Bjallan hringir, allir út, tíminn er búinn

 „Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum."

Þessi setning Jóhönnu og margt annað í ræðu hennar hringdi ákveðnum bjöllum. Það var ekki verið að hringja inn í tíma, heldur út.

Bjallan hringir, allir út, tíminn er búinn.

Ríkisstjórn Jóhönnu á varla langt eftir, alla vega ekki í óbreyttri mynd. Samstarf Samfylkingar og VG hefur reynst erfiðara en til stóð í byrjun. Þegar stjórnin var mynduð var öllum ljóst að mikill skoðanamunur var á milli flokkanna í mörgum stórum málum.

Þá hófst brúarsmíðin hefðbundna. Vígslan fór svo fram 1. febrúar 2009.

Nú er að koma í ljós að brúin ber ekki þá umferð og þunga sem henni var ætlað að bera. Brestirnir eru augljósir hverjum manni. Brúin er að hrynja.

Hvað skyldi taka við?

 


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þó þau séu sammála um að vera ósammála þá eru þau sammála um að halda völdum og Jóhanna hefur ekki beint verið að biðla til Sjálfstæðisflokkinn og fáir Sjálfstæðismenn hafa áhuga á stjórnarsamstarfi við Vg.

Óðinn Þórisson, 30.1.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, stjórnmálin hjá okkur eru komin í hálfgerða sjálfheldu. Þau einkennast af mikilli tortryggni og bullandi hræðslu við að takast á við afleiðingar hrunsins. Heldur þú að þínir menn hafi einhvern áhuga á stjórnarsetu? Ég held ekki. 

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 13:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

VG-liðarnir sem hvað harðast hafa barist fyrir "hreinni" vinstristefnu og ekki viljað hvika frá henni eitt strik, minna mjög á Komitern-liðana á 3ja, 4ða og fimmta áratugnum sem var stjórnað austan frá Moskvu og þaðan sagt, hvenær þeir ættu að snýta sér, skíta eða ríða. 

Þetta ístöðulausa og ósjálfstæða fólk er loksins að fá draum sinn uppfylltan; "hreina" vinstri stjórnin hrökklast frá og helvítis íhaldið sest að völdum, sem væntanlega framkvæmir fyrir Kominternliðið draumana sem var hinni hreinu vinstri stjórn um megn.

Mikið verður þá gaman að lifa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.1.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, telur þú að Jóhönnustjórnin sé að falla?

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 14:14

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nei ég held að x-d hafi ekki áhuga á stjórnarsamstarfi í dag enda held ég að það séu engar líkur fyrir því að stjórn Frú Jóhönnu sé að falla en Björn getum við ekki verið sammála um það að halda kosningar sem fyrst

Óðinn Þórisson, 30.1.2011 kl. 14:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kosningar? Ég vil sjá hvernig vorþinginu reiðir af. Síðan skal ég svara þér.

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 14:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er annað í stöðunni þegar sumir ráðherrar stjórnarinnar eru.... já er vitað hvar þeir eru allir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.1.2011 kl. 15:03

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En fari stjórni frá þá á ekki að rjúfa þing, heldur að láta stjórnarandtöðuna, sem núna veit allt og getur betur en aðrir, mynda stjórn og leysa málin fljótt,  örugglega og sáraukalaust.

Svo má kjósa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.1.2011 kl. 15:08

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ráðherrar .................. svo eru nokkrir þingmenn týndir líka!

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 15:11

10 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, að þessum orðum þínum sögðum er stjórnarandstaðan öll komin á róandi!

Björn Birgisson, 30.1.2011 kl. 15:13

11 identicon

Ég vil sjá nýja ríkisstjórn sem Lilja Mósesdóttir og Birgitta leiða saman. Birgitta kemur með eldmóðinn, frumleikan og sköpunarkraftinn. Við erum þegar að fá heimsins flottustu fjölmiðlalög, þökk sé henni, sem munu skila landinu ótakmörkuðum tekjum þegar fram í sækir, því ótal fjölmiðlar munu vilja vera hér og borga okkur fyrir hýsingu. Birgitta er líka orðin heimsþekkt baráttukona fyrir mannréttindum og ef heldur áfram sem horfir gæti hún fyrr eða síðar fengið friðarverðlaun nóbels, því hennar eldur slokknar ekki né kulnar. Hún er aftur á móti stundum of fljótfær, og ekki best menntuð í heiminu, þó hún hafi reynsluna, og þar kemur Lilja inn í myndina með leiðsögn og pólítíska yfirsýn, og til að bremsa hana af á réttum stöðum, en Lilja er í raun mikil hófsemdarkona og diplómat, þó hún sé ekki tilbúin að svíkja samvisku sína fyrir flokk sem hefur svikið stefnu sína. Jón Gnarr væri líka fínn þarna inn í með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Hann er búinn að finna stórsniðuga leið til að láta ísbjörninn fjármagna sig sjálfan og fá umhverfisverndaráhugamenn til að koma til landsins í stórauknu máli um leið og þeir fjármagna þessa hugmynd hans. Og hann er "svalur" og myndi ná að draga fleiri að til að færa fjölmiðlastarfsemi sína hingað til lands, sérstaklega ef hann fengi Björk Guðmundsdóttur vinkonu sína til margra ára í lið með sér.

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband