Þá þarf Ólafur Ragnar að pakka niður á Bessastöðum

"Tæp 58% myndu samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun MMR."

Þessi tala kemur mér mjög á óvart. Þó kannski ekki alveg, því ég er með könnun á þessu máli á síðunni minni og þegar þetta er ritað er staðan 55% / 45%, þeim í hag sem vilja samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar.

"Áberandi andstaða var við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, en 74,3% þeirra kváðust ekki styðja ákvörðun forsetans."

Kemur ekki á óvart, enda ekki á hverjum degi sem forseti lýðveldis hrifsar völdin af réttkjörnum 70% eigin þjóðþings. Líklega einsdæmi á Vesturlöndum og ekki til eftirbreytni.

Það er alveg ljóst í mínum huga að ef frumvarpið verður samþykkt af þjóðinni, ber Ólafi Ragnari Grímssyni að pakka niður á Bessastöðum og hefja leit að nýrri vinnu. Er ekki alltaf mikil þörf á góðu fólki við að bjarga heiminum?


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú kemur ein frekar augljós spurning finnst þú setur þetta svona upp. Átti þá ekki ríkisstjórnin að segja af sér þegar fyrri Icesave var felldur með yfir 90% atkvæða ????

hjörleifur (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:44

2 Smámynd: Björn Birgisson

Alveg hugsanlega, Hjörleifur.

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 20:01

3 identicon

Forsetinn stillti sér ekki málefnalega á móti þessum samningi og því engin ástæða fyrir hann að segja af sér þó að þjóðin samþykki samninginn.

Það hefði aldrei orðið sátt um þetta ef eingöngu alþingi hefði komið þessu í gegn. En að þjóðin sjálf geri það er allt annað og mikilvægt að taka ekki þann rétt af henni óháð því hvernig hún svo kýs.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:15

4 identicon

Forsetinn ætti að pakka niður af mörgum ástæðum. Hann er farinn langt út fyrir sitt valdsvið. Það er alvarlegur galli á stjórnskipaninni að hann getur gert þetta. Hann býr til reglur sem hann notar til grundvallar ákvörðunum sínum eftir hendinni. Þannig getur engin stjórnskipan verið. Hann lítur á sig sem öryggisventil fyrir reiði almennings. Frekar einum kosningum of mikið en að hætta á nýja búsáahaldabyltingu. Nú segjast tæp 60% ætla að segja já. Þessi tala á eftir að hækka þegar fólk kynnir sér málið af skynsemi. nei byggir á ofsafenginni reiði vegna þess að bankaræningjunum hefur ekki verið refsað. Það eru eðlileg viðbrögð. Hver vill borga reikninga vegna glæpamanna sem enn ganga lausir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:16

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hugsanlega með 98% á móti sér en örugglega með 55% á móti sér....

Ert þú einn að knúnstnerunum fyrir núverandi ríkisstjórn sem oft er kölluð "ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna"?

Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 21:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ber forsetanum að segja af sér, samþykki þjóðin Icesave, en ekki ef þjóðin hafnar? Forsetinn er aðeins að kalla eftir vilja þjóðarinnar í málinu? Það verður vilji þjóðarinnar hvort heldur hún segir já eða nei.

Ef  forsetinn hefði vísað þessu til þjóðarinnar með áskorun um að hún hafnaði samningnum þá fyrst væri eitthvað kjöt á beinunum í þessari kenningu.

Ég sé að hlutföllin eru núna 60:40 í könnunni, vonandi er það marktækt, Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2011 kl. 21:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Guðmundsson, þú ritar: "Ert þú einn að knúnstnerunum fyrir núverandi ríkisstjórn sem oft er kölluð "ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna"?"

Ég skil ekki lengsta orðið í innlegginu!

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 21:36

8 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þakka þér þitt góða innlit að vanda. Gott að hafa þig á bremsunni þegar karlinn ekur of hratt! Í það þarf góða menn!

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 21:38

9 identicon

Ha? Ólafur talað mjög hlýlega til hinna nýja samnings en vill samt fá endanlegt svar frá almenningi.... Niðurstaðan á og mun ekki hafa áhrif á íbúa bessastaða.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 22:05

10 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski ekki, CracyGuy, taktu ekki of mikið mark á mér!

Björn Birgisson, 21.2.2011 kl. 22:10

11 identicon

Sælir,

Er þetta ekki spurning um að vera samkvæmur sjálfum sér, mættu fleiri taka það sér til eftirbreytni og ef að það á að kosta þig stöðuna að vera samkvæmur sjálfum sér þá er það nú ljótt.  Ef einhver á að taka pokann sinn þá er það sitjandi umhverfisráðherra okkar.

Lifið heil,

Atlinn (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:04

12 identicon

Það virðist vera hægt að kaupa skoðanakannanir og úrslitin líka.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:10

13 identicon

Svona trix gerði besti Flokkurinn , þeir keyptu skoðanakönnun og úrslitin líka.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 23:12

14 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja?

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 00:12

15 identicon

Þvílíkt rugl og þvæla er þetta í þér maður. Ólafur gerði þetta af stuðningi við lýðræðið í landinu, svo við mættum öll una í friði með hvernig sem fer. Ég kýs nei. Ef meirihlutinn kýs já, þá er ég fyllilega sáttur við það. En hefði valdið verið tekið frá fólkinu þá hefði ég aldrei verið sáttur. Ég þekki marga sem kjósa já og líður nákvæmlega eins og mér. Það eru ennþá til landsmenn sem elska lýðræðið ofar en flokkadrætti og gerfipólítík, kjarna okkar menningar fremur en hysmi hennar, rótina fremur en kvistina og brunnin fremur en fúið vatnið í bikurunum. Slíkir menn kallast lýðræðissinnar og eldurinn frá Grikklandi hinu forna sem brennur á kindli frelsisstyttunnar nú býr ennþá í brjósti okkar. Því miður hafa sumir selt þennan eld fyrir aum villuljós og flokkshundamennsku og una ekki lýðræðinu og fá að þroskast og blómstra. Frekar vil ég lifa í frjálsu landi þar sem allir eru mér ósammála en meðal þræla sem taka undir hvert mitt orð. Þjóðin má kjósa eins og hún vil. Svo lengi sem hún gerir það sjálf!

Hrafn (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:37

16 identicon

Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem sönn lýðræðishetja og frá hans bæjardyrum séð hefur málið aldrei snúist um annað en lýðræðisleg princip. Þeir sem ekki skilja það skortir alla menntun, fágun og næmni þá sem þarf til að þekkja þann anda sem hefur stírt Vestrænni menningu frá dögum frönsku byltingarinnar. Þeir eru því sem blindir og heyrnarlausir væru, sem fáfróðir túristar í eigin landi og skilja ekki sinn eigin uppruna. Slíkir menn sjá bara ímyndaðar andstæðar fylkingar, rautt og blátt, já og nei, hægri og vinstri, hvíta og svarta, homma og gagnkynhneigða, kristna og múslima, bullum og ruglum. En það hefur bara ekkert með raunveruleikan og frelsið að gera og er þeirra eigin ímyndun. Lifi sannleikurinn og lifi lýðræðið!

Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:43

17 identicon

Kjóstu það sem þú í raun og sannleika, innsti inni trúir. Láttu hvorki flokkadrætti, hræðslu né áróður. frá hvorugri hliðinni, hafa áhrif á svona mikilvæga ákvörðun. Hlustaðu á sjálfan þig, þína lægst hvíslandi röddu innst inni í sjálfum þér. Það er ekki eins erfitt og þú heldur. Ef þú finnur hana ekki, ekki kjósa því þá muntu bara kjósa vitleysu.

Ógildar og siðlausar ástæður fyrir að taka afstöðu með eða á móti: flokkadrættir, skoðanir manns á alþingi, skoðanir manns á forsetanum, skoðanir manns á Bjarna Benediktssyni, skoðanir manns á Sigmundi Davíðssyni og svo framvegis...Ekkert svona flokkadráttabull, takk! Hugsaðu sjálfstætt! Þú getur það!

Leti komin út yfir öll mörk velsæmis og orðin að argasta siðleysi. Að ætla að kjósa já afþví maður "nenni þessu ekki". Ekki kjósa já, eða nei, ef þú finnur enga siðferðilega gilda ástæðu. Leti og ómennska er til háborinnar skammar! Ef þú hefur ekkert nema ómennsku ástæður fyrir að kjósa eitthvað, slepptu því þá!

Pabbi sagði þér að kjósa þetta. Kunningjahópurinn sagði þér að kjósa hitt. Vinnuveitandi þinn kýs þetta. Fjölmiðlar sögðu þér að kjósa hitt. Alþingi sagði þér að kjósa þetta. Við höfum ekki pláss fyrir skoðanalausa hálfvita. Taktu þínar eigin ákvarðanir eða slepptu því að kjósa!

Og hvað sem þú gerir í lífinu, í þessum málum eða öðru, aldrei nokkurn tíman láta hræðslu stíra ákvörðunum þínum! Vertu maður en ekki mús!!!

Friður sé með yður og gangi ykkur vel! :)

Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 602475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband