Nálgunarbann á Samtök atvinnulífsins?

„En Samtök atvinnulífsins eru ekki að fara að gera einhvern skammtímasamning," segir Vilhjálmur. Samtökin vilja að gerðir verði kjarasamningar til þriggja ára, sem er að sögn Vilhjálms mjög mikilvægt til að eyða óvissu.

Vel getur það verið rétt hjá Vilhjálmi, en ekki eru honum allir sammála.

Málið er bara að Samtök atvinnulífsins ráða afar litlu í þessu landi. Völdin eru hjá ríkisstjórninni, sem reynst hefur afar farsæl í flestum sinna mála. Auðvitað má Villi væla. Fyrir það fær hann kaupið sitt!

Ríkisstjórnin skattleggur til að fylla upp í eyðslufyllirísins göt sem frjálshyggjan skildi eftir sig og gerir það með sönnum stæl. Hlífir þeim lakar settu og skattleggur neyslu hinna ríku. Ríkisstjórnin er farin að minna mig á Hróa Hött og félaga í Nottingham skíri.

Ef Villi litli og fóstbræður hans er með múður, umfram það sem almennt velsæmi þjóðar í vanda þolir, vanda, sem varð til fyrir tilstilli hans og hans skoðanabræðra og systra, er aðeins eitt að gera.

Setja lög og nálgunarbann á liðið við þjóðlífið. Ísland þarf að lifa.

Ríkisstjórnin frábæra mun sjá til þess! Cool

 

 


mbl.is „Alþýðusambandið hrökk frá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einhvers staðar var því fleygt að mánaðarlaunin hjá Vinnuveitenda-Villa væri nálægt tveim milljónum. Það verður að teljast vellaunað enda ekki á færi allra að telja þjóðinni trú um að lægstu launin séu það há að ef þau hækki um krónu fari atvinnurekendur á hausinn. Þá eru verkalýðsforingjar og stjórnendur lífeyrissjóða ekki á flæðiskeri staddir enda varla vangreiddir eins og þeir sem súpa dauðann úr skel eins og þeir sem annað hvort eru í lægstu launaflokkunum eða atvinnulausir. Tölum ekki um þá sem hvoru tveggja hafa glatað ævisparnaðinum í formi hlutabréfa og atvinnunni í hruninu.

Las að tölvan þín Björn Ísfirðingur hefði geispað golunni. Það þóttu mér vond tíðindi. En annað hvort hefur þú fengið þér aðra eða náð að koma viti í hana aftur.

Alltaf eru fróðlegar athugasemdirnar þínar.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.1.2011 kl. 21:59

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stál í stál Björn?  Er það gáfulegt án tillits til hver endanlega ræður. Ríkisstjórnin þarf líka að semja frið við þjóðina jafn mikið og ASÍ þarf að semja við Vinnuveitendur. Kannski að vandamálið sé frekar persónurnar heldur en málefnin. Hvernig væri að bæði Villi og Gylfi yfirgæfu sviðið ásamt þessum augnkörlum í verkalýðshreyfingunni.  Er ekki Björn frá Nolli búinn að vera formaður fyrir norðan lengur en elstu menn muna?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2011 kl. 22:06

3 identicon

Villi og þessir vesælu "verkalýðsforingjar", þeir mega alveg hverfa af sjónarsviðinu; Hér þarf að fara fram alvöru landhreinsun, ég er algerlega til í slaginn og vel það.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 23:04

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Mikið er ég sammála ykkur!

Aðalsteinn Agnarsson, 24.1.2011 kl. 23:19

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hinn viðbjóðslega undirföruli, einskis virði og ógeðslegi Vilhjálmur Egilsson mundi aldrei sætta sig við 4- föld þau laun sem ASÍ er að krefjast sem lágmarkslaun (200.000,) fyrir sig eða sína umbjóðendur. Þetta rauðþrútna gerpi er ekkert nema vesæl hóra fyrir LÍÚ og fær borgað í samræmi við það. 2+ milljónir á mánuði allavega fyrir að sleikja eitthvað sem við viljum helst ekki vita hvað er.

Gylfi hálviti er nú lítið skárri. Þetta er ógeðslegt pakk.

Guðmundur Pétursson, 24.1.2011 kl. 23:32

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vilhjálmur talar um óvissu, en það yrði nú líka óvissa fyrir launþega að semja til 3 ára ekki síður..........

Eyjólfur G Svavarsson, 25.1.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband