Rússneska rúllettan er hættulegur leikur

"Ekki er heldur útilokað að málið færi fyrir EFTA-dómstólinn þó að Bretar og Hollendingar færu í dómsmál hér á landi. Lögmaður þeirra gæti óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Það yrði dómarans að ákveða hvort orðið yrði við þeirri kröfu."

Það er búið að ræða það mikið um dómstólaleiðina að öllum ætti að vera orðið ljóst að hún getur verið stórhættuleg fyrir okkur. Af viðbrögðum og skoðunum löglærðra er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að þeir vilji flestir forðast dómstólaleiðina.

Ég hef áður lýst inngripi forsetans í þetta mál sem rússneskri rúllettu. Fimm skothylkjanna eru tóm og sakleysisleg, en banvæn byssukúla er í einu hólfanna.

Sú byssukúla gæti sem best heitið:

Dómstólaleiðin.

Það væri ekki gott að fá hana í hausinn!


mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hættulegur maður, vinnur stöðugt að því að skaða þjóð þína!

Geir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:22

2 Smámynd: Björn Birgisson

Góður brandari, Geir! Eru kannski engar hættur fylgjandi dómstólaleiðinni að þínu mati? Ég er ekki löglærður maður, en flestir lögfræðingar virðast vera skíthræddir við dómstólaleiðina.

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 14:28

3 identicon

Björn Birgisson,hvaða mannvonska og illska er hlaupin í þig.?

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:29

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Þau eru ótrúleg sum þessi nafnlausu fífl Björn...

Maður er smátt og smátt að skilja betur ástæðu þess að þau kjósa að hylja nafn sitt.

hilmar jónsson, 22.2.2011 kl. 14:30

5 identicon

Það er um að gera að fara með þetta fyrir dómstóla krakkar mínir.
Óþarfi að taka JVJ á þetta með nafnleysi/alias... þið komið út eins og bully's

Hey, sjaið þennan, hann ætlar að fara dómstólaleiðina, hvar á hann heima, hver er kennitala hans.. Frekar lame.

doctore (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:33

6 identicon

Komið þið sælir; Björn - sem aðrir gestir, þínir !

Geir og Númi !

Skynsamlegast væri; að þið tækjuð til ykkar, ábendingar Hilmars, um nafn leysið. Riddaralegra er það; að koma fram, fyrir eigin Skjöld, hnökralaust, ágætu drengir.

Björn !

Þér að segja; og ykkur Hilmari báðum,, munu Bretar og Hollendingar ekki dirfast, að sækja að íslenzkri Alþýðu, á forsendum dómstóla - fjárkúgarar; sem þeir mega vita, að á eftir kæmi skæða drífa málsókna, á hendur þeim sjálfum, af hálfu fyrrum nýlendna þeirra, eftir allt þ.að tjón, sem hörmungar, sem þessir illskeyttu Evrópumenn voru valdir að, í öðrum Heims álfum, ykkur að segja; ágætu drengir.

Heimurinn er ekki bara; Ísland / Bretland og Holland, svo,, fram komi.

Með kveðjum ágætum; öngvu, að síður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:41

7 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, mannvonska og illska? Það stendur ekkert í þessum stutta pistli annað en það sem hvert mannsbarn þekkir fyrir! Eru komin einhver bannorð í umræðuna um Icesave málið? Er komin einhver ein skoðun sem hampa má?

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 14:49

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég verð að teljast sammála orðum Geirs og ýtreka fyrri orð mín "ef að þig langar að búa í kommúnistaríki er yður velkomið að flytja til Kúbu".

Við viljum gjarnan vera hér áfram þó þér sé sama um allt og alla nema eigið rassgat og Jóhrannars

Óskar Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 14:53

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Skáldlegur og myndrænn að vanda Björn !  gríp samlíkinguna á lofti og segi: ef Icesave III verður samþykkt í sinni núverandi óvissu (22 eða kannski 222 milljarðar) er það eins og spila rússneska rúllettu með skot í öllu hólfunum.

Vil nota tækifærið og lýsa um leið andúð minni á því að vera með skítkast á Björn, þó við séum á öndverðum meiði um margt, finnst mér hann vera bæði skemmtlegur "penni"  og setur sitt sjónarmið málefnalega fram, gagnstætt mörgum öðrum.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 22.2.2011 kl. 15:06

10 identicon

Björn eigi var þetta illa meint hjá mér að nefna mannvonsku og illsku við þig,en það má benda að á ýmsum bloggum er illskan að koma fram hjá hinum ýmsustu bloggurum er eru illir út í ákvörðun Forsetans. Stefna Ríkisstjórnarinnar er ansi lituð kommúnistastimpli,að mínu mati (ég kaus þessa ríkisstjórn og skammast mín) Tek undir pistils Geirs hér ofar,og ekki má gleyma þrusupennanum honum Óskari Helga. Það væri frekar líflaust bloggið ef Björn Birgisson væri ekki hér,og hafi hann þökk. Það er þettað með nafnleysið það er í vinnslu,en þetta er millinafnið mitt. Það er sárt ef maður hefir móðgað einhvern með nafnleysinu,afsakið það,,,en doktore er ritar hér ofar er með góðan punkt gagnvart nafnleysinu.

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 15:23

11 Smámynd: Björn Birgisson

Númi ritar: "Tek undir pistil Geirs hér ofar ............."

Er það þessi: "Þú ert hættulegur maður, vinnur stöðugt að því að skaða þjóð þína!"

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 15:35

12 identicon

Hvernig dettur mönnum í hug að þetta mál snúist bara um litla Ísland? Það sem hverju mannsbarni ber að skilja er að svona mál fyrir dómi er svo miklu, miklu stærra en land vort og þjóð. Látum Evrópudómstóla um málið og sjáum hvaða niðurstöðu þeir telja eðlilega, því niðurstaðan mun hafa gríðarleg áhrif á viðskiptahætti alþjóðasamfélagsins í heild sinni.

Ætlum við virkilega að borga þetta vegna þess að við erum hrædd? Heitir það ekki kúgun? Mynduð þið, sem styðjið þennan glæp, kannski kjósa að Jón Sigurðsson hefði ekki mótmælt? Það kostar hugrekki að standa með sannfæringu sinni þegar gert er á manns hlut og Icesave samningurinn er ekkert annað en tilraun nýlenduríkja til kúgunar. Opnið augun!

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 15:55

13 identicon

Ég var að ræða við einn kunningja áðan, og benti honum á að hér gæti komið upp mjög alvarleg staða ef við göngum ekki frá þessum samningi. Hann sagði að það væri allt í lagi, "það þurfa bara allir að vera tilbúnir með haglabyssur heima hjá sér" sagði hann.

Það virðist stór hluti þjóðarinnar vera tilbúinn að ganga í gegn um hvað sem er, bara ef við borgum ekki Icesave. Jafnvel þó hér skapist algjört upplausnarástand.

Doddi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 16:02

14 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Að mínu mati eiga allir hafa sína skoðun, annars væri lífið ansi litlaust. En að segja að Björn Birgisson sé hættulegur þjóð sinni, finnst mér nú að bera í bakkafullan lækinn. Þetta er alvarleg ásökun, og myndi ég biðja hann afsökunar, ef ég hefði borið hann þessum sökum! Geir:!! En það skal tekið fram að ég er ekki Icesave maður, og ég veit að það er að spila rúsnenska rúlletu, í hvora áttina sem farið verður!!

Eyjólfur G Svavarsson, 22.2.2011 kl. 16:17

15 identicon

Nei Björn,eitthvað klikkaði hjá mér átti að sjálfsögðu við doktore líkt og ég gerði svo,,afsakið.

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 16:22

16 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ekkert mál. Verð að segja að ég undrast stóryrðin og dónaskapinn í sumum gesta minna. Í minni sveit voru menn sem viðhöfðu svona orðbragð oft kallaðir öfgamenn og mannasiðasnauðir dónar. Býst við að svo sé enn.

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 16:48

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég tek eftir því að skoðanakönnunin þín sveiflast :)

Annars er ég ekki sammála þér með í hverju rússneska rúllettan felst. Að mínu mati er Icesave 3 rúllettan, því enginn veit eða vill upplýsa okkur um endanlega upphæð þess reiknings.

Kolbrún Hilmars, 22.2.2011 kl. 17:58

18 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, málið er rúlletta á hvorn veginn sem fer. Tel þó að áhættan sé minni með samningnum, en veit ekkert um það með vissu, frekar en aðrir.

Já, NEI liðar eru að sækja í sig veðrið í könnuninni!

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 18:01

19 identicon

Við eigum að kæra Breta fyrir svívirðinguna og vanvirðinguna við allt sem menning okkar stendur fer þegar þeir settu okkur á hryðjuverkalista. Við eigum að kæra þá af fullum krafti og tafarlaust. Við vinnum þá. Þetta er þroskastríðið lota III. Fyrst Ghandi gat þetta, þá getum við það líka!

Jónas (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:26

20 identicon

Þú ferð sjálfur með gífuryrði, ýkjur og hræðsluáróður herra Björn, og þér ferst að gagnrýna aðra fyrir "öfgar", því öfgamaður ert þú sjálfur, þó þú reynir að fela hræðsluáróður þinn með hræsni.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:28

21 Smámynd: Björn Birgisson

Og dæmin sem þú nefnir máli þínu til stuðnings Björn minn, hver eru þau?

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband