Það hlýtur að vera aumt hlutskipti að nærast eingöngu á hatri og neikvæðni

"Norska blaðið Aftenposten fjallar í dag um stöðu mála á Íslandi og segir að landið virðist að mestu hafa sloppið við það tjón, sem var yfirvofandi þegar íslenska bankakerfið hrundið haustið 2008."

Þetta er jákvæð frétt fyrir Íslendinga og þá gerist það sem alltaf gerist ef eitthvað jákvætt er sagt um ríkisstjórnina eða Seðlabankann, hvort heldur hér innanlands eða erlendis.

Hægri bloggararnir beinlínis tryllast og segja allt vera blekkingar og lygi.

Það er í raun bráðfyndið að sjá alltaf þessi sömu viðbrögð!

Það hlýtur að vera aumt hlutskipti að nærast eingöngu á hatri og neikvæðni.

Og það sem verra er:

Það er víst ekkert til við þessu!

 


mbl.is Íslendingar sagðir hafa sloppið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt Björn, þeir á hægri öfgavængnum tryllast við góðu fréttirnar.

Ekki er þjóðernisástin mikil hjá þeim blessuðum, úr því að þeir geta ekki glaðst yfir þessu.

Þjónkun við ónefnda manninn stýrir augljóslega þeirra skrifum.

Doddi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 16:13

2 identicon

Ég sé Björn, að þú hefur kíkt við hjá Óskari fornvini mínum og spjallvini ágætum til langs tíma. Hann hefur nú lokað á mig vegna spaugs sem honum líkaði ekki, en berðu honum mínar bestu kveðjur næst er þú lítur við á hans spjallsíðu.

Doddi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 16:17

3 identicon

Vááá, merkilegt atriði þetta með hægri og vinstri.  Hér er í gangi afar slæm blaðamennska af hálfu Aftenposten !  Eyði ekki orðum í Þórólf , hann er fyrir löngu búinn að dæma sig úr leik sem álitsgjafi.   Aftenposten hefði verið í lófa lagt að lesa sjálfir skýrsluna.  Úr skýrslu Seðlabanka, "Efnahagsmál nr. 4 febrúar 2011" :"1. mgr.  "Ætíð er nokkur óvissa tengd upplýsingum um erlendar eignir og skuldir þjóðarbúsins". Eftir lýsingu á ástandinu eftir hrun 2008: "Í ljósi framangreinds er erfitt að fullyrða með vissu um raunverulega skuldastöðu þjóðarbúsins", og áfram: "Við núverandi aðstæður gefur niðurstaða hins staðlaða uppgjörs hins vegar ekki rétta mynd af þeirri skuldastöðu sem ráða mun mestu um velferðþjóðarinnar til næstu ára". Seðlabanki leyfir sér meira að segja að nota "moldviðri" um ástandið !  Annars fyrir þá sem vilja þá er slóðin þessi: http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8465

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:11

4 identicon

Ennfremur ef einhver bráðafyndni er í gangi þá kemur hún frá Seðlabanka :)

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:13

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er sjálfsagt eitthvað til í því hjá þér að ýmsir "hægri" menn, sem halda að þessi túlkun Aftenposten, sé eitthvert hrós til ísl. ríkisstjórnarinnar, "tryllist" og kalli þetta rangfærslu, eins og "vinstri" menn eru sannfærðir um að þetta sé allt stjórninni að þakka, en halda þeir sömu þá að þetta hefði mátt lesa í Aftenposten ef Icesave II að ekki segja Icesave I hefði gengið í gegn hjá þeirri sömu stjórn og við erum að tal um ??

Held ekki, bæði þessi  frétt og hvatningar annarra sem eru að benda á "Íslensku" leiðina, eru að tala um möguleikann sem Ísland hafði til fella gengið (ekki hægt ef Evran hefði verið) og ekki síst fólkið í landinu sem hafnaði Icesave II og mun hafna Icesave III ef þeim verður leyft að segja sitt álit, svo verður AGS sagt upp, (eins og Írski flokkurinn Fine Gael er að leggja til) öllu aðildarferli að ESB lagt á ís, hvað verður þá um stjórnina "góðu" og "meðhlaupara hennar kemur bara í ljós.

Hvar maður finnur svo stærstu "ættjarðarástina" metur hver og einn fyrir sig.

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 19.2.2011 kl. 17:20

6 identicon

Eini raunverulegi munurinn á nýja Icesave samningnum og Svavars samningnum er að vaxtaprósentan er lægri. Í raun á að nota lánsfé frá AGS til að borga Icesave, fyrsta greiðslan er núna fljótlega. Hún verður greidd með fé frá AGS sem er á 5,5% vöxtum, sömu vöxtum og voru í Svavars samningnum. 

Þegar upp er staðið, þá er ekki einu sinni munur á vöxtunum. Eingöngu því, að við borgum AGS þessa vexti en ekki Bretum og Hollendingum.

Það er því búið að blekkja þjóðina algjörlega með þessu tali um lægri vexti.

Doddi (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:33

7 identicon

Björn !  Áttu ekkert til við þessu?  Aumt hlutskipti að nærast eingöngu á fáfræði :)  Tala nú ekki um að lepja hana eftir Þórólfi !  Skora á þig að koma með tilvísanir í Seðlabanka, sem styðja bullið úr honum !  Ef Aftenposten getur ekki lesið skýrslurnar, þá hefði verið hægur vandinn að fá t.d. tvær eða fleiri skoðanir utan hans.

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 22:18

8 identicon

Ennfremur:  Ef ske kynni að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi varðandi Icesave:  Af hverju fáum við (þjóðin) ekki að vita í t.d. samandregnum niðurstöðum upp á eina bls. hvað er í gangi?  Steingrímur, Jóhanna og Bjarni Ben. hljóta að hrista það fram úr erminni?

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 22:26

9 identicon

Björn !  Ertu hættur?  Gefstu upp, eins og í bófahasar?  Lát heyra !

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 22:55

10 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Hilmar.Var að koma frá Reykjavík eftir sólarhringsdvöl þar. Þessi frétt í Aftenposten er bara ein af mörgum sem andstæðingar ríkisstjórnarinnar fjargviðrast út í. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að staðan sé góð, en ef einhver vogar sér að sjá einhver batamerki, fer þessi hópur, sem ég vitnaði til alltaf á límingunum og rakkar allt niður. Hann einfaldlega vill ekki að ríkisstjórnin nái árangri. Bendi á að fjölmargir "spekingar" halda því fram að Ísland standi mun betur en hrunið mikla gaf ástæðu til að ætla að yrði.

Annað. Ef einhver vogar sér að nefna viðskilnað fyrri ríkisstjórna, er sá hinn sami sakaður um að hengja sig í fortíðina og harðneita að horfa jákvætt fram á veginn! Það er greinilega vandlifað í þessu landi fyrir sumt fólk!

Á þetta var ég að benda í þessum stutta pistli.

Neikvæðnina.

Ég var ekki að gera neina úttekt á Seðlabankanum eða fjármálum ríkisins almennt.

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 15:05

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Það er mikið til í þessu hjá þér, eftir að umræðan eftir búsáhaldabyltinguna hljóðnaði, hefur hún borið sterkan keim af umræðum flokkahernaðar, þar sem menn skipta um rullu eftir því hvort flokkur þeirra er i stjórn og stjórnarandstöðu.

Ein skýring þess er að aðrar raddir hafa ekki fengið hljómgrunn almennings, til dæmis allt grasrótarsamstarfið gegn AGS.  

En einn daginn munt þú fatta að þriðji hópurinn var alltaf lifandi, það var hópurinn sem hélt það út gegn ægivaldi fjórflokksins og auðfjölmiðlanna.  Það var hópurinn sem áttaði sig á því að árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs upp á 90-160 milljarða næstu 10 árin þýddu aðeins eitt, endalok okkar þjóðfélags í þeirri mynd sem við þekkjum það.

Þær verða minni í dag, þó að núverandi ICEsave samningur verði samþykktur, og það er baráttu þessa hóps að þakka.  Alþingi sameinaðist jú að keyra samning uppá 500-1.000 milljarða í gegn þar sem allar eigur þjóðarinnar voru undir, aðrar en sendiráð en bretar höfnuðu þeim samning.  Og þjóðin síðan þeim næsta.

En baráttunni  er ekki lokið Björn, ennþá er mikil ógn af AGS láninu, 650 milljarðar í erlendum gjaldeyri, verða banabiti núverandi velferðarkerfis, verði lánið notað.  AGS hefur aldrei endurfjármagnað lán nema með stífum skilyrðum um einkavæðingu og sölu almannaeigna.

Íslenska þjóðin hefur engar forsendur til að ætla að annað gildi um hana.

Ástandið er ekki gott á meðan almenningur býr við sultarkjör, og þarf að borga fyrir alla almannaþjónustu á meðan skattfé hans fer í vexti og vaxtavexti.  Í gegnum alla mannkynssöguna hefur slíkt ástand verið talið skítt, og það verður líka skítt hér ef draumur fjármagnsins gengur eftir.

Þetta snýst ekkert um fjórflokkinn, hann er allur hallur undir AGS, þó undantekningar megi greina.  Þetta snýst heldur ekkert um fortíðina, hún er liðin.

Þetta snýst um að verja framtíð afkomenda sinna.  Það er ekki pólitík Björn, það er sjálft lögmál lífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2011 kl. 23:08

12 Smámynd: Björn Birgisson

"Þetta snýst um að verja framtíð afkomenda sinna.  Það er ekki pólitík Björn, það er sjálft lögmál lífsins."

Segir skarpasti penni samtímans.

Ég tek ofan sixpensarann.

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 23:15

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú mátt hæðast að mér eins og þú vilt Björn, ég er löngu hættur að elda grátt silfur við þig.  Veit fyrir hvað þú stendur og met hvað þú ert sjálfum þér samkvæmur.

Um allan heim er fólk að orða hugsanir sínar, sumir fylgja þeim eftir og fara út á göturnar, heimurinn verður aldrei samur á eftir.  Hér á Íslandi birtast þessir straumar í andófinu gegn ICEsave.

Því andófi átt þú því  að þakka að þjóðin er ennþá sjálfstæð.  Og landsbyggðarfólk getur einnig þakkað andófinu að sjúkrastofnanir þess eru ennþá opnar, þó stefna þessarar ríkisstjórnar sé að loka þeim á næstu 3 árum.  Og, jú, jú, það væri örugglega stefna Sjálfstæðisflokksins væri hann í stjórn.  Hvað mig varðar þá skiptir það engu máli hvað flokkarnir heita, stefnan er í grundvallaratriðum röng.

En svo ég vitni í þig, það vill þetta enginn, að skera niður og loka er óhjákvæmileg afleiðing þess ef lungað af skatttekjum þjóðarinnar fer í vexti og afborganir. 

Og samkvæmt fyrstu efnahagsáætlun AGS þá var áætlað að 160 milljarðar færu í vexti á þessu ári, svo lækkaði það í 90 milljarða, svo upp í 130 milljarða og aftur kringum 160 milljarðana, svona rokkaði það næstu árin, eða frá 20-40 % af tekjum ríkisins, og þá eru afborganir eftir.

Þú hefur aldrei svarað þeirri spurningu Björn hvernig þjóðfélag við arfleiðum börnum okkar hefði það versta gengið eftir, þú ræðir mest hverjum það er að kenna.

Ég veit hvað AGS sagði á fundi með Vaktinni hvað þyrfti að gera til að greiða þessa vexti, og það er ekki ávísun á það norræna velferðarkerfi sem ríkisstjórnin talar um, það eitt er víst.

Já, þetta snýst um lögmál lífsins, að vernda afkvæmi sín.

Og um allan heim krefst fólk uppgjörs við ræningjana, nema á Íslandi, þar rífumst við um réttmæti fjárkúgunar.

Ég vona að þú eigir 2 sixpensara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2011 kl. 23:37

14 Smámynd: Björn Birgisson

"Þú mátt hæðast að mér eins og þú vilt Björn, ég er löngu hættur að elda grátt silfur við þig.  Veit fyrir hvað þú stendur og met hvað þú ert sjálfum þér samkvæmur."

Ómar, ég dáist að baráttu þinni og þínum skrifum. Hef alltaf gert.

Skil þetta innlegg engan veginn.

"Segir skarpasti penni samtímans" sagði ég og meinti hvert orð. Hvernig í lífinu gastu misskilið mig?

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 00:09

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli ég sé ekki bara svona illa gefinn Björn, enda ekki hægri maður og því með illa þroskaðan heila skilst mér á Baldri eðalhægri manni.

Bið að heilsa suður í Grindavíkina, þú spáir í þetta með 160 milljarðana við tækifæri.  Þarft samt ekkert að láta mig vita af hvaða niðurstöðu þú kemst.  Hún verður á þínum forsendum en ekki mínum.

Er að ljúka yfirferð minni yfir netheima, hef ekki lengur áhyggjur af ICEsave, sammála mati þínu um að þjóðin felli þennan samning.

Kveðja og góða nótt.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 01:01

16 Smámynd: Björn Birgisson

Góða nótt, Ómar minn!

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 01:05

17 identicon

Heil og sæl,

Aðferðin sem Íslendingar studdust við var svonefnd "Sænska leið" er beitt var í Svíþjóð þegar þeir lentu í svipuðu ævintýri hér á árum áður og ættu þeir sem að studdu þessa aðferðafræði að hljóta hrós fyrir heldur en hitt.  Þess er gaman að geta að nokkru áður en hinn margfrægi Lehman bróðir http://www.lehman.com/ lagðist á hliðina hafði nefnd frá Svíþjóð skipuð nokkrum af þeim aðilum er tóku þátt í að setja upp hina sænsku leið fundi með þáverandi ráðamönnum í Bandaríkjunum og Bretlandi.  Ástæða þessa var að menn vissu nákvæmlega í hvað stefndi og voru þar af leiðandi að undirbúa sig gaumgæfilega fyrir ófarirnar - þeir hefðu geta valið eitthvað í líkingu við 11. september 2001 til að fela slóðina en sú leið var of augljós þar sem að of stutt var frá þeim harmleik, þess í stað völdu þeir að grilla agnarlítið örhagkerfi í norður atlantshafi kallað Ísland og skella skuldina á þjóð sem vissi ekki hvaðan stóð á sig veðrið á meðan Bandaríkjamenn og Bretar redduðu sínum málum að nóttu til, Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland fjórði stærsti banki í heiminum, meðal annarra, féllu og allt lendi á breskum og  bandarískum þegnum þar sem að hinir spilltu stjórnendur þeirra slepptu út aðal atriði sænsku leiðarinnar en það er að láta hrunið falla á fjármálafyrirtækin sem ábyrg eru fyrir hruninu frekar en þegna sína.  Þess vegna erum við á Íslandi ekki í eins vondum málum og að við höldum, bara svo lengi sem að við förum afar varlega í að afnema okkar ágætu gjaldeyrishöft ásamt því að halda fullu sjálfstæði okkar, þ.m.t. hinni fallegu krónu. 

Eins og staðan er núna og verður næstu misseri höfum við ekkert að gera í EU og þetta bull með að krónan okkar er ónýt er bara kjaftæði, krónan er eingöngu tákngerfingur þess sem að hagkerfi okkar stendur fyrir, gallinn er bara sá að þegar aðeins annar hluti hagkerfisins, þ.e. hluti fjármagnseigenda er verðtryggður, þ.e. tengdur erlendum gjaldmiðlum, þá virðist sem svo að krónan sé ónýt en hún er það alls ekki fyrir fjármagneigendur sem versla með verðtryggðar eignir - þær eru alltaf tengdar erlendum gjaldmiðlum á einn eða annan hátt,  því breytir ekki neinu ef að við tökum upp EUR, USD, GBP eða einhvern annan tákngerving annarra efnahagskerfa.  Gjaldmiðillinn er eingöngu tákn verðmætanna sem sköpuð eru í hverjum efnahag fyrir sig og síðan versla menn sín á milli með táknin og þykjast sterkir á velli eftir því hversu mikla olíu þeir telja sig eiga til vara og eftir í olíulindum sínum eða hversu mikinn þorsk þeir treysta sér til að veiða o.s.frv. ... þetta er ekkert flókið, þetta er allt einn stór leikur þar sem að nánast engar reglur gilda og það er enginn dómar eins og gengur og gerist í öðrum leikjum, s.s. eins og í körfu- og handbolta.  Verðtryggðu lánin okkar eru ekkert að hækka, það er bara gengi íslenska efnahagsins gegn þeim efnahögum sem lánuðu þeim sem að lánuðu okkur verðtryggð lán sem er að veikjast.  Ef að laun þegna Íslands væru einnig verðtryggð þá væri jafnvægi "equilibrium" hér á landi og öll okkar efnahagssveifla hverju sinni væri fullkomlega tengd öðrum efnahögum og þá væri krónan rétt túlkuð í umhverfi sínu og ekkert vandamál með hana - ef menn og/eða konur vilja skíra gjaldmiðilinn eitthvað annað breytinganna vegna þá er þeim það í lófa lagt en málið er að við erum með þau vopn í hendi sem til þarf til að leiðrétta þetta misræmi í efnahag okkar en það er að verðtryggja laun og alla þá mikilvægu þætti er ekki eru nú þegar verðtryggðir og þá er málið dautt.

Samantekt, við þurfum ekki að fara einhverja fjallabaksleið til að leysa þennan hnút.  Við höfum tvennt í stöðunni.  Eitt, fella niður alla verðtryggingu sem virðist ekki vera gæfulegur kostur vegna þess að þá töpum við tengingunni við aðra efnahagi.  Tvö, verðtryggja allt sem í efnahag okkar er mikilvægt, þ.m.t. laun, til að tengjast fullkomlega öðrum efnahögum á leikborði alheimsvæðingar og viðskipta.  Ef að allsherjar verðtryggt efnahagsmódel gengur ekki upp nú þá höfum við svarað milljón dollara spurningunni sem að flestir ef ekki allir af mínum erlendu viðskiptabræðrum og systrum hafa spurt mig að, hvernig getir þið rekið ykkar sjálfstæða örefnahag og haldið fjárhagslegu sjálfstæði ykkar, þið eruð svo fá, aðeins 318500 manns sem byggja þessa eyju sem frekar dýrt er að reka vegna stöðu hennar í norður atlantshafi.  Eins og ég segi ef að allsherjar verðtryggt efnahagsmódel gengur ekki upp þá þurfum við að leita á náðir stóra bróður og/eða systur, hvort sem að það væri Noregur, Danmörk, Bretland eða einhver önnur þjóð, um að fá þær að taka okkur upp á arma sína.  Hljómar kannski svolítið vonlaust en þetta er nú ekkert flóknara en þetta, það skilja allir viðskipti sem að þau vilja skilja, þau eru ekki mikil fræði - 10% af 1000 eru 100.  Ef aftur á móti þetta gengur upp og við getum rekið okkar örefnahag sjálfstætt þá er það hið besta mál og við getum haldið áfram að grilla og drekka okkar bjór óáreitt sem er bara frábært.

Það er ávallt best að setja upp áætlun þegar maður fer af stað með verkefni með það efst í huga að hvað er það versta sem getur komið út úr verkefninu "worst case scenario" vegna þess að allt annað er bónus og gerist af sjálfum sér ef unnið er á því versta - þetta er ekki spurningin um hvort þú munt deyja þetta er spurningin um hvenær þú munt deyja hugarfar og vinna svo út frá því ;-)

Áfram frjáls hugsun, áfram frjáls andi og áfram Ísland,

Ps. Björn, sem fyrrverandi nemandi hjá þér finnst mér leiðinlegt að sjá hversu mikið þú virðist hafa tapað trúnni á manneskjunni og hversu mikil hún getur orðið í frjálsu umhverfi - allavega var það sem að ég túlkaði af skilaboðum þínum í æsku þegar þú varst að leiða okkur nemendur þína um óvissu lendardóma þess sem finna má með lærdómi og eftirtekt.  Þú er flottur náungi og hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir þér og hefur það ekkert minnkað þrátt fyrir að skoðunum okkar fari ekki alltaf saman, það er eitt af því mikilvæga sem gerir okkur að frjálsum manneskjum með frjálsa hugsun og anda.

atlinn (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 02:01

18 Smámynd: Björn Birgisson

atlinn, ég þakka þér kærlega þitt vandaða innlit og góð orð til mín. Þér að segja; ég hef ekki tapað trúnni á mannfólkið sem heild, bara hluta af því. Gaman væri að þú kæmir hér í heimsókn undir fullu nafni. Mér líkar alltaf betur að horfa í augu viðmælenda minna, þótt sjónin hafi daprast!

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband