Blástakkarnir níu, nýr hópur níumenninga

Nú fer væntanlega að styttast í að dómur verði kveðinn upp um sekt eða sýknu níumenninganna svokölluðu sem röskuðu ró Alþingis.

Að þeim dómi uppkveðnum getur dómsvaldið snúið sér að miklu alvarlegri aðför að lýðræðinu í landinu.

Það er nefnilega til orðinn nýr hópur níumenninga. Blástakkarnir níu.

Árás hinna fyrri níumenninga á Alþingi er sem létt barnahjal í samanburði við árás Blástakkanna níu á sjálft lýðræðið í landinu.

Verst að ekki skuli vera hægt að áfrýja tilhlýðilegum dómi yfir þeim til Hæstaréttar Íslands.

Af augljósum ástæðum.

 


mbl.is Útsend kjörbréf teljast ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú væri gott að geta áfrýjað til yfirvalda í Kaupmannahöfn - eins og fyrrum þegar ofríki mörlandans keyrði úr hófi...

Sævar Helgason, 27.1.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sævar, tek undir þetta!

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 17:39

3 identicon

Með þetta siðferði í farteskinu Björn Birgisson  er ég lítið hissa hvernig komið er á með hinni íslensku þjóð. Þú ert kominn af léttasta skeiði,  hvað hefur eiginlega komið fyrir þig á langri leið?Það virðist vera nokkuð sama hvað þessi vinstri-tæra ríkisstjórn kemur nærri, allt fer í handaskol. Ósamlyndi óheilyndi  og það að skrökva  í sífellu að þjóðinni, hefur sannarlega haft djúpstæð áhrif á fólkið í landinu. Komin er tími til þess að líta í eigin barm og hætta að kenna öllum öðrum um ófarir okkar. þjóðin er niðurbrotin,ráðvillt og sundurtætt eftir að hafa farið ígegnum loforð og hremmingar núverandi ríkisstjórnar.   

gn (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Hvað hefur eiginlega komið fyrir þig á langri leið?"

Ýmislegt. Til dæmis var flest allt verðmætt sem þjóðin átti rifið af henni og rétt vinum og flokkshestum. Svo hefur Hæstiréttur verið eyðilagður með eintóna pólitískum skipunum, þannig að honum er ekki treystandi. Nenni ekki að telja upp fleira. Sammála þér með það að ríkisstjórninni gengur hálf illa. Hafa ber þó í huga að verkefni hennar hafa verið svo risavaxin að engin flokkur hefði getað komist óskaddaður frá þeim.

Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 20:30

5 identicon

Það voru hættulegir trjóuhestar í þessum hópi, þar á meðal einn alvarlega heilabilaður og heilaþveginn maður sem óskar þess að íslensk tunga deyji út...og þjóðin gufi upp og siðir hennar í allsherjar hrærigraut mannkyns undir einhverjum framtíðar alheims Hitler, þegar það verður "ein reich- ein volk- ein fuhrer" bara allir brúnir og babblandi á esperanto. Guð gefi það gerist aldrei. Niður með fasista og óvini vestrænnar menningar! Grandskoðum frambjóðendur næst og látum ekki menn með svona einkaskoðanir komast þarna á þing. Áfram Ísland! Land Friðarins!

Frelsisvilji (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 01:17

6 Smámynd: Björn Birgisson

Frelsisvilji, ég er ekki alveg að skilja þetta innlegg. Þú skýrir það kannski nánar ef þú mátt vera að!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 01:53

7 identicon

Trójuhestur = mannvirki nokkuð sem svikarar notuðu til að smygla vopnuðum Trójubúum meðal fólksins. Fólkið hélt þetta væri eitthvað saklaust og allir urðu hissa þegar styttan opnaðist og út streymdu morðingjarnir. Sumir menn eru svona, hafa eina hugsjón á yfirborðinu, oftast einhverja milda og pólítískt réttsýna og skaðleysislega, en aðra undir niðri. Þessir menn eru tvenns konar, illir og útsmognir menn, og svo treggáfaðir menn, sem kannski eru engu að síður færir um að ganga í skóla og komast áfram á tilfinningagreindinni, sem hafa verið heilaþvegnir, stundum sér óafvitandi, og eru notaðir sem strengjabrúður fyrir ill öfl. Trjóuhesturinn á Stjórnlagaþingi, ég nefni sérstaklega einn þrátt fyrir að þarna hafi fleiri rangir menn valist í embætti, tilheyrir síðari flokknum, en heimska þýðir ekki að menn séu ekki hættulegir..sjáið bara George Bush.

Alheims-fasismi undir alræðisstjórn er raunveruleg ógn sem er nær en neinn grunar. Kaldastríðið er ekki unnið. Raunverulega ógnin sem ógnar frjálsu samfélagi byggðu á mannvirðingu og jafnrétti hefur ekki verið sigruð, og helsta ástæða þess eru þessir menn sem láta misnota sig með þessum hætti og koma þessum öflum til valda. Og einn slíkur að minnsta kosti var á stjórnlagaþingi. Ef þetta fólk fær að mun það, sér óafvitandi, rústa bæði öllu sem forfeður þeirra byggðu upp á Íslandi, og eins því sem upplýsingin og mannúðlegu framfarirnar úti í heimi komu með hingað á land. Slíkir menn munu ganga að Vestrænni menningu dauðri mun fyrr en óvinir okkar, nema við stoppum þá. Þegar einhver nefnir að tungumálið okkar sé ekki mikilvægt, þá ættu viðvörunarbjöllur að hringja hjá öllum. Að svipta þjóð tungumáli sínu er algengasta aðferðin til að hneppa hana í þrælahald. Lítum bara til reynslu Íra, sem voru myrtir fyrir að dirfast að tala tungumálið sitt, og fjölda þjóða sem voru hernumdar af nýlenduherrum. Svona menn eru ekki vinir sinnar eigin þjóðar.

Frelsisvilji (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband