2010 kl. 01:00

21 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Geirsson, þakka þér fyrir innlitið og innleggið. Allfaf gaman að heyra frá þér, sem og sveitungum þínum fyrir austan. Þar á ég rætur og sögu. Takk.

Björn Birgisson, 30.12.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband