Forsetinn með pólitíska kjarnorkusprengju

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Sjónvarpið nú síðdegis, að ákvörðun forseta Íslands valdi vonbrigðum en nú verði hafist handa við að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin."

Forsetinn gengur gegn vilja 70% þingmanna. Ég hygg að það sé einsdæmi í hinum vestræna heimi, í löndum sem kenna sig við lýðræði. 

Ákvörðun Ólafs Ragnars í dag hlýtur að vekja gífurlega athygli um allan heim. Nú er Icesave deilan ekki lengur deila þriggja þjóða.

Ólafur Ragnar hefur varpað kjarnorkusprengju inn í alþjóðasamfélagið.

Nú má segja að allt bankakerfið um víðan völl sé komið í stóraukinn fókus og dómstólar munu hafa nóg að gera í framhaldinu. Fjárhagsleg kerfi margra landa munu lenda á borðum dómaranna.

Hver á að borga hverjum hvað, hvernig og hvenær?

Annað. Ég legg til að í þjóðaratkvæðagreiðslunni verði líka þessi spurning:

Á þjóðin okkar að borga hinar gífurlegu afskriftir fyrirtækja í fjölþættum rekstri, sem leitt hafa til tuga milljarða innskots í bankakerfið frá ríkissjóði, sjóði fólksins í landinu?

Hvað segja skattgreiðendur um það?

 


mbl.is Atkvæðagreiðslan verði sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á bak við þessa undirskriftarsöfnun var félegt lið. Einn vildi drepa Samfylkingarmenn menn með skordýraeitri og hengja aðra. Annar vildi nota rafbyssur og háþrýstidælur á mótmælendur. Þriðji talaði um valdarán þegar óþægilegt mál kom upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar.

Þetta lið hefur náð völdum í landinu með aðstoð forsetans.

Menn af sama sauðahúsi höfðu stjórnlagþingskosninguna af þjóðinni með dyggri aðstoð hæstaréttar.

Doddi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ert stóryrtur í dag, Sveinn minn! Verð að viðurkenna að mér líkaði innlit þitt ágætlega!

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 17:38

3 identicon

Rökstuðningur Ólafs Ragnar er sérkennilegur. Hvert er úrslitaatriðið að hans mati? Jú, það er að Alþingi hafði ekki endurnnýjað umboð. Það er sama þingið sem samþykkti samning 2 og 3. Hann virðist líta svo á að Alþingi hafi skilyrt umboð vegna þess að samningur 2 var felldur. Hvar má finna þessu lagastoð? Það er ekki undirskriftasöfnun sem skiptir máli, ekki aukinn meirihluti á þingi, ekki ákvörðun Alþingis að efna ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn hefur vald til að vísa málum til þjóðarinnar. En matið er hans og það er algerlega huglægt. Það virðist vera hægt að spinna upp hvaða rökum sem hugsast getur. Það er ljóst að svona getur stjórnskipunin ekki verið lengur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:42

4 identicon

Rök forsetans voru undarleg, vissulega. Sérstaklega þetta með að ekki hafi verið kosið aftur til þings. 

Undirskrifasöfnunin viðist vega þungt hjá forsetanum. Ég hallast að því að það sé ekki svo mikið að safna 40.000 undirskriftum á netinu. Þetta er allt annað en áður þegar menn þurftu að skrifa undir á blað.

Doddi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:46

5 identicon

Björn: ég geri ráð fyrir að þú vitir hverja ég á við. Þetta er fasistaliðið yst á hægrivængnum.

Doddi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:47

6 Smámynd: Björn Birgisson

Forsetinn er bara á egóflippi. Það er málið.

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 17:48

7 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, ég skildi innleggið ágætlega. Það veist þú vel! Ég kannast ágætlega við þessa kauða.

Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 17:51

8 identicon

ég sé ekki hvernig við getum mögulega sloppið betur frá þessu. Það er og hefur aldrei verið um það deilt að fyrirfram bar okkur sennilega ekki skylda til að borga.

Það sem eftir stendur er svo það að um leið og við ábyrgðumst innistæður að fullu á Íslandi þá erum við nánast örugglega búin að skuldbinda okkur til að ábyrgjast í topp allar aðrar innistæður og að neyðarlögin gildi jafnt um íslenska bankareikninga á Íslandi sem og annarsstaðar sem fellur undir okkur (ekki 100% örugglega af því að ekki hefur reynt á þetta ákvæði í jafn stóru máli áður).

Við getum semsagt lent í því að borga upphæð sem gæti verið allt að 5-7x hærri upphæð en um var samið. Þetta ákvæði var sett inn í stofnsáttmála ESB til að varna bæði gegn rasisma og misrétti, og þetta er ein grundvallar regla Evrópusambandsins. Að mörgu leyti er ég sammála þessu ákvæði en það var ríkisstjórn D og Framsóknar sem ákvað að setja ekki nándar nærri (og í raun akkúrat í hina áttina farið) jafn strangar reglur og við gátum þegar frjálst fjármagnsflæði var leyft.

Spurningin er: þegar að því kemur sem eru um 70% líkur á að gerist, að við verðum dæmd (og biðjum til guðs að dómurinn gangi út frá Icesave samningunum og ekki þrengstu túlkun jafnréttisákvæðis ESB), mun þjóðin snúast gegn Davíð, Margréti Frímanns, Halldóri Ásgríms og Óla, eða munum við halda áfram að gráta yfir núverandi stjórn sem situr uppi með skítinn.

Vil svo taka fram að ég er eindreginn hægri maður en með mikil vonbrigði með allt það sem frá D hefur komið þangað til Bjarni Ben tók sig saman í andlitinu.

b (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:01

9 identicon

b: Þú kemur inn á kjarna málsins sem Íslendingar hafa ekki viljað horfa á. Þetta voru ekki venjuleg gjaldþrot einkafyrirtækja eins og sumir segja.

Ríkið fór þarna inn og hirti innistæðurnar og færið í nýja banka. En erlendum innistæðum var ekki bjargað á sama hátt og þeim innlendu. 

Málið mun aldrei vinnast fyrir dómi.

Doddi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 602475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband